Mótanefnd Knattspyrnusambands Íslands hefur ákveðið að færa leiki í átta liða úrslitum Mjólkurbikar kvenna sem um leið hefur áhrif á framhald keppninnar.
Átta liða úrslitin áttu að fara fram 11. til 12. ágúst en varð frestað þegar öll knattspyrnuiðkun á Íslandi var stöðvuð um mánaðamótin júlí-ágúst vegna útbreiðslu kórónuveirunnar
Leikirnir hafa nú verið settir á 3. september næstkomandi.
Breyttir leiktímar í 8-liða úrslitum Mjólkurbikars kvenna - Knattspyrnusamband Íslands https://t.co/r1JRjouZnh
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) August 20, 2020
Það þurfti í framhaldinu að gera breytingar á lokaleikjum Mjólkurbikars kvenna.
Undanúrslitin hafa nú verið verið færð til 1. nóvember og úrslitaleikur keppninnar verður spilaður 6. nóvember. Bikarinn fer því á loft í næstsíðasta mánuði ársins.
Selfosskonur unnu bikarinn í fyrra og eru enn með í keppninni. Selfossliðið fékk bikarinn í hendurnar 17. ágúst 2019 og verður því að minnsta kosti ríkjandi bikarmeistari í tæpa fimmtán mánuði.
Átta liða úrslit Mjólkurbikars kvenna
- Selfoss - Valur á JÁVERK-vellinum 3. september kl. 17:00
- Þór/KA - Haukar á Þórsvelli 3. september kl. 17:00
- ÍA - Breiðablik á Norðurálsvellinum 3. september kl. 17:00
- FH - KR á Kaplakrikavelli 3. september kl. 17:00