Kim glímir við fellibyl ofan í faraldur Stefán Ó. Jónsson skrifar 26. ágúst 2020 07:57 Kim Jong-un á flokksþinginu í gær, öskubakki honum á vinstri hönd. ap/KCNA VIA KNS Einræðisherra Norður-Kóreu hvetur stjórn sína til að búa sig undir hættuástand sem kanna að skapast vegna fellibyljar og faraldurs kórónuveirunnar. Kim Jong-un ávarpaði flokksþing í gær, með sígarettu í hönd, og minntist á „ýmsa annmarka“ sem orðið hefðu á viðbrögðum ríkisins við hinni „fólskulegu farsótt.“ Hann nefndi þó engin smáatriði og er því ennþá margt á huldu um umfang kórónuveirunnar í hinu einangraða landi. Stjórnvöld í Pjongjang héldu því lengi fram að engin sýking hefði greinst í Norður-Kóreu, sem sérfræðingar töldu harla ólíklegt. Þúsundir íbúa voru hins vegar settir í sóttkví og útgöngubann nálægt landamærunum við Suður-Kóreu um síðustu mánaðamót vegna gruns um kórónuveirusmit, sem hefur þó aldrei verið staðfestur. Lengi vel hélt ríkisfjölmiðilinn því fram að enginn hefði smitast í landinu en þær yfirlýsingar hafa ekki heyrst vikum saman. Ekki bætir úr skák að nú er von á fellibyl. Óttast er að Bavi kunni að valda nokkru tjóni í Norður-Kóreu, sem enn er að glíma við afleiðingar einhvers úrkomumesta monsún-tímabils síðari ára. Vatnavextir fyrr í þessum mánuði leiddu til víðtækra flóða um allt land. Alþjóðlegar veðurstofur segja að enn eigi eftir að rigna. Það megi jafnvel búast við allt að 300 millímetrum af rigningu næstu daga sem óttast er að kunni að setja hrísgrjónauppskeruna í uppnám. Í landi þar sem helmingur þjóðarinnar er sagður búa við ekkert fæðuöryggi kunni það ekki góðri lukku að stýra. Kim í klandri Meint heilsuleysi Kim hefur verið fyrirmikið að undanförnu en vera leiðtogans á þinginu í gær er sögð sanna að hann sé ekki jafn aðframkominn og ýjað hefur verið að. Suður-Kóreska leyniþjónustan telur þannig að Kim hafi veitt systur sinni og öðrum nánum ráðgjöfum aukin völd varðandi stjórn ríkisins. Með því vilji Kim draga úr álagi og eigin ábyrgð ef allt fer á versta veg. Talið er að Kim sé farinn að finna fyrir auknum þrýstingi vegna stöðu mála. Ekki sé langt síðan „engin smit voru í Norður-Kóreu“ en nú boðar leiðtoginn til fundar þar sem fjallað er um mislukkuð viðbrögð við veirunni. Þar að auki hefur Kim þegar gefið út að efnahagsáætlun hans, sem líta átti dagsins ljós í ár, hafi mistekist og því þurfi að leita annarra leiða. Það þykir tíðindum sæta að leiðtogi Norður-Kóreu viðurkenna mistök sem þessi. Norður-Kórea Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hleypur undir bagga með bróður sínum og fær meiri völd Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, hefur veitt systur sinni Kim Yo Jong og öðrum nánum ráðgjöfum aukin völd varðandi stjórn ríkisins. 20. ágúst 2020 10:19 Hertar aðgerðir í Norður-Kóreu vekja áhyggjur um faraldur Einræðisstjórn Norður-Kóreu hefur sett þúsundir íbúa í sóttkví og flutt matvæli til borgar sem hefur verið lokað vegna áhyggja af útbreiðslu Covid-19 þar. 6. ágúst 2020 10:59 Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Sjá meira
Einræðisherra Norður-Kóreu hvetur stjórn sína til að búa sig undir hættuástand sem kanna að skapast vegna fellibyljar og faraldurs kórónuveirunnar. Kim Jong-un ávarpaði flokksþing í gær, með sígarettu í hönd, og minntist á „ýmsa annmarka“ sem orðið hefðu á viðbrögðum ríkisins við hinni „fólskulegu farsótt.“ Hann nefndi þó engin smáatriði og er því ennþá margt á huldu um umfang kórónuveirunnar í hinu einangraða landi. Stjórnvöld í Pjongjang héldu því lengi fram að engin sýking hefði greinst í Norður-Kóreu, sem sérfræðingar töldu harla ólíklegt. Þúsundir íbúa voru hins vegar settir í sóttkví og útgöngubann nálægt landamærunum við Suður-Kóreu um síðustu mánaðamót vegna gruns um kórónuveirusmit, sem hefur þó aldrei verið staðfestur. Lengi vel hélt ríkisfjölmiðilinn því fram að enginn hefði smitast í landinu en þær yfirlýsingar hafa ekki heyrst vikum saman. Ekki bætir úr skák að nú er von á fellibyl. Óttast er að Bavi kunni að valda nokkru tjóni í Norður-Kóreu, sem enn er að glíma við afleiðingar einhvers úrkomumesta monsún-tímabils síðari ára. Vatnavextir fyrr í þessum mánuði leiddu til víðtækra flóða um allt land. Alþjóðlegar veðurstofur segja að enn eigi eftir að rigna. Það megi jafnvel búast við allt að 300 millímetrum af rigningu næstu daga sem óttast er að kunni að setja hrísgrjónauppskeruna í uppnám. Í landi þar sem helmingur þjóðarinnar er sagður búa við ekkert fæðuöryggi kunni það ekki góðri lukku að stýra. Kim í klandri Meint heilsuleysi Kim hefur verið fyrirmikið að undanförnu en vera leiðtogans á þinginu í gær er sögð sanna að hann sé ekki jafn aðframkominn og ýjað hefur verið að. Suður-Kóreska leyniþjónustan telur þannig að Kim hafi veitt systur sinni og öðrum nánum ráðgjöfum aukin völd varðandi stjórn ríkisins. Með því vilji Kim draga úr álagi og eigin ábyrgð ef allt fer á versta veg. Talið er að Kim sé farinn að finna fyrir auknum þrýstingi vegna stöðu mála. Ekki sé langt síðan „engin smit voru í Norður-Kóreu“ en nú boðar leiðtoginn til fundar þar sem fjallað er um mislukkuð viðbrögð við veirunni. Þar að auki hefur Kim þegar gefið út að efnahagsáætlun hans, sem líta átti dagsins ljós í ár, hafi mistekist og því þurfi að leita annarra leiða. Það þykir tíðindum sæta að leiðtogi Norður-Kóreu viðurkenna mistök sem þessi.
Norður-Kórea Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hleypur undir bagga með bróður sínum og fær meiri völd Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, hefur veitt systur sinni Kim Yo Jong og öðrum nánum ráðgjöfum aukin völd varðandi stjórn ríkisins. 20. ágúst 2020 10:19 Hertar aðgerðir í Norður-Kóreu vekja áhyggjur um faraldur Einræðisstjórn Norður-Kóreu hefur sett þúsundir íbúa í sóttkví og flutt matvæli til borgar sem hefur verið lokað vegna áhyggja af útbreiðslu Covid-19 þar. 6. ágúst 2020 10:59 Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Sjá meira
Hleypur undir bagga með bróður sínum og fær meiri völd Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, hefur veitt systur sinni Kim Yo Jong og öðrum nánum ráðgjöfum aukin völd varðandi stjórn ríkisins. 20. ágúst 2020 10:19
Hertar aðgerðir í Norður-Kóreu vekja áhyggjur um faraldur Einræðisstjórn Norður-Kóreu hefur sett þúsundir íbúa í sóttkví og flutt matvæli til borgar sem hefur verið lokað vegna áhyggja af útbreiðslu Covid-19 þar. 6. ágúst 2020 10:59