Bjartsýnin dvínandi fyrir veturinn á Norðurlandi Tryggvi Páll Tryggvason og Andri Eysteinsson skrifa 23. ágúst 2020 23:11 Komandi vetur mun reyna á ferðaþjónustufyrirtækin á Norðurlandi að mati framkvæmdastjóra Markaðsstofu Norðurlands. Óvíst er hvort hægt verði að endurráða þá sem eru að ljúka sínum uppsagnarfresti um mánaðamótin. Það eru blikur á lofti í ferðamannaþjónustunni á Norðurlandi þó að ferðamannasumarið þar hafi verið fram úr björtustu vonum margra rekstraraðila, ekki síst á Akureyri. „Það gerir það að verkum að fólk hjá okkur var mjög bjartsýnt á að það yrði opið í vetur. Síðan kemur auðvitað þessi mikli skellur í síðustu viku að ferðaþjónustunni er hreinlega lokað, skellt í lás og við sjáum bæina tæmast núna,“ segir Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands. Ferðaþjónustan á Norðurlandi treystir einmitt mjög á að sumartekjurnar teygi sig inn í haustið svo að hægt sé að fleyta sér í gegnum veturinn sem venjulega er mjög rólegur. „Þessar tekjur sem menn bjuggust þó við að fá í vetur eru farnar svo ég er hrædd um að það þurfi einhverjar björgunaraðgerðir núna eða þá að við sjáum fram á miklar breytingar á ferðaþjónustunni sagði Arnheiður. Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands.Stöð 2 Fjölmargir starfsmenn í ferðaþjónustunni unnu á uppsagnarfresti í sumar og fljótlega þurfa atvinnurekendur að taka ákvörðun um framhaldið. „Núna er uppsagnarfresti að ljúka hjá mörgum og það er alveg ljóst að menn geta ekki verið með starfsfólk í vinnu eins og staðan er núna.“ Ferðaþjónustufyrirtæki á Norðurlandi sakni upplýsinga frá yfirvöldum um hvað taki við næstu vikur og mánuði. „Hver er stefnan, hver er langtímasýnin, hverjir eru að taka ákvarðanir og hvað er þar að baki. Það þarf samtal við okkur sem erum að reka ferðaþjónustu úti á landi,ׅ“ segir Arnheiður. Þörf sé á skýrum svörum um við hverju megi búast. „Allar svona ákvarðanir hafa mikil áhrif, mjög langt fram í tímann á kauphegðun og kaupvilja ferðamanna. Við verðum að geta svarað fyrir hvað er fram undan og hvenær við getum farið að selja eitthvað. Við getum ekki verið að kasta alltaf út önglinum og sagt við erum opin og dregið hann svo til baka. Það gengur ekki upp til lengri tíma,“ segir Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands. Akureyri Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Komandi vetur mun reyna á ferðaþjónustufyrirtækin á Norðurlandi að mati framkvæmdastjóra Markaðsstofu Norðurlands. Óvíst er hvort hægt verði að endurráða þá sem eru að ljúka sínum uppsagnarfresti um mánaðamótin. Það eru blikur á lofti í ferðamannaþjónustunni á Norðurlandi þó að ferðamannasumarið þar hafi verið fram úr björtustu vonum margra rekstraraðila, ekki síst á Akureyri. „Það gerir það að verkum að fólk hjá okkur var mjög bjartsýnt á að það yrði opið í vetur. Síðan kemur auðvitað þessi mikli skellur í síðustu viku að ferðaþjónustunni er hreinlega lokað, skellt í lás og við sjáum bæina tæmast núna,“ segir Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands. Ferðaþjónustan á Norðurlandi treystir einmitt mjög á að sumartekjurnar teygi sig inn í haustið svo að hægt sé að fleyta sér í gegnum veturinn sem venjulega er mjög rólegur. „Þessar tekjur sem menn bjuggust þó við að fá í vetur eru farnar svo ég er hrædd um að það þurfi einhverjar björgunaraðgerðir núna eða þá að við sjáum fram á miklar breytingar á ferðaþjónustunni sagði Arnheiður. Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands.Stöð 2 Fjölmargir starfsmenn í ferðaþjónustunni unnu á uppsagnarfresti í sumar og fljótlega þurfa atvinnurekendur að taka ákvörðun um framhaldið. „Núna er uppsagnarfresti að ljúka hjá mörgum og það er alveg ljóst að menn geta ekki verið með starfsfólk í vinnu eins og staðan er núna.“ Ferðaþjónustufyrirtæki á Norðurlandi sakni upplýsinga frá yfirvöldum um hvað taki við næstu vikur og mánuði. „Hver er stefnan, hver er langtímasýnin, hverjir eru að taka ákvarðanir og hvað er þar að baki. Það þarf samtal við okkur sem erum að reka ferðaþjónustu úti á landi,ׅ“ segir Arnheiður. Þörf sé á skýrum svörum um við hverju megi búast. „Allar svona ákvarðanir hafa mikil áhrif, mjög langt fram í tímann á kauphegðun og kaupvilja ferðamanna. Við verðum að geta svarað fyrir hvað er fram undan og hvenær við getum farið að selja eitthvað. Við getum ekki verið að kasta alltaf út önglinum og sagt við erum opin og dregið hann svo til baka. Það gengur ekki upp til lengri tíma,“ segir Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands.
Akureyri Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira