Ómögulegt að segja hvort skólum verði lokað Sylvía Hall skrifar 12. mars 2020 12:30 Rögnvaldur Ólafsson, lögreglufulltrúi hjá Almannavörnum. Vísir/Vilhelm Rögnvaldur Ólafsson, deildarstjóri hjá Almannavörnum, segir ómögulegt að segja til hvort Ísland muni grípa til sambærilegra aðgerða og nágrannaþjóðir og loka skólum. Bæði Norðmenn og Danir hafa gripið til þeirra aðgerða að takmarka skólahald til þess að bregðast við útbreiðslu kórónuveirunnar. „Hættumatið er stanslaust í skoðun hjá okkur. Á hverjum degi er skoðað hvað er rétt fyrir Ísland,“ sagði Rögnvaldur í hádegisfréttatíma Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Hann segir slíkar aðgerðir ekki endilega henta hér á landi þar sem aðstæður eru aðrar hér á landi. Bæði spili landfræðileg staða landsins og stærð þess inn í það mat; við séum fámennari þjóð og eigum ekki landamæri að öðrum löndum. Þó sé ekkert útilokað að svo stöddu. „Hlutirnir gerast mjög hratt í þessu og við erum alltaf að endurmeta stöðuna.“ Frá því í gærkvöldi hafa fimmtán tilfelli af kórónuveirunni sem veldur COVID-19 sjúkdómnum verið greind hér á landi. Alls eru tilfellin því 103 en meirihluti þeirra tengist ferðalögum erlendis.Tvær samhæfingamiðstöðvar starfandi Klukkan 10:26 í dag varð jarðskjálfti að stærðinni 5,2 nærri Grindavík. Skjálftinn er sá stærsti sem hefur mælst á Reykjanesskaga síðan í október 2013 og var hann á þeim slóðum þar sem landris varð fyrr á árinu, sem varð til þess að almannavarnir lýstu yfir óvissustigi. Rögnvaldur segir nú þegar hafa verið gripið til ráðstafana vegna þessa. „Náttúruöflin eru áfram hérna á Íslandi eins og þau eru og við erum að fylgjast með því og taka á því eins og þörf er.“ Hann segir engar tilkynningar hafa borist um tjón vegna skjálftans en þó verði fylgst vel með. Samhæfingarstöð Almannavarna hafi hingað til verið að stýra viðbrögðum vegna kórónuveirufaraldursins en nú séu tvær samhæfingarstöðvar starfandi. „Samhæfingarstöðin er laus fyrir eldgos, jarðskjálfta eða það sem gæti komið upp,“ segir Rögnvaldur. Almannavarnir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Tengdar fréttir „Þetta verður ekki auðvelt“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir þjóðina vel í stakk búna til þess að takast á við afleiðingar kórónuveirunnar sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. 12. mars 2020 11:01 Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Erlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fleiri fréttir Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Sjá meira
Rögnvaldur Ólafsson, deildarstjóri hjá Almannavörnum, segir ómögulegt að segja til hvort Ísland muni grípa til sambærilegra aðgerða og nágrannaþjóðir og loka skólum. Bæði Norðmenn og Danir hafa gripið til þeirra aðgerða að takmarka skólahald til þess að bregðast við útbreiðslu kórónuveirunnar. „Hættumatið er stanslaust í skoðun hjá okkur. Á hverjum degi er skoðað hvað er rétt fyrir Ísland,“ sagði Rögnvaldur í hádegisfréttatíma Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Hann segir slíkar aðgerðir ekki endilega henta hér á landi þar sem aðstæður eru aðrar hér á landi. Bæði spili landfræðileg staða landsins og stærð þess inn í það mat; við séum fámennari þjóð og eigum ekki landamæri að öðrum löndum. Þó sé ekkert útilokað að svo stöddu. „Hlutirnir gerast mjög hratt í þessu og við erum alltaf að endurmeta stöðuna.“ Frá því í gærkvöldi hafa fimmtán tilfelli af kórónuveirunni sem veldur COVID-19 sjúkdómnum verið greind hér á landi. Alls eru tilfellin því 103 en meirihluti þeirra tengist ferðalögum erlendis.Tvær samhæfingamiðstöðvar starfandi Klukkan 10:26 í dag varð jarðskjálfti að stærðinni 5,2 nærri Grindavík. Skjálftinn er sá stærsti sem hefur mælst á Reykjanesskaga síðan í október 2013 og var hann á þeim slóðum þar sem landris varð fyrr á árinu, sem varð til þess að almannavarnir lýstu yfir óvissustigi. Rögnvaldur segir nú þegar hafa verið gripið til ráðstafana vegna þessa. „Náttúruöflin eru áfram hérna á Íslandi eins og þau eru og við erum að fylgjast með því og taka á því eins og þörf er.“ Hann segir engar tilkynningar hafa borist um tjón vegna skjálftans en þó verði fylgst vel með. Samhæfingarstöð Almannavarna hafi hingað til verið að stýra viðbrögðum vegna kórónuveirufaraldursins en nú séu tvær samhæfingarstöðvar starfandi. „Samhæfingarstöðin er laus fyrir eldgos, jarðskjálfta eða það sem gæti komið upp,“ segir Rögnvaldur.
Almannavarnir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Tengdar fréttir „Þetta verður ekki auðvelt“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir þjóðina vel í stakk búna til þess að takast á við afleiðingar kórónuveirunnar sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. 12. mars 2020 11:01 Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Erlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fleiri fréttir Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Sjá meira
„Þetta verður ekki auðvelt“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir þjóðina vel í stakk búna til þess að takast á við afleiðingar kórónuveirunnar sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. 12. mars 2020 11:01