Íslenski boltinn

2. deild: Toppliðin öll með sigra

Ísak Hallmundarson skrifar
Hermann Hreiðarsson þjálfari Þróttar Vogum er að gera frábæra hluti.
Hermann Hreiðarsson þjálfari Þróttar Vogum er að gera frábæra hluti. mynd/þrótturvogum

Heil umferð fór fram í 2. deild karla í dag og voru úrslitin nokkurnveginn eftir bókinni.

Þróttur Vogum undir stjórn Hermanns Hreiðarssonar er kominn í annað sæti á betri markatölu en Selfoss. Selfoss vann Kára 1-0 í dag en Þróttarar unnu Dalvík/Reyni 3-0. Hermann að gera magnaða hluti með Þróttara.

Lærisveinar Mikaels „Mæk“ Nikulássonar í Njarðvík unnu sannfærandi 4-0 sigur á botnliði Völsunga. Kenneth Hogg skoraði þrennu fyrir Njarðvík í leiknum. 

Fjarðabyggð vann síðan Hauka 2-1 og kom sér upp fyrir þá og í 4. sæti. Topplið Kórdrengja styrkti stöðu sína með 3-1 sigri á Víði og KF vann ÍR 3-2.

Stöðuna í deildinni má sjá hérna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×