Helmingur sýktra voru einkennalausir: „Hinn helmingurinn var með venjulegt kvef“ Sylvía Hall og Birgir Olgeirsson skrifa 15. mars 2020 12:17 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Vísir/vilhelm Fyrstu niðurstöður úr skimun Íslenskrar erfðagreiningar benda til þess að eitt prósent Íslendinga séu smitaðir af kórónuveirunni sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. Helmingur þeirra sem reyndust sýktir voru þó einkennalausir. Greint var frá fyrstu niðurstöðum í dag. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði þær vera jákvæðar fréttir, þar sem þær bentu til þess að aðgerðir stjórnvalda væru að skila árangri. Þetta væri vísbending um að vel gengi að halda smitinu í skefjum. Sjá einnig: Fyrstu niðurstöður benda til þess að eitt prósent landsmanna sé með veiruna Íslensk erfðagreining tók sýni úr 510 manns á föstudag, í gær komu inn 1.049 og stefnir í að þúsund sýni verði tekin í dag. Af þeim sýnum er búið að skima um 700. Kári segir helming þeirra sem reyndust sýktir hafa verið einkennalausa. Á laugardag höfðu um tólf þúsund manns boðað sig í skimun fyrir veirunni. „Helmingurinn af því var einkennalaus, hinn helmingurinn var með venjulegt kvef.“ Kári segir að stefnt sé að því að hafa náð að skima um fimmtán hundruð sýni í lok dagsins. Niðurstöðurnar úr þessum 700 sýnum sem hafa verið skimuð benda til þess að tæplega eitt prósent sé smitað af kórónuveirunni. „Helmingur þeirra, í það minnsta, eru einstaklingar sem voru að koma frá útlöndum; frá Hollandi, Englandi, Póllandi,“ segir Kári. „Þetta þýðir það að þetta er ekki orðinn faraldur sem er búinn að hafa áhrif á stóran hluta þjóðarinnar. Það þýðir að það ætti að vera hægt að halda þessu í skefjum með sóttkví og ég reikna með því að sóttvarnalæknir sé með þá áætlun að halda því áfram um hríð.“ Kári segir málið skýrast enn betur undir lok dagsins. Þá verði heildarmyndin orðin skýrari. „Þá verðum við komin með fimmtán hundruð manns sem er búið að skima. Það gefur okkur ábyggilegri niðurstöður en þessi fyrsti sjö hundruð,“ segir Kári. Búið er að raðgreina tvö jákvæð sýni. Niðurstöðurnar leiddu í ljós að annar þeirra smitaðist í Hollandi en hinn á austurströnd Bandaríkjanna. Íslensk erfðagreining mun halda áfram að skima svo lengi sem þörf er á að sögn Kára. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Fá yfirsýn yfir útbreiðslu veirunnar fljótt eftir helgi Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir að fljótlega eftir helgi ætti að vera komin góð sýn á það hversu víða kórónuveiran hefur dreift sér á Íslandi. 14. mars 2020 12:32 Guðni og Eliza mættu í skimun Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Eliza Reid forsetafrú voru á meðal þeirra sem mættu í skimun fyrir kórónuveirunni hjá Íslenskri erfðagreiningu í Turninum í Kópavogi í dag. 13. mars 2020 15:17 Mest lesið Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Innlent Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Fleiri fréttir Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Sjá meira
Fyrstu niðurstöður úr skimun Íslenskrar erfðagreiningar benda til þess að eitt prósent Íslendinga séu smitaðir af kórónuveirunni sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. Helmingur þeirra sem reyndust sýktir voru þó einkennalausir. Greint var frá fyrstu niðurstöðum í dag. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði þær vera jákvæðar fréttir, þar sem þær bentu til þess að aðgerðir stjórnvalda væru að skila árangri. Þetta væri vísbending um að vel gengi að halda smitinu í skefjum. Sjá einnig: Fyrstu niðurstöður benda til þess að eitt prósent landsmanna sé með veiruna Íslensk erfðagreining tók sýni úr 510 manns á föstudag, í gær komu inn 1.049 og stefnir í að þúsund sýni verði tekin í dag. Af þeim sýnum er búið að skima um 700. Kári segir helming þeirra sem reyndust sýktir hafa verið einkennalausa. Á laugardag höfðu um tólf þúsund manns boðað sig í skimun fyrir veirunni. „Helmingurinn af því var einkennalaus, hinn helmingurinn var með venjulegt kvef.“ Kári segir að stefnt sé að því að hafa náð að skima um fimmtán hundruð sýni í lok dagsins. Niðurstöðurnar úr þessum 700 sýnum sem hafa verið skimuð benda til þess að tæplega eitt prósent sé smitað af kórónuveirunni. „Helmingur þeirra, í það minnsta, eru einstaklingar sem voru að koma frá útlöndum; frá Hollandi, Englandi, Póllandi,“ segir Kári. „Þetta þýðir það að þetta er ekki orðinn faraldur sem er búinn að hafa áhrif á stóran hluta þjóðarinnar. Það þýðir að það ætti að vera hægt að halda þessu í skefjum með sóttkví og ég reikna með því að sóttvarnalæknir sé með þá áætlun að halda því áfram um hríð.“ Kári segir málið skýrast enn betur undir lok dagsins. Þá verði heildarmyndin orðin skýrari. „Þá verðum við komin með fimmtán hundruð manns sem er búið að skima. Það gefur okkur ábyggilegri niðurstöður en þessi fyrsti sjö hundruð,“ segir Kári. Búið er að raðgreina tvö jákvæð sýni. Niðurstöðurnar leiddu í ljós að annar þeirra smitaðist í Hollandi en hinn á austurströnd Bandaríkjanna. Íslensk erfðagreining mun halda áfram að skima svo lengi sem þörf er á að sögn Kára.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Fá yfirsýn yfir útbreiðslu veirunnar fljótt eftir helgi Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir að fljótlega eftir helgi ætti að vera komin góð sýn á það hversu víða kórónuveiran hefur dreift sér á Íslandi. 14. mars 2020 12:32 Guðni og Eliza mættu í skimun Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Eliza Reid forsetafrú voru á meðal þeirra sem mættu í skimun fyrir kórónuveirunni hjá Íslenskri erfðagreiningu í Turninum í Kópavogi í dag. 13. mars 2020 15:17 Mest lesið Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Innlent Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Fleiri fréttir Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Sjá meira
Fá yfirsýn yfir útbreiðslu veirunnar fljótt eftir helgi Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir að fljótlega eftir helgi ætti að vera komin góð sýn á það hversu víða kórónuveiran hefur dreift sér á Íslandi. 14. mars 2020 12:32
Guðni og Eliza mættu í skimun Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Eliza Reid forsetafrú voru á meðal þeirra sem mættu í skimun fyrir kórónuveirunni hjá Íslenskri erfðagreiningu í Turninum í Kópavogi í dag. 13. mars 2020 15:17