Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Fram 2-1 | Dramatískt sigurmark skaut ÍBV í undanúrslitin Einar Kárason skrifar 25. ágúst 2020 20:50 Eyjamenn gerðu 4-4 jafntefli við Framara í markaleik í Lengjudeildinni. mynd/@ibv.fc Það var sól og blíða, eins og oftast, í Vestmannaeyjum þegar ÍBV tók á móti Fram í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Leikurinn fór rólega af stað, færalega séð, en fyrsta færið leit dagsins ljós eftir tæplega 10 mínútna leik þegar Bjarni Ólafur Eiríksson tapaði boltanum á eigin vallarhelmingi og skildi eftir sig stórt skarð í varnarlínu Eyjamanna. Boltanum var rösklega spilað út til hægri á Magnús Þórðarson en skot hans yfir markið. Framarar virkuðu mun hættulegri í byrjun hálfleiksins og heimaliðið í stökustu vandræðum með að skapa sér alvöru færi. Snarpar sóknir gestanna skiluðu svo árangri um 20 mínútna leik. Sigurður Arnar Magnússon átti þá lélega snertingu við miðlínu eftir sókn ÍBV. Boltinn barst á Frederico Bello Saraiva sem geistist upp völlinn og lét vaða fyrir utan teig. Skotið gott og söng í netinu úti við stöng, þar sem Halldór Páll Geirsson, markvörður ÍBV, kom engum vörnum við. Eyjamenn reyndu eins og þeir gátu að svara gestunum eftir markið en þrátt fyrir að sjá nóg af boltanum vantaði upp á sóknirnar sem flestar runnu út í sandinn. Slakar fyrirgjöfir ýmist skallaðar burt af varnarmönnum Framara eða boltinn í hendurnar á Ólafi Íshólm Ólafssyni, í marki gestanna. Á lokamínútu fyrri hálfleiks hefðu bæði lið hæglega getað komið boltanum í netið. Magnús Þórðarson fékk fyrirgjöf inn í markteig ÍBV en það vantaði allan kraft í skallann og Halldór Páll náði að blaka boltanum af línunni áður en heimamenn sóttu hratt. Eftir góðan undirbúning barst boltinn á Jose Seoane Vergara inni í teig Fram en skot hans framhjá stönginni fjær. Staðan í hálfleik því 0-1, gestunum í vil. Síðari hálfleikur fór svipað af stað og sá fyrri og ekki mikið um marktækifæri. Það dró þó til tíðinda þegar um stundarfjórðungur var liðinn af síðari hálfleik. Eyþór Daði Kjartansson fékk þá boltann úti á hægri kantinum með varnarmenn gestanna fyrir framan sig en þökk sé góðu utan á hlaupi frá Telmo Castanheira opnaðist glufa sem Eyþór nýtti sér vel. Hann lét vaða fyrir utan teig og söng boltinn í nærhorninu þar sem Ólafur Íshólm náði ekki til. Eyjamenn því búnir að jafna leikinn og um hálftími eftir óspilaður. Klaufaskapur í öftustu línu ÍBV gaf Frömurum fínt tækifæri til að ná forustunni á ný þegar brotið var á Þóri Guðjónssyni rétt fyrir utan teig. Þórir tók spyrnuna sjálfur en þrátt fyrir fast skot fór boltinn beint á Halldór Pál í markinu sem varði. Við tók kafli þar sem hart var barist og þurfti dómari leiksins að hafa sig allan við til að halda stjórn á leiknum. Ljóst var að hvorugt liðið vildi selja sig dýrt og spilaðist leikurinn eftir því. Liðin skiptust á að sækja en markmenn liðanna þurftu ekki fyrir miklu að hafa. Þrátt fyrir skot héðan og þaðan af vellinum var ekki af mörgu marktæku að fara en þó átti Tryggvi Snær Geirsson, sem hafði komið inn á sem varamaður í liði gestanna, virkilega gott skot fyrir utan teig sem fór af þverslánni og yfir markið þegar innan við 10 mínútur eftir lifðu leiks. Allt stefndi í langt kvöld þegar staðan var enn jöfn þegar venjulegur leiktími var liðinn. Það átti þó eftir að breytast þegar Eyjamenn fengu hornspyrnu í uppbótartíma. Gestirnir komu boltanum burt en ekki lengra en að vítateigslínu þar sem Róbert Aron Eysteinsson, sem hafði komið inn á í liði ÍBV, var mættur og setti boltann viðstöðulaust innanfótar í netið. Framarar reyndu hvað sem þeir gátu að jafna metin á ný en allt kom fyrir ekki og var fögnuður Eyjamanna gífurlegur þegar flautað var til leiksloka. ÍBV því komnir í undanúrslit Mjólkurbikarsins. Af hverju vann ÍBV? Það er erfitt að segja. Miðað við fyrri hálfleik sá maður þetta ekki fyrir en nóg var eftir til að snúa leiknum. Mörk breyta leikjum og með jöfnunarmarki Eyþórs opnuðust allar dyr og bæði lið hefðu getað unnið leikinn. Eyjamenn skoruðu tvö mörk en gestirnir bara eitt og því fór sem fór. Hverjir stóðu upp úr? Í liði ÍBV var Jón Ingason öflugur. Spilaði bróður part leiksins á miðsvæðinu og gerði það prýðilega. Í liði Fram var Fred líflegastur, þá sér í lagi í fyrri hálfleiknum en það dró af honum í þeim síðari. Hvað gekk illa? Framlínu ÍBV gekk afar illa að skapa sér, og koma sér í færi. Gary Martin spilaði alltof neðarlega á vellinum þar sem styrkleikar hans nýtast ekki eins vel og þeir gera við og í teignum. Framarar hljóta að naga sig í handabökin að missa leikinn úr höndum sér á lokamínútunni eftir mjög svo sannfærandi spilamennsku á köflum, þá sér í lagi í fyrri hálfleik. Eyjamenn sköpuðu sér ekki mörg færi en skoruðu líklega úr þeim allra erfiðustu. Hvað gerist næst? ÍBV eru komnir í undanúrslit á meðan Fram eru úr leik. Helgi Sigurðsson: Vorum alltof mikið í löngum sendingum Helgi Sigurðsson var ánægður með framlag sinna manna í síðari hálfleiknum. ,,Mér fannst Fram bara vera betra liðið hérna í fyrri hálfleik. Við töluðum um það í hálfleik að við værum ekki sáttir við okkar leik. Við vorum undir í allri baráttu og öðrum bolta. Skallar. Tæklingar. Framarar fengu að gera það sem þeir vildu í fyrri hálfleik. Við töluðum um í hálfleik að sýna smá stolt. Sýna okkur sjálfum og fólkinu í brekkunni að við vildum þetta og við heldur betur gerðum það. Snérum taflinu við og gerðum tvö falleg mörk. Það skilaði þessum sigri í dag.” ,,Við komum með krummafót inn í þennan leik og vorum langt frá mönnum. Þegar við unnum boltann vorum við fljótir að tapa honum aftur. Við vorum að drífa okkur svo mikið fram. Þannig að í staðinn fyrir að halda boltanum og þora að spila honum. Þegar við gerðum það þegar Sito (Jose Seoane Vergara) fær dauðafærið, þegar við þorðum þá kom strax dauðafæri. Við vorum alltof mikið í löngum sendingum og það er erfitt. Þá er alltof mikið svæði fyrir miðjumenn að covera og við töpum boltanum. Það er þreytandi að þurfa að eltast við boltann. Það er betra að halda aðeins í hann og hvíla sig á honum.” Eyjamenn jöfnuðu leikinn nánast með fyrsta skoti á mark í síðari hálfleiknum áður en sigurmarkið kom undir lokin. ,,Frábært mark hjá honum (Eyþóri Daða Kjartanssyni) Frábært svo hjá Robba (Róberti Aroni Eysteinssyni í lokin að klára þetta með glæsilegu marki. Þetta eru tvö glæsileg mörk frá ungum strákum sem eru að stíga sín fyrstu skref í þessum ÍBV liði. Þeir hafa fengið sénsinn ásamt öðrum ungum strákum sem er frábært. Þeir eru að sýna að þeir vilji þetta og séu tilbúnir að taka við keflinu þegar menn eru ekki að standa sig. Það er mjög gott að vita af því að við erum með unga og hungraða stráka sem vilja ná langt í þessu. Þeim er sýnt traustið og þeir taka traustið og gera eitthvað með það,” sagði Helgi. Jón Þórir: Á endanum skoruðu þeir fleiri mörk ,,Mér fannst við eiga meira skilið úr leiknum,” sagði Jón Þórir Sveinson, þjálfari Fram eftir leik. ,,Á endanum er eina tölfræðin sem skiptir máli er mörk skoruð og þeir skoruðu einu fleiri en við í dag. Þeir skora tvö góð mörk með skotum. Ég sá ekki alveg fyrra markið en seinna hirðir hann eftir hornspyrnu. Mér fannst við gera nóg til að vinna leikinn í sjálfu sér en á endanum skoruðu þeir fleiri mörk og eru að fara í undanúrslit.” Spurður að því hvort hugurinn hafi verið kominn í framlengingu þegar sigurmarkið kom svaraði Jón: ,,Auðvitað var maður farinn að hugsa út í það hvernig við ættum að snúa okkur í því. Auðvitað vildi maður ekki fara í framlengingu en maður vildi ekki fara í framlengingu á þeim forsendum að við myndum vinna leikinn á 90 mínútum en ekki tapa honum. Við reyndum að sjálfsögðu að jafna leikinn og vorum tilbúnir að taka þær 30 mínútur sem hefðu bæst við hefði það gengið en við náðum ekki að setja annað markið til að jafna leikinn og sitjum eftir,” sagði Jón Þórir. Mjólkurbikarinn ÍBV Fram
Það var sól og blíða, eins og oftast, í Vestmannaeyjum þegar ÍBV tók á móti Fram í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Leikurinn fór rólega af stað, færalega séð, en fyrsta færið leit dagsins ljós eftir tæplega 10 mínútna leik þegar Bjarni Ólafur Eiríksson tapaði boltanum á eigin vallarhelmingi og skildi eftir sig stórt skarð í varnarlínu Eyjamanna. Boltanum var rösklega spilað út til hægri á Magnús Þórðarson en skot hans yfir markið. Framarar virkuðu mun hættulegri í byrjun hálfleiksins og heimaliðið í stökustu vandræðum með að skapa sér alvöru færi. Snarpar sóknir gestanna skiluðu svo árangri um 20 mínútna leik. Sigurður Arnar Magnússon átti þá lélega snertingu við miðlínu eftir sókn ÍBV. Boltinn barst á Frederico Bello Saraiva sem geistist upp völlinn og lét vaða fyrir utan teig. Skotið gott og söng í netinu úti við stöng, þar sem Halldór Páll Geirsson, markvörður ÍBV, kom engum vörnum við. Eyjamenn reyndu eins og þeir gátu að svara gestunum eftir markið en þrátt fyrir að sjá nóg af boltanum vantaði upp á sóknirnar sem flestar runnu út í sandinn. Slakar fyrirgjöfir ýmist skallaðar burt af varnarmönnum Framara eða boltinn í hendurnar á Ólafi Íshólm Ólafssyni, í marki gestanna. Á lokamínútu fyrri hálfleiks hefðu bæði lið hæglega getað komið boltanum í netið. Magnús Þórðarson fékk fyrirgjöf inn í markteig ÍBV en það vantaði allan kraft í skallann og Halldór Páll náði að blaka boltanum af línunni áður en heimamenn sóttu hratt. Eftir góðan undirbúning barst boltinn á Jose Seoane Vergara inni í teig Fram en skot hans framhjá stönginni fjær. Staðan í hálfleik því 0-1, gestunum í vil. Síðari hálfleikur fór svipað af stað og sá fyrri og ekki mikið um marktækifæri. Það dró þó til tíðinda þegar um stundarfjórðungur var liðinn af síðari hálfleik. Eyþór Daði Kjartansson fékk þá boltann úti á hægri kantinum með varnarmenn gestanna fyrir framan sig en þökk sé góðu utan á hlaupi frá Telmo Castanheira opnaðist glufa sem Eyþór nýtti sér vel. Hann lét vaða fyrir utan teig og söng boltinn í nærhorninu þar sem Ólafur Íshólm náði ekki til. Eyjamenn því búnir að jafna leikinn og um hálftími eftir óspilaður. Klaufaskapur í öftustu línu ÍBV gaf Frömurum fínt tækifæri til að ná forustunni á ný þegar brotið var á Þóri Guðjónssyni rétt fyrir utan teig. Þórir tók spyrnuna sjálfur en þrátt fyrir fast skot fór boltinn beint á Halldór Pál í markinu sem varði. Við tók kafli þar sem hart var barist og þurfti dómari leiksins að hafa sig allan við til að halda stjórn á leiknum. Ljóst var að hvorugt liðið vildi selja sig dýrt og spilaðist leikurinn eftir því. Liðin skiptust á að sækja en markmenn liðanna þurftu ekki fyrir miklu að hafa. Þrátt fyrir skot héðan og þaðan af vellinum var ekki af mörgu marktæku að fara en þó átti Tryggvi Snær Geirsson, sem hafði komið inn á sem varamaður í liði gestanna, virkilega gott skot fyrir utan teig sem fór af þverslánni og yfir markið þegar innan við 10 mínútur eftir lifðu leiks. Allt stefndi í langt kvöld þegar staðan var enn jöfn þegar venjulegur leiktími var liðinn. Það átti þó eftir að breytast þegar Eyjamenn fengu hornspyrnu í uppbótartíma. Gestirnir komu boltanum burt en ekki lengra en að vítateigslínu þar sem Róbert Aron Eysteinsson, sem hafði komið inn á í liði ÍBV, var mættur og setti boltann viðstöðulaust innanfótar í netið. Framarar reyndu hvað sem þeir gátu að jafna metin á ný en allt kom fyrir ekki og var fögnuður Eyjamanna gífurlegur þegar flautað var til leiksloka. ÍBV því komnir í undanúrslit Mjólkurbikarsins. Af hverju vann ÍBV? Það er erfitt að segja. Miðað við fyrri hálfleik sá maður þetta ekki fyrir en nóg var eftir til að snúa leiknum. Mörk breyta leikjum og með jöfnunarmarki Eyþórs opnuðust allar dyr og bæði lið hefðu getað unnið leikinn. Eyjamenn skoruðu tvö mörk en gestirnir bara eitt og því fór sem fór. Hverjir stóðu upp úr? Í liði ÍBV var Jón Ingason öflugur. Spilaði bróður part leiksins á miðsvæðinu og gerði það prýðilega. Í liði Fram var Fred líflegastur, þá sér í lagi í fyrri hálfleiknum en það dró af honum í þeim síðari. Hvað gekk illa? Framlínu ÍBV gekk afar illa að skapa sér, og koma sér í færi. Gary Martin spilaði alltof neðarlega á vellinum þar sem styrkleikar hans nýtast ekki eins vel og þeir gera við og í teignum. Framarar hljóta að naga sig í handabökin að missa leikinn úr höndum sér á lokamínútunni eftir mjög svo sannfærandi spilamennsku á köflum, þá sér í lagi í fyrri hálfleik. Eyjamenn sköpuðu sér ekki mörg færi en skoruðu líklega úr þeim allra erfiðustu. Hvað gerist næst? ÍBV eru komnir í undanúrslit á meðan Fram eru úr leik. Helgi Sigurðsson: Vorum alltof mikið í löngum sendingum Helgi Sigurðsson var ánægður með framlag sinna manna í síðari hálfleiknum. ,,Mér fannst Fram bara vera betra liðið hérna í fyrri hálfleik. Við töluðum um það í hálfleik að við værum ekki sáttir við okkar leik. Við vorum undir í allri baráttu og öðrum bolta. Skallar. Tæklingar. Framarar fengu að gera það sem þeir vildu í fyrri hálfleik. Við töluðum um í hálfleik að sýna smá stolt. Sýna okkur sjálfum og fólkinu í brekkunni að við vildum þetta og við heldur betur gerðum það. Snérum taflinu við og gerðum tvö falleg mörk. Það skilaði þessum sigri í dag.” ,,Við komum með krummafót inn í þennan leik og vorum langt frá mönnum. Þegar við unnum boltann vorum við fljótir að tapa honum aftur. Við vorum að drífa okkur svo mikið fram. Þannig að í staðinn fyrir að halda boltanum og þora að spila honum. Þegar við gerðum það þegar Sito (Jose Seoane Vergara) fær dauðafærið, þegar við þorðum þá kom strax dauðafæri. Við vorum alltof mikið í löngum sendingum og það er erfitt. Þá er alltof mikið svæði fyrir miðjumenn að covera og við töpum boltanum. Það er þreytandi að þurfa að eltast við boltann. Það er betra að halda aðeins í hann og hvíla sig á honum.” Eyjamenn jöfnuðu leikinn nánast með fyrsta skoti á mark í síðari hálfleiknum áður en sigurmarkið kom undir lokin. ,,Frábært mark hjá honum (Eyþóri Daða Kjartanssyni) Frábært svo hjá Robba (Róberti Aroni Eysteinssyni í lokin að klára þetta með glæsilegu marki. Þetta eru tvö glæsileg mörk frá ungum strákum sem eru að stíga sín fyrstu skref í þessum ÍBV liði. Þeir hafa fengið sénsinn ásamt öðrum ungum strákum sem er frábært. Þeir eru að sýna að þeir vilji þetta og séu tilbúnir að taka við keflinu þegar menn eru ekki að standa sig. Það er mjög gott að vita af því að við erum með unga og hungraða stráka sem vilja ná langt í þessu. Þeim er sýnt traustið og þeir taka traustið og gera eitthvað með það,” sagði Helgi. Jón Þórir: Á endanum skoruðu þeir fleiri mörk ,,Mér fannst við eiga meira skilið úr leiknum,” sagði Jón Þórir Sveinson, þjálfari Fram eftir leik. ,,Á endanum er eina tölfræðin sem skiptir máli er mörk skoruð og þeir skoruðu einu fleiri en við í dag. Þeir skora tvö góð mörk með skotum. Ég sá ekki alveg fyrra markið en seinna hirðir hann eftir hornspyrnu. Mér fannst við gera nóg til að vinna leikinn í sjálfu sér en á endanum skoruðu þeir fleiri mörk og eru að fara í undanúrslit.” Spurður að því hvort hugurinn hafi verið kominn í framlengingu þegar sigurmarkið kom svaraði Jón: ,,Auðvitað var maður farinn að hugsa út í það hvernig við ættum að snúa okkur í því. Auðvitað vildi maður ekki fara í framlengingu en maður vildi ekki fara í framlengingu á þeim forsendum að við myndum vinna leikinn á 90 mínútum en ekki tapa honum. Við reyndum að sjálfsögðu að jafna leikinn og vorum tilbúnir að taka þær 30 mínútur sem hefðu bæst við hefði það gengið en við náðum ekki að setja annað markið til að jafna leikinn og sitjum eftir,” sagði Jón Þórir.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti