Helmingur sýktra voru einkennalausir: „Hinn helmingurinn var með venjulegt kvef“ Sylvía Hall og Birgir Olgeirsson skrifa 15. mars 2020 12:17 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Vísir/vilhelm Fyrstu niðurstöður úr skimun Íslenskrar erfðagreiningar benda til þess að eitt prósent Íslendinga séu smitaðir af kórónuveirunni sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. Helmingur þeirra sem reyndust sýktir voru þó einkennalausir. Greint var frá fyrstu niðurstöðum í dag. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði þær vera jákvæðar fréttir, þar sem þær bentu til þess að aðgerðir stjórnvalda væru að skila árangri. Þetta væri vísbending um að vel gengi að halda smitinu í skefjum. Sjá einnig: Fyrstu niðurstöður benda til þess að eitt prósent landsmanna sé með veiruna Íslensk erfðagreining tók sýni úr 510 manns á föstudag, í gær komu inn 1.049 og stefnir í að þúsund sýni verði tekin í dag. Af þeim sýnum er búið að skima um 700. Kári segir helming þeirra sem reyndust sýktir hafa verið einkennalausa. Á laugardag höfðu um tólf þúsund manns boðað sig í skimun fyrir veirunni. „Helmingurinn af því var einkennalaus, hinn helmingurinn var með venjulegt kvef.“ Kári segir að stefnt sé að því að hafa náð að skima um fimmtán hundruð sýni í lok dagsins. Niðurstöðurnar úr þessum 700 sýnum sem hafa verið skimuð benda til þess að tæplega eitt prósent sé smitað af kórónuveirunni. „Helmingur þeirra, í það minnsta, eru einstaklingar sem voru að koma frá útlöndum; frá Hollandi, Englandi, Póllandi,“ segir Kári. „Þetta þýðir það að þetta er ekki orðinn faraldur sem er búinn að hafa áhrif á stóran hluta þjóðarinnar. Það þýðir að það ætti að vera hægt að halda þessu í skefjum með sóttkví og ég reikna með því að sóttvarnalæknir sé með þá áætlun að halda því áfram um hríð.“ Kári segir málið skýrast enn betur undir lok dagsins. Þá verði heildarmyndin orðin skýrari. „Þá verðum við komin með fimmtán hundruð manns sem er búið að skima. Það gefur okkur ábyggilegri niðurstöður en þessi fyrsti sjö hundruð,“ segir Kári. Búið er að raðgreina tvö jákvæð sýni. Niðurstöðurnar leiddu í ljós að annar þeirra smitaðist í Hollandi en hinn á austurströnd Bandaríkjanna. Íslensk erfðagreining mun halda áfram að skima svo lengi sem þörf er á að sögn Kára. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Fá yfirsýn yfir útbreiðslu veirunnar fljótt eftir helgi Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir að fljótlega eftir helgi ætti að vera komin góð sýn á það hversu víða kórónuveiran hefur dreift sér á Íslandi. 14. mars 2020 12:32 Guðni og Eliza mættu í skimun Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Eliza Reid forsetafrú voru á meðal þeirra sem mættu í skimun fyrir kórónuveirunni hjá Íslenskri erfðagreiningu í Turninum í Kópavogi í dag. 13. mars 2020 15:17 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Innlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Sjá meira
Fyrstu niðurstöður úr skimun Íslenskrar erfðagreiningar benda til þess að eitt prósent Íslendinga séu smitaðir af kórónuveirunni sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. Helmingur þeirra sem reyndust sýktir voru þó einkennalausir. Greint var frá fyrstu niðurstöðum í dag. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði þær vera jákvæðar fréttir, þar sem þær bentu til þess að aðgerðir stjórnvalda væru að skila árangri. Þetta væri vísbending um að vel gengi að halda smitinu í skefjum. Sjá einnig: Fyrstu niðurstöður benda til þess að eitt prósent landsmanna sé með veiruna Íslensk erfðagreining tók sýni úr 510 manns á föstudag, í gær komu inn 1.049 og stefnir í að þúsund sýni verði tekin í dag. Af þeim sýnum er búið að skima um 700. Kári segir helming þeirra sem reyndust sýktir hafa verið einkennalausa. Á laugardag höfðu um tólf þúsund manns boðað sig í skimun fyrir veirunni. „Helmingurinn af því var einkennalaus, hinn helmingurinn var með venjulegt kvef.“ Kári segir að stefnt sé að því að hafa náð að skima um fimmtán hundruð sýni í lok dagsins. Niðurstöðurnar úr þessum 700 sýnum sem hafa verið skimuð benda til þess að tæplega eitt prósent sé smitað af kórónuveirunni. „Helmingur þeirra, í það minnsta, eru einstaklingar sem voru að koma frá útlöndum; frá Hollandi, Englandi, Póllandi,“ segir Kári. „Þetta þýðir það að þetta er ekki orðinn faraldur sem er búinn að hafa áhrif á stóran hluta þjóðarinnar. Það þýðir að það ætti að vera hægt að halda þessu í skefjum með sóttkví og ég reikna með því að sóttvarnalæknir sé með þá áætlun að halda því áfram um hríð.“ Kári segir málið skýrast enn betur undir lok dagsins. Þá verði heildarmyndin orðin skýrari. „Þá verðum við komin með fimmtán hundruð manns sem er búið að skima. Það gefur okkur ábyggilegri niðurstöður en þessi fyrsti sjö hundruð,“ segir Kári. Búið er að raðgreina tvö jákvæð sýni. Niðurstöðurnar leiddu í ljós að annar þeirra smitaðist í Hollandi en hinn á austurströnd Bandaríkjanna. Íslensk erfðagreining mun halda áfram að skima svo lengi sem þörf er á að sögn Kára.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Fá yfirsýn yfir útbreiðslu veirunnar fljótt eftir helgi Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir að fljótlega eftir helgi ætti að vera komin góð sýn á það hversu víða kórónuveiran hefur dreift sér á Íslandi. 14. mars 2020 12:32 Guðni og Eliza mættu í skimun Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Eliza Reid forsetafrú voru á meðal þeirra sem mættu í skimun fyrir kórónuveirunni hjá Íslenskri erfðagreiningu í Turninum í Kópavogi í dag. 13. mars 2020 15:17 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Innlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Sjá meira
Fá yfirsýn yfir útbreiðslu veirunnar fljótt eftir helgi Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir að fljótlega eftir helgi ætti að vera komin góð sýn á það hversu víða kórónuveiran hefur dreift sér á Íslandi. 14. mars 2020 12:32
Guðni og Eliza mættu í skimun Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Eliza Reid forsetafrú voru á meðal þeirra sem mættu í skimun fyrir kórónuveirunni hjá Íslenskri erfðagreiningu í Turninum í Kópavogi í dag. 13. mars 2020 15:17