Telja tengsl milli offitu og alvarlegra afleiðinga veirunnar Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. ágúst 2020 08:27 Vísindamenn við Háskólann í Norður-Karólínu leiddu rannsóknina. unc Offeitir eru 113 prósent líklegra til að þurfa spítalainnlögn vegna kórónuveirunnar, eru 74 prósent líklegri til að lenda á gjörgæslu og 48 prósent líklegri til að láta lífið vegna veirunnar. Þetta er meðal niðurstaðna rannsóknar á vegum Háskólans í Norður-Karólínu. Að henni stóðu sérfræðingar í veirufræðum sem fóru yfir fyrirliggjandi gögn og rannsóknir úr faraldrinum og var verkefnið að kanna hvort ofþyngd hafi áhrif á varnir líkamans gegn kórónuveirunni. Dæmi séu um að hormónabreytingar vegna þyngdaraukningar og hátt blóðsykursgildi geti dregið úr getu líkamans til að takast á við sýkingar, eins og inflúensu og lifrarbólgu. „Þessir þættir geta haft áhrif á efnaskipti ónæmisfruma, sem svo ræður því hvernig líkaminn tekst á við sýkla eins og SARS-CoV-2 kórónuveiruna,“ segir Melinda Beck, næringafræðiprófessor á vefsíðu háskólans. Beck hefur áður sýnt fram á að bólusetning við inflúensu virki verr á einstaklinga í ofþyngd. Því sé ekki loku fyrir það skotið að hið sama muni eiga við um bóluefnið gegn kórónuveirunnar. „Við erum hins vegar ekki að halda því fram að bóluefnið muni ekki virka á einstaklinga í ofþyngd. Aðeins að ofþyngd ætti að vera einn af þeim áhrifaþáttum sem teknir eru með í reikninginn við rannsóknir á bóluefnum,“ segir Beck. BMI-stuðull ekki gallalaus Niðurstöður rannsóknar Háskólans í Norður-Karólínu voru sem fyrr segir. Fólk sem var með hærri líkamsþyngdarstuðul (BMI) en 30, sem flokkast sem offita, var líklegra til að verða verr úti vegna veirunnar. Þó ber að hafa í huga að notkun líkamsþyngdarstuðuls til að skilgreina offitu hefur ýmsa galla. Sem dæmi má nefna að líkamsþyngdarstuðull tekur ekki tillit til líkamsbyggingar né hlutfalls vöðvamassa og fitu. Samkvæmt samnorrænni rannsókn sem framkvæmd var á árunum 2011 til 2014 eru næstum 60 prósent fullorðinna Íslendinga í yfirvigt, rúmlega 21 prósent eru taldir offeitir. Var það lang hæsta hlutfallið á Norðurlöndunum. Vísindamenn óttast að kórónuveiran og meðfylgjandi samkomuhöft hafi dregið úr getu einstaklinga til að stunda heilbrigðan lífsstíl. Fólk sé meira heima hjá sér, hreyfi sig minna og þá hefur líkamsræktarstöðvum víða verið lokað. Þær voru t.a.m. lokaðar á Íslandi í tvo mánuði í fyrri bylgjunni, frá lokum mars fram undir lok maí. Þá hafi fólk farið sjaldnar í matvöruverslanir og fyrir vikið birgt sig upp af matvælum með mikið geymsluþol, sem séu þó ekki endilega hollustu vörurnar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vísindi Mest lesið Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Erlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Sjá meira
Offeitir eru 113 prósent líklegra til að þurfa spítalainnlögn vegna kórónuveirunnar, eru 74 prósent líklegri til að lenda á gjörgæslu og 48 prósent líklegri til að láta lífið vegna veirunnar. Þetta er meðal niðurstaðna rannsóknar á vegum Háskólans í Norður-Karólínu. Að henni stóðu sérfræðingar í veirufræðum sem fóru yfir fyrirliggjandi gögn og rannsóknir úr faraldrinum og var verkefnið að kanna hvort ofþyngd hafi áhrif á varnir líkamans gegn kórónuveirunni. Dæmi séu um að hormónabreytingar vegna þyngdaraukningar og hátt blóðsykursgildi geti dregið úr getu líkamans til að takast á við sýkingar, eins og inflúensu og lifrarbólgu. „Þessir þættir geta haft áhrif á efnaskipti ónæmisfruma, sem svo ræður því hvernig líkaminn tekst á við sýkla eins og SARS-CoV-2 kórónuveiruna,“ segir Melinda Beck, næringafræðiprófessor á vefsíðu háskólans. Beck hefur áður sýnt fram á að bólusetning við inflúensu virki verr á einstaklinga í ofþyngd. Því sé ekki loku fyrir það skotið að hið sama muni eiga við um bóluefnið gegn kórónuveirunnar. „Við erum hins vegar ekki að halda því fram að bóluefnið muni ekki virka á einstaklinga í ofþyngd. Aðeins að ofþyngd ætti að vera einn af þeim áhrifaþáttum sem teknir eru með í reikninginn við rannsóknir á bóluefnum,“ segir Beck. BMI-stuðull ekki gallalaus Niðurstöður rannsóknar Háskólans í Norður-Karólínu voru sem fyrr segir. Fólk sem var með hærri líkamsþyngdarstuðul (BMI) en 30, sem flokkast sem offita, var líklegra til að verða verr úti vegna veirunnar. Þó ber að hafa í huga að notkun líkamsþyngdarstuðuls til að skilgreina offitu hefur ýmsa galla. Sem dæmi má nefna að líkamsþyngdarstuðull tekur ekki tillit til líkamsbyggingar né hlutfalls vöðvamassa og fitu. Samkvæmt samnorrænni rannsókn sem framkvæmd var á árunum 2011 til 2014 eru næstum 60 prósent fullorðinna Íslendinga í yfirvigt, rúmlega 21 prósent eru taldir offeitir. Var það lang hæsta hlutfallið á Norðurlöndunum. Vísindamenn óttast að kórónuveiran og meðfylgjandi samkomuhöft hafi dregið úr getu einstaklinga til að stunda heilbrigðan lífsstíl. Fólk sé meira heima hjá sér, hreyfi sig minna og þá hefur líkamsræktarstöðvum víða verið lokað. Þær voru t.a.m. lokaðar á Íslandi í tvo mánuði í fyrri bylgjunni, frá lokum mars fram undir lok maí. Þá hafi fólk farið sjaldnar í matvöruverslanir og fyrir vikið birgt sig upp af matvælum með mikið geymsluþol, sem séu þó ekki endilega hollustu vörurnar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vísindi Mest lesið Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Erlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Sjá meira