Nær Dagný Brynjars að brjóta Blikamúrinn í kvöld eins og fyrir fimm árum? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. ágúst 2020 14:30 Dagný Brynjarsdóttir í leik með Selfossi í Pepsi Max deild kvenna í sumar. Vísir/Vilhelm Dagný Brynjarsdóttir braut sér leið í gegnum mikinn Blikamúr 1. september 2015 og nú rétt tæpum fimm árum síðar fær hún annað tækifæri til að endurtaka leikinn. Breiðablik tekur á móti Selfossi í Pepsi deild kvenna í kvöld en Blikakonur hafa enn ekki fengið á sig mark í sumar. Blikar settu met í síðasta leik með því að verða fyrsta liðið til að spila fyrstu níu leiki Íslandsmótsins án þess að fá á sig mark. Mótherji Breiðabliks að þessu sinni þekkir það hins vegar að enda langa bið andstæðinga Blika eftir marki. Það var einmitt Selfossliðið sem braut niður Blikamúrinn sumarið 2015. Breiðablikskonur voru þá búnar að spila í 1163 mínútur á Íslandsmótinu án þess að fá á sig mark og Sonný Lára Þráinsdóttir hafði haldið hreinu í tólf leikjum í röð. Leikurinn fór fram 1. september 2015 á Selfossi og Blikar komust í 1-0 í leiknum. Á 63. mínútu tókst Dagnýju Brynjarsdóttur hins vegar að jafna leikinn og vera sú fyrsta í meira en nítján klukkutíma til að skora hjá Blikavörninni. Dagný fylgdi þá eftir þegar Sonný Lára Þráinsdóttir varði skot Evu Lindar Elíasdóttur í markvinkilinn og út. Dagný, Eva Lind og Sonný Lára verða væntanlega allar í eldlínunni í leiknum í kvöld. Dagný Brynjarsdóttir var aðeins ein af fjórum leikmönnum sem skoruðu hjá Sonný Láru sumarið 2015 en hinar voru Lovísa Mjöll Guðmundsdóttir í Aftureldingu, Margrét María Hólmarsdóttir í KR og Lillý Rut Hlynsdóttir í Þór/KA. Síðust til að skora hjá þessu Blikaliði var Fylkiskonan Sæunn Rós Ríkharðsdóttir í lokaumferðinni í fyrra. Síðan eru liðnar 829 mínútur. Leikur Breiðabliks og Selfoss hefst klukkan 19.15 á Kópavogsvelli í kvöld en hann verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport frá klukkan 19.05. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Fótbolti Fleiri fréttir Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Sjá meira
Dagný Brynjarsdóttir braut sér leið í gegnum mikinn Blikamúr 1. september 2015 og nú rétt tæpum fimm árum síðar fær hún annað tækifæri til að endurtaka leikinn. Breiðablik tekur á móti Selfossi í Pepsi deild kvenna í kvöld en Blikakonur hafa enn ekki fengið á sig mark í sumar. Blikar settu met í síðasta leik með því að verða fyrsta liðið til að spila fyrstu níu leiki Íslandsmótsins án þess að fá á sig mark. Mótherji Breiðabliks að þessu sinni þekkir það hins vegar að enda langa bið andstæðinga Blika eftir marki. Það var einmitt Selfossliðið sem braut niður Blikamúrinn sumarið 2015. Breiðablikskonur voru þá búnar að spila í 1163 mínútur á Íslandsmótinu án þess að fá á sig mark og Sonný Lára Þráinsdóttir hafði haldið hreinu í tólf leikjum í röð. Leikurinn fór fram 1. september 2015 á Selfossi og Blikar komust í 1-0 í leiknum. Á 63. mínútu tókst Dagnýju Brynjarsdóttur hins vegar að jafna leikinn og vera sú fyrsta í meira en nítján klukkutíma til að skora hjá Blikavörninni. Dagný fylgdi þá eftir þegar Sonný Lára Þráinsdóttir varði skot Evu Lindar Elíasdóttur í markvinkilinn og út. Dagný, Eva Lind og Sonný Lára verða væntanlega allar í eldlínunni í leiknum í kvöld. Dagný Brynjarsdóttir var aðeins ein af fjórum leikmönnum sem skoruðu hjá Sonný Láru sumarið 2015 en hinar voru Lovísa Mjöll Guðmundsdóttir í Aftureldingu, Margrét María Hólmarsdóttir í KR og Lillý Rut Hlynsdóttir í Þór/KA. Síðust til að skora hjá þessu Blikaliði var Fylkiskonan Sæunn Rós Ríkharðsdóttir í lokaumferðinni í fyrra. Síðan eru liðnar 829 mínútur. Leikur Breiðabliks og Selfoss hefst klukkan 19.15 á Kópavogsvelli í kvöld en hann verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport frá klukkan 19.05.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Fótbolti Fleiri fréttir Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Sjá meira