Vilja 10 milljóna sekt fyrir okur á hættustundu Stefán Ó. Jónsson skrifar 26. ágúst 2020 06:11 Inga Sæland formaður Flokks Fólksins er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins, Guðmundur Ingi Kristjánsson þingmaður flokksins er meðflutningsmaður. Vísir/Vilhelm Flokkur fólksins vill að ríkisslögreglustjóra verði gefin heimild til að ákveða hámarkssöluverð eða hámarksálagningu á vörum, fari svo að eftirspurn á þeim aukist verulega eða framboð þeirra dragist saman vegna hættuástands. Flokkurinn leggur jafnframt til að hver sá sem á „hættustundu okrar á neytendum í viðskiptum með nauðsynjavörum“ skuli sektaður um allt að 10 milljónir króna eða sæta fangelsi í þrjá mánuði. Í greinargerð með lagafrumvarpi flokksins er dæmi tekið af yfirstandandi kórónuveirufaraldri. Dæmi séu um að verð á sóttvarnavörum, grímum, sótthreinsispritti og fleiru hafi hækkað verulega - „og að óprúttnir aðilar hafi hamstrað til sín slíkar vörur á fyrri stigum faraldursins í gróðavon.“ Það sé hins vegar ótækt að mati flokksins að efnaminna fólk geti ekki fylgt sóttvarnareglum vegna verðhækkana á nauðsynlegum sóttvarnabúnaði. Þess vegna kveður lagafrumvarpi þeirra Ingu Sæland og Guðmundar Inga Kristjánssonar jafnframt á um að tryggja öllum aðgang að sóttvarnabúnaði sem talinn er nauðsynlegur til þess að framfylgja sóttvarnalögum. „Þannig vaknar jákvæð skylda hjá hinu opinbera til að tryggja aðgang að þeim vörum sem almenningur þarf að nota til að ná fram áhrifum sóttvarnaaðgerða,“ segir í greinargerð frumvarpsins. Ríkislögreglustjóri velji vörurnar Hið opinbera hefur þegar heimild í almannavarnalögum til að hlutast til um sölu og dreifingu á því sem teljast nauðsynjar. Flokkur fólksins telur heimildina barn síns tíma og óskýra, eðlilegra sé að beina spjótum að einkareknum fyrirtækjum frekar en að hið opinbera gefi út fyrirmæli sem komi í veg fyrir okur. Flokkurinn leggur þannig til að ríkislögreglustjóra verði veitt sérstök heimild „til að koma í veg fyrir okur á tilteknum vörum á tímum hættuástands þegar eftirspurn eftir þeim vörum eykst til muna eða verulega dregur úr framboði.“ Ríkislögreglustjóri ákveði jafnframt sjálfur hvaða vörur um ræðir. Til þess að tryggja „bann við okri,“ ýmist með því að hækka söluverð eða álagningu, telur flokkurinn nauðsynlegt að taka upp refsingar sem hafa fælingarmátt. Leggur hann því til að sett verði í lög um almannavarnir sektarákvæði og að sektir vegna brots geti numið allt að 10 milljónum króna. Okur verði jafnframt skilgreint sem „hækkun á vöruverði án málefnalegra ástæðna eða aðeins vegna þess að eftirspurn hefur aukist.“ Lagafrumvarp Flokks fólksins, sem felur í sér breytingar á lögum um almannavarnir, sóttvarnir og hegningarlögum, má nálgast hér. Almannavarnir Neytendur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Flokkur fólksins Mest lesið Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Erlent „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira
Flokkur fólksins vill að ríkisslögreglustjóra verði gefin heimild til að ákveða hámarkssöluverð eða hámarksálagningu á vörum, fari svo að eftirspurn á þeim aukist verulega eða framboð þeirra dragist saman vegna hættuástands. Flokkurinn leggur jafnframt til að hver sá sem á „hættustundu okrar á neytendum í viðskiptum með nauðsynjavörum“ skuli sektaður um allt að 10 milljónir króna eða sæta fangelsi í þrjá mánuði. Í greinargerð með lagafrumvarpi flokksins er dæmi tekið af yfirstandandi kórónuveirufaraldri. Dæmi séu um að verð á sóttvarnavörum, grímum, sótthreinsispritti og fleiru hafi hækkað verulega - „og að óprúttnir aðilar hafi hamstrað til sín slíkar vörur á fyrri stigum faraldursins í gróðavon.“ Það sé hins vegar ótækt að mati flokksins að efnaminna fólk geti ekki fylgt sóttvarnareglum vegna verðhækkana á nauðsynlegum sóttvarnabúnaði. Þess vegna kveður lagafrumvarpi þeirra Ingu Sæland og Guðmundar Inga Kristjánssonar jafnframt á um að tryggja öllum aðgang að sóttvarnabúnaði sem talinn er nauðsynlegur til þess að framfylgja sóttvarnalögum. „Þannig vaknar jákvæð skylda hjá hinu opinbera til að tryggja aðgang að þeim vörum sem almenningur þarf að nota til að ná fram áhrifum sóttvarnaaðgerða,“ segir í greinargerð frumvarpsins. Ríkislögreglustjóri velji vörurnar Hið opinbera hefur þegar heimild í almannavarnalögum til að hlutast til um sölu og dreifingu á því sem teljast nauðsynjar. Flokkur fólksins telur heimildina barn síns tíma og óskýra, eðlilegra sé að beina spjótum að einkareknum fyrirtækjum frekar en að hið opinbera gefi út fyrirmæli sem komi í veg fyrir okur. Flokkurinn leggur þannig til að ríkislögreglustjóra verði veitt sérstök heimild „til að koma í veg fyrir okur á tilteknum vörum á tímum hættuástands þegar eftirspurn eftir þeim vörum eykst til muna eða verulega dregur úr framboði.“ Ríkislögreglustjóri ákveði jafnframt sjálfur hvaða vörur um ræðir. Til þess að tryggja „bann við okri,“ ýmist með því að hækka söluverð eða álagningu, telur flokkurinn nauðsynlegt að taka upp refsingar sem hafa fælingarmátt. Leggur hann því til að sett verði í lög um almannavarnir sektarákvæði og að sektir vegna brots geti numið allt að 10 milljónum króna. Okur verði jafnframt skilgreint sem „hækkun á vöruverði án málefnalegra ástæðna eða aðeins vegna þess að eftirspurn hefur aukist.“ Lagafrumvarp Flokks fólksins, sem felur í sér breytingar á lögum um almannavarnir, sóttvarnir og hegningarlögum, má nálgast hér.
Almannavarnir Neytendur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Flokkur fólksins Mest lesið Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Erlent „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira