Leikhúsin geta hafið æfingar að nýju á föstudaginn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. ágúst 2020 12:05 Æfingar geta hafist á ný í Borgarleikhúsinu á föstudaginn. Vísir/Vilhelm Sviðslistafólk hér á landi getur að einhverju leyti tekið gleði sína á ný á föstudaginn þegar þeim verður heimilt að hefja æfingar á nýjan leik. Snertingar verða heimilar á æfingum í sviðslistum og tónlist frá og með þeim degi á sama hátt og leyft hefur verið í íþróttum. Þetta kemur fram í nýrri auglýsingu Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra sem birt er á vef Stjórnarráðsins í dag. Ráðherra segir breytingar varðandi listafólkið vega þyngst í auglýsingu dagsins. „Það sem skiptir mestu máli er heimild sviðslistafólks til þess að hefja æfingar með snertingu sem er þá líkt og hefur verið gert í íþróttunum og sama gildir líka um kvikmyndagerð,“ segir Svandís Svavarsdóttir í samtali við fréttastofu. Brynhildur Guðjónsdóttir er leikhússtjóri Borgarleikhússins.Vísir/Egill Mikillar óánægju hefur gætt meðal sviðslistafólks að íþróttafólk hér á landi geti stundað sínar æfingar og keppt leiki á meðan æfingar og sýningar í leikhúsum liggi niðri. Sendu stjórnendur sviðslistastofnana frá sér áskorun til yfirvalda um að gefa sviðslitastofnunum sömu undanþágu og íþróttahreyfingin hafði fengið. Brynhildur Guðjónsdóttir borgarleikhússtjóri sagðist í samtali við fréttastofu í síðustu viku binda vonir við að leikhúsin fengju undanþágu frá tveggja metra reglunni svo unnt yrði að hefja æfingar fyrir sýningar leikársins. „Við hefðum að óbreyttu átt að hefja sýningar á Níu lífum 13. ágúst síðastliðinn. Þá voru akkúrat 5 mánuðir frá því við frumsýndum og húsinu var lokað fyrir gestum. Það hefur verið lokað síðan. Allt okkar starfsfólk kom til starfa fyrr en áætlað var, með það fyrir augum að koma núverandi leikári af stað. Gildandi samkomutakmarkanir og sóttvarnareglur gera það að verkum að við komumst í rauninni hvorki aftur á bak né áfram,“ sagði Brynhildur. Nú geta leikhúsin hafið æfingar á nýju en til þessa hafa aðeins tvær tveggja manna sýningar, þar sem hægt var að viðhafa tveggja metra regluna, verið í æfingu. Auglýsing ráðherra gildir til 10. september. Leikhús Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Lífið Fleiri fréttir Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Sviðslistafólk hér á landi getur að einhverju leyti tekið gleði sína á ný á föstudaginn þegar þeim verður heimilt að hefja æfingar á nýjan leik. Snertingar verða heimilar á æfingum í sviðslistum og tónlist frá og með þeim degi á sama hátt og leyft hefur verið í íþróttum. Þetta kemur fram í nýrri auglýsingu Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra sem birt er á vef Stjórnarráðsins í dag. Ráðherra segir breytingar varðandi listafólkið vega þyngst í auglýsingu dagsins. „Það sem skiptir mestu máli er heimild sviðslistafólks til þess að hefja æfingar með snertingu sem er þá líkt og hefur verið gert í íþróttunum og sama gildir líka um kvikmyndagerð,“ segir Svandís Svavarsdóttir í samtali við fréttastofu. Brynhildur Guðjónsdóttir er leikhússtjóri Borgarleikhússins.Vísir/Egill Mikillar óánægju hefur gætt meðal sviðslistafólks að íþróttafólk hér á landi geti stundað sínar æfingar og keppt leiki á meðan æfingar og sýningar í leikhúsum liggi niðri. Sendu stjórnendur sviðslistastofnana frá sér áskorun til yfirvalda um að gefa sviðslitastofnunum sömu undanþágu og íþróttahreyfingin hafði fengið. Brynhildur Guðjónsdóttir borgarleikhússtjóri sagðist í samtali við fréttastofu í síðustu viku binda vonir við að leikhúsin fengju undanþágu frá tveggja metra reglunni svo unnt yrði að hefja æfingar fyrir sýningar leikársins. „Við hefðum að óbreyttu átt að hefja sýningar á Níu lífum 13. ágúst síðastliðinn. Þá voru akkúrat 5 mánuðir frá því við frumsýndum og húsinu var lokað fyrir gestum. Það hefur verið lokað síðan. Allt okkar starfsfólk kom til starfa fyrr en áætlað var, með það fyrir augum að koma núverandi leikári af stað. Gildandi samkomutakmarkanir og sóttvarnareglur gera það að verkum að við komumst í rauninni hvorki aftur á bak né áfram,“ sagði Brynhildur. Nú geta leikhúsin hafið æfingar á nýju en til þessa hafa aðeins tvær tveggja manna sýningar, þar sem hægt var að viðhafa tveggja metra regluna, verið í æfingu. Auglýsing ráðherra gildir til 10. september.
Leikhús Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Lífið Fleiri fréttir Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira