Svavar Knútur, Ásgeir og Brek taka þátt í Global Music Match Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 25. ágúst 2020 13:00 Verkefnið miðar að því að kynna tónlistarfólk og efla tengslanet þeirra á alþjóðavísu. Aðsendar myndir Útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar, ÚTÓN, tekur þátt nýju alþjóðalegu verkefni sem miðar að því að kynna tónlistarfólk og efla tengslanet þeirra á alþjóðavísu. Verkefnið nefnist Global Music Match en 96 tónlistamenn frá 14 löndum taka þátt, þar af eru þrír fulltrúar frá Íslandi. Þetta er talið vera eitt stærsta tengslamyndunarverkefni í tónlistargeiranum sem fer einungis fram á netinu. „Stofnendur Global Music Match eru Sounds Australia, Showcase Scotland Expo og Canada East Coast Music Association. Samstarfsaðilar verkefnisins eru 11 útflutningsskrifstofur og tónlistarhátíðir víðsvegar að úr heiminum. Markmið verkefnisins er að kynna tónlistarfólk á alþjóðavísu og gefa þeim tækifæri til að stækka fylgjendahópinn sinn og mynda tengslanet á þessum krefjandi tímum heimsfaraldurisins,“ segir í tilkynningu frá ÚTÓN. „Samfélagsmiðlar og tengslanet tónlistarfólksins sem tekur þátt eru nýttir til fulls en í hverri viku mun tónlistarfólk frá hverju landi kynna annað tónlistarfólk frá öðru landi fyrir fylgjendum sínum. Tónlistarfólkið fær þá tækifæri til að fá tónlist sína kynnta fyrir alþjóðalegum áhorfendum og byggja þar með upp fylgjendahóp sinn. Að þessu sinni er áherslan lögð á þjóðlaga- og alþýðutónlist en stefnt er að því að færa út kvíarnar yfir í aðrar tónlistarstefnur þegar fram líða stundir.“ Þeir sem taka þátt frá Íslandi eru Ásgeir Ásgeirsson, hljómsveitin Brek og Svavar Knútur. Ásgeir Ásgeirsson er gítarleikari sem á langan feril að baki, hann hefur gefið út fimm þjóðlagaplötur og síðasta platan hans sem kom út á árinu heitir Persian Path og er með íslenskum þjóðlögum sem tekin voru upp með hljóðfæraleikurum frá Íran. Hljómsveitin Brek var stofnuð 2018 með þá áherslu að tvinna saman hina mismunandi stíla þjóðlaga- og dægurtónlistar. Brek skipa Sigmar Þór Matthíasson á kontrabassa, Harpa Þorvaldsdóttir syngur og leikur á píanó, Guðmundur Atli Pétursson leikur á mandólín og Jóhann Ingi Benediktsson leikur á gítar og syngur. Svavar Knútur hefur ferðast vítt og breitt um landið sem og heiminn og sagt sögur í gegnum tónlist. Hann hefur verið vinsæll í áraraðir og hefur gefið út fimm plötur á ferli sínum. „Verkefnið er einstakt á þann hátt að það er ákveðið svar við þeim takmörkunum sem lagðar eru á tónlistariðnaðinn á tímum COVID-19. Eins og kemur fram í skýrslu um áhrif COVID-19 á íslenskan tónlistariðnað hefur allt tónleikahald í hefðbundinni mynd, sér í lagi erlendis, að mestu leyti lagst niður. Þetta er öðruvísi tækifæri til útflutnings á tónlist heldur en áður hefur verið og sýnir að á krefjandi tímum geta ný tækifæri myndast,“ segir enn fremur í tilkynningunni. Tónlist Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hjálpa tónlistarfólki að móta ferilinn og læra meira um bransann Á dögunum opnaði Tónatal, fyrsta alhliða upplýsingaveita tónlistariðnaðarins á Íslandi. Vefsíðan er full af gagnlegu og skemmtilegu efni tengt tónlist. Sem hluti af þessu hefur farið af stað hlaðvarpið Bransakjaftæði. 19. ágúst 2020 15:44 Faraldurinn hafði áhrif á allan tónlistariðnaðinn Skýrsla um áhrif Covid-19 á íslenskan tónlistariðnað kom út á dögunum. 8. júlí 2020 12:21 Mest lesið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Enginn í joggingbuxum í París Lífið Gefur endurkomu undir fótinn Lífið Embla Wigum flytur aftur á Klakann Lífið Andri og Anne selja í Fossvogi Lífið Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Lífið Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Lífið „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Sjá meira
Útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar, ÚTÓN, tekur þátt nýju alþjóðalegu verkefni sem miðar að því að kynna tónlistarfólk og efla tengslanet þeirra á alþjóðavísu. Verkefnið nefnist Global Music Match en 96 tónlistamenn frá 14 löndum taka þátt, þar af eru þrír fulltrúar frá Íslandi. Þetta er talið vera eitt stærsta tengslamyndunarverkefni í tónlistargeiranum sem fer einungis fram á netinu. „Stofnendur Global Music Match eru Sounds Australia, Showcase Scotland Expo og Canada East Coast Music Association. Samstarfsaðilar verkefnisins eru 11 útflutningsskrifstofur og tónlistarhátíðir víðsvegar að úr heiminum. Markmið verkefnisins er að kynna tónlistarfólk á alþjóðavísu og gefa þeim tækifæri til að stækka fylgjendahópinn sinn og mynda tengslanet á þessum krefjandi tímum heimsfaraldurisins,“ segir í tilkynningu frá ÚTÓN. „Samfélagsmiðlar og tengslanet tónlistarfólksins sem tekur þátt eru nýttir til fulls en í hverri viku mun tónlistarfólk frá hverju landi kynna annað tónlistarfólk frá öðru landi fyrir fylgjendum sínum. Tónlistarfólkið fær þá tækifæri til að fá tónlist sína kynnta fyrir alþjóðalegum áhorfendum og byggja þar með upp fylgjendahóp sinn. Að þessu sinni er áherslan lögð á þjóðlaga- og alþýðutónlist en stefnt er að því að færa út kvíarnar yfir í aðrar tónlistarstefnur þegar fram líða stundir.“ Þeir sem taka þátt frá Íslandi eru Ásgeir Ásgeirsson, hljómsveitin Brek og Svavar Knútur. Ásgeir Ásgeirsson er gítarleikari sem á langan feril að baki, hann hefur gefið út fimm þjóðlagaplötur og síðasta platan hans sem kom út á árinu heitir Persian Path og er með íslenskum þjóðlögum sem tekin voru upp með hljóðfæraleikurum frá Íran. Hljómsveitin Brek var stofnuð 2018 með þá áherslu að tvinna saman hina mismunandi stíla þjóðlaga- og dægurtónlistar. Brek skipa Sigmar Þór Matthíasson á kontrabassa, Harpa Þorvaldsdóttir syngur og leikur á píanó, Guðmundur Atli Pétursson leikur á mandólín og Jóhann Ingi Benediktsson leikur á gítar og syngur. Svavar Knútur hefur ferðast vítt og breitt um landið sem og heiminn og sagt sögur í gegnum tónlist. Hann hefur verið vinsæll í áraraðir og hefur gefið út fimm plötur á ferli sínum. „Verkefnið er einstakt á þann hátt að það er ákveðið svar við þeim takmörkunum sem lagðar eru á tónlistariðnaðinn á tímum COVID-19. Eins og kemur fram í skýrslu um áhrif COVID-19 á íslenskan tónlistariðnað hefur allt tónleikahald í hefðbundinni mynd, sér í lagi erlendis, að mestu leyti lagst niður. Þetta er öðruvísi tækifæri til útflutnings á tónlist heldur en áður hefur verið og sýnir að á krefjandi tímum geta ný tækifæri myndast,“ segir enn fremur í tilkynningunni.
Tónlist Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hjálpa tónlistarfólki að móta ferilinn og læra meira um bransann Á dögunum opnaði Tónatal, fyrsta alhliða upplýsingaveita tónlistariðnaðarins á Íslandi. Vefsíðan er full af gagnlegu og skemmtilegu efni tengt tónlist. Sem hluti af þessu hefur farið af stað hlaðvarpið Bransakjaftæði. 19. ágúst 2020 15:44 Faraldurinn hafði áhrif á allan tónlistariðnaðinn Skýrsla um áhrif Covid-19 á íslenskan tónlistariðnað kom út á dögunum. 8. júlí 2020 12:21 Mest lesið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Enginn í joggingbuxum í París Lífið Gefur endurkomu undir fótinn Lífið Embla Wigum flytur aftur á Klakann Lífið Andri og Anne selja í Fossvogi Lífið Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Lífið Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Lífið „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Sjá meira
Hjálpa tónlistarfólki að móta ferilinn og læra meira um bransann Á dögunum opnaði Tónatal, fyrsta alhliða upplýsingaveita tónlistariðnaðarins á Íslandi. Vefsíðan er full af gagnlegu og skemmtilegu efni tengt tónlist. Sem hluti af þessu hefur farið af stað hlaðvarpið Bransakjaftæði. 19. ágúst 2020 15:44
Faraldurinn hafði áhrif á allan tónlistariðnaðinn Skýrsla um áhrif Covid-19 á íslenskan tónlistariðnað kom út á dögunum. 8. júlí 2020 12:21
Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp
Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp