Bein útsending: Rökstyðja óbreytta stýrivexti Stefán Ó. Jónsson skrifar 26. ágúst 2020 09:47 Í peningastefnunefnd sitja Ásgeir Jónsson, formaður, Rannveig Sigurðardóttir, Þórarinn G. Pétursson, Katrín Ólafsdóttir og Gylfi Zoëga. sí Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands skýrir frá ákvörðun sinn um að halda stýrivöxtum óbreyttum á fundi sem hefst klukkan 10 í Seðlabankanum. Beint streymi frá fundinum má nálgast í spilaranum neðst í fréttinni. Á fundinum mun nefndin jafnframt kynna efni Peningamála, sem kom út í dag samhliða ákvörðuninni. Þar segir meðal annars að útlit sé fyrir að landsframleiðslan hafi dregist saman um tæplega 11 prósent milli ára á öðrum fjórðungi ársins. Það sé þó minni samdráttur en spáð var í maí og vegi þar þyngst að neysluútgjöld heimila gáfu ekki eins mikið eftir og þá var óttast. „Þótt horfur fyrir seinni hluta ársins séu heldur lakari en spáð var í maí er talið að landsframleiðslan dragist saman um 7,1 prósent á árinu öllu í stað 8 prósent samdráttar sem gert var ráð fyrir í maí,“ segir í Peningamálum. Þar er þess jafnframt getið að atvinnuleysi muni að líkindum aukast eftir því sem líður á árið. Peningastefnunefnd áætlar þannig að það geti orðið um 10 prósent í lok árs. Ekki sé útlit fyrir að landsframleiðslan verði orðin sú sama og í lok síðasta árs fyrr en seint á árinu 2023. „Horfur eru hins vegar afar óvissar og munu ekki síst ráðast af framvindunni í baráttunni við farsóttina en í spá bankans er gert ráð fyrir að ekki verði verulegt bakslag í þróun farsóttarinnar þótt ekki sé útilokað að tímabundin og afmörkuð dæmi aukinna smita komi reglulega upp.“ Hvað verðbólgu varðar telur Peningastefnunefndin að hún verði í kringum þrjú prósent að meðaltali það sem eftir lifir árs. Hún verði kominn í um tvö prósent á síðari hluta árs sökum slaka í þjóðarbúinu og lítillar alþjóðlegrar verðbólgu. „Þetta er meiri verðbólga á fyrri hluta spátímans en spáð var í maí enda upphafsstaðan lakari og slakinn minni nú en áður var talið.“ Seðlabankinn Efnahagsmál Mest lesið Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira
Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands skýrir frá ákvörðun sinn um að halda stýrivöxtum óbreyttum á fundi sem hefst klukkan 10 í Seðlabankanum. Beint streymi frá fundinum má nálgast í spilaranum neðst í fréttinni. Á fundinum mun nefndin jafnframt kynna efni Peningamála, sem kom út í dag samhliða ákvörðuninni. Þar segir meðal annars að útlit sé fyrir að landsframleiðslan hafi dregist saman um tæplega 11 prósent milli ára á öðrum fjórðungi ársins. Það sé þó minni samdráttur en spáð var í maí og vegi þar þyngst að neysluútgjöld heimila gáfu ekki eins mikið eftir og þá var óttast. „Þótt horfur fyrir seinni hluta ársins séu heldur lakari en spáð var í maí er talið að landsframleiðslan dragist saman um 7,1 prósent á árinu öllu í stað 8 prósent samdráttar sem gert var ráð fyrir í maí,“ segir í Peningamálum. Þar er þess jafnframt getið að atvinnuleysi muni að líkindum aukast eftir því sem líður á árið. Peningastefnunefnd áætlar þannig að það geti orðið um 10 prósent í lok árs. Ekki sé útlit fyrir að landsframleiðslan verði orðin sú sama og í lok síðasta árs fyrr en seint á árinu 2023. „Horfur eru hins vegar afar óvissar og munu ekki síst ráðast af framvindunni í baráttunni við farsóttina en í spá bankans er gert ráð fyrir að ekki verði verulegt bakslag í þróun farsóttarinnar þótt ekki sé útilokað að tímabundin og afmörkuð dæmi aukinna smita komi reglulega upp.“ Hvað verðbólgu varðar telur Peningastefnunefndin að hún verði í kringum þrjú prósent að meðaltali það sem eftir lifir árs. Hún verði kominn í um tvö prósent á síðari hluta árs sökum slaka í þjóðarbúinu og lítillar alþjóðlegrar verðbólgu. „Þetta er meiri verðbólga á fyrri hluta spátímans en spáð var í maí enda upphafsstaðan lakari og slakinn minni nú en áður var talið.“
Seðlabankinn Efnahagsmál Mest lesið Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira