65 milljónir til ferðaþjónustunnar á Suðurlandi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 9. maí 2020 12:30 Íslendingar eru hvattir til að vera duglegir að ferðast um Suðurland í sumar en á svæðinu eru margar af helstu náttúruperlum landsins eins og Gullfoss þar sem þessi mynd er tekin. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Stjórn Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) hefur samþykkt að veita ferðaþjónustufyrirtækjum á Suðurlandi 65 milljónir króna í verkefnastyrki vegna hruns í greininni. Starfsmaður samtakanna hvetur Íslendinga til að ferðast um Suðurland í sumar. Sóknarfæri ferðaþjónustunnar er áhersluverkefni á vegum Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga og nýr samkeppnissjóður Sóknaráætlunar Suðurlands vegna COVID 19. Sjóðurinn hefur það hlutverk að styrkja verkefni starfandi ferðaþjónustufyrirtækja og fyrirtækja sem hafa aðal tekjur sínar af ferðamönnum og ferðaþjónustu. „Þetta er í rauninni þrískipt aðgerðaráætlun, þar að segja, við erum að styðja við markaðssókn landshlutans í heild sinni. Í samvinnu við Markaðsstofu Suðurlands þá erum við að fara af stað með kynningaherferð þar sem við erum að leggja áherslu á að Íslendingar heimsæki Suðurland í sumar. Við erum að fara af stað með sjóð, sem er núna í gangi þar sem við ætlum að styðja við ferðaþjónustufyrirtæki með beinum verkefnastyrkjum þannig að þau fái smá eldsneyti til að vinna í eigin markaðssókn, eða annarri vöruþróun eða fjárhagslegri endurskipulagningu í þeim tilvikum þar, sem það á við um,“ segir Þórður Freyr Sigurðsson, sviðstjóri Þróunarsviðs Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga. Þórður Freyr Sigurðsson, sviðstjóri Þróunarsviðs Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga.Einkasafn.Þórður segir að alls verða 65 milljónir í pottinum, sem ferðaþjónustufyrirtækin geta sótt um. Það sé þó ekki stór upphæð í stóra samhenginu miðað við vandamálið og aðgerðir ríkisins en þetta sé þó viðleitni sveitarfélaganna til að aðstoða ferðaþjónustuna á Suðurlandi. Hver verkefnastyrkur er að upphæð 500.000 krónur. Þá verða önnur úrræði í boði eins og aðgengi að sértækri fræðslu og sérfræðiþjónustu á vegum Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga. Umsóknarfrestur um þær 65 milljónir, sem eru í boði hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga er til klukkan 16:00 þriðjudaginn 12. maí næstkomandi.Samtök sunnlenskra sveitarfélaga.Þórður hvetur Íslendinga til að ferðast um Suðurland í sumar, nú sé upplagt tækifæri að skoða allt það áhugaverða, sem svæðið býður upp á. „Það er eina vonin, sem fyrirtæki hafa, það er í augnablikinu að Íslendingar verði duglegir að ferðast innanlands í sumar og nýti núna alla þá uppbyggingu og innviði sem hafa orðið til á undanförnum misserum, þannig að það ætti að vera mjög spennandi fyrir Íslendinga að njóta þess núna“. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Sjá meira
Stjórn Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) hefur samþykkt að veita ferðaþjónustufyrirtækjum á Suðurlandi 65 milljónir króna í verkefnastyrki vegna hruns í greininni. Starfsmaður samtakanna hvetur Íslendinga til að ferðast um Suðurland í sumar. Sóknarfæri ferðaþjónustunnar er áhersluverkefni á vegum Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga og nýr samkeppnissjóður Sóknaráætlunar Suðurlands vegna COVID 19. Sjóðurinn hefur það hlutverk að styrkja verkefni starfandi ferðaþjónustufyrirtækja og fyrirtækja sem hafa aðal tekjur sínar af ferðamönnum og ferðaþjónustu. „Þetta er í rauninni þrískipt aðgerðaráætlun, þar að segja, við erum að styðja við markaðssókn landshlutans í heild sinni. Í samvinnu við Markaðsstofu Suðurlands þá erum við að fara af stað með kynningaherferð þar sem við erum að leggja áherslu á að Íslendingar heimsæki Suðurland í sumar. Við erum að fara af stað með sjóð, sem er núna í gangi þar sem við ætlum að styðja við ferðaþjónustufyrirtæki með beinum verkefnastyrkjum þannig að þau fái smá eldsneyti til að vinna í eigin markaðssókn, eða annarri vöruþróun eða fjárhagslegri endurskipulagningu í þeim tilvikum þar, sem það á við um,“ segir Þórður Freyr Sigurðsson, sviðstjóri Þróunarsviðs Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga. Þórður Freyr Sigurðsson, sviðstjóri Þróunarsviðs Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga.Einkasafn.Þórður segir að alls verða 65 milljónir í pottinum, sem ferðaþjónustufyrirtækin geta sótt um. Það sé þó ekki stór upphæð í stóra samhenginu miðað við vandamálið og aðgerðir ríkisins en þetta sé þó viðleitni sveitarfélaganna til að aðstoða ferðaþjónustuna á Suðurlandi. Hver verkefnastyrkur er að upphæð 500.000 krónur. Þá verða önnur úrræði í boði eins og aðgengi að sértækri fræðslu og sérfræðiþjónustu á vegum Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga. Umsóknarfrestur um þær 65 milljónir, sem eru í boði hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga er til klukkan 16:00 þriðjudaginn 12. maí næstkomandi.Samtök sunnlenskra sveitarfélaga.Þórður hvetur Íslendinga til að ferðast um Suðurland í sumar, nú sé upplagt tækifæri að skoða allt það áhugaverða, sem svæðið býður upp á. „Það er eina vonin, sem fyrirtæki hafa, það er í augnablikinu að Íslendingar verði duglegir að ferðast innanlands í sumar og nýti núna alla þá uppbyggingu og innviði sem hafa orðið til á undanförnum misserum, þannig að það ætti að vera mjög spennandi fyrir Íslendinga að njóta þess núna“.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Sjá meira