Viðskipti innlent

Sér­fræðingur hjá lög­reglunni til Nas­daq

Atli Ísleifsson skrifar
Baldvin Ingi Sigurðsson.
Baldvin Ingi Sigurðsson.

Baldvin Ingi Sigurðsson hefur verið ráðinn til starfa sem yfirmaður eftirlitsmála hjá Nasdaq Iceland, eða Kauphöllinni.

Í tilkynningu frá Nasdaq kemur fram að Baldvin sé með M.S. gráðu í iðnaðarverkfræði og B.S. gráðu í véla- og iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands.

„Hann er einnig CFA (Chartered Financial Analyst) handhafi og hefur lokið prófi í verðbréfaviðskiptum. Áður starfaði hann sem sérfræðingur hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu við peningaþvættisrannsóknir, sjóðstjóri hjá Brú lífeyrissjóði, sjóðstjóri og greinandi hjá Stefni hf. og sem sérfræðingur hjá sérstökum saksóknara.

Þá er hann einnig menntaður lögreglumaður og starfaði áður við almenna löggæslu og í sérsveit ríkislögreglustjóra,“ segir í tilkynningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×