Eyþór segir Dag ekki geta skrifað neikvæða milljarða á Covid Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. ágúst 2020 16:32 Foto: Vilhelm Gunnarsson Sex mánaða árshlutauppgjör Reykjavíkurborgar var afgreitt í borgarráði í dag. Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðisflokks í borgarstjórn Reykjavíkur er afar gagnrýninn á rekstur borgarinnar. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sagði í tilkynningu á vef borgarinnar í dag að Reykjavíkurborg sæi nú skýr merki um heimsfaraldurinn í fjárhagsuppgjöri fyrstu sex mánaða. Rekstur borgarinnar var neikvæður um sem nemur 4,5 milljörðum á fyrri hluta ársins. „Reykjavíkurborg sér nú skýr merki um heimsfaraldurinn í fjárhagsuppgjöri fyrstu sex mánaða. Þyngst vegur tekjusamdráttur vegna atvinnuleysis og minni umsvifa í efnahagslífinu. Áberandi tekjufall er einnig hjá Strætó og Faxaflóahöfnum. Hins vegar hafa aukin útgjöld fylgt viðbrögðum við Covid-19. Rekstur málaflokka hefur að öðru leyti gengið vel. Niðurstöðurnar eru í ágætu samræmi við sviðsmyndir og spár fjármálasviðs borgarinnar frá því í vor og undirstrika að standa þarf með sveitarfélögum við núverandi aðstæður enda bera þau uppi lykil grunnþjónustu í samfélaginu,“ segir Dagur. Eyþór er gagnrýninn á útskýringar borgarstjóra. Segir enga viðleitni til hagræðingar „Ekki er hægt skrifa öll fjárhagsvandræði borgarinnar á heimsfaraldurinn eins og borgarstjóri gerir. Ríkið nýtti uppsveiflu síðustu ára til að greiða skuldir verulega niður, en á sama tíma hefur borgin aukið skuldir sínar um meira en milljarð á mánuði öll síðustu ár þrátt fyrir einstakt góðæri,“ segir Eyþór. Engin viðleitni hafi verið til að hagræða. „Kostnaður vex þrátt fyrir að við blasi mikill samdrátt ur í tekjum borgarinnar. Nauðsynlegt er að endurskoða fjárhagsáætlun borgarinnar miðað við þessa stöðu,“ segir Eyþór. Eyþór bendir á að útgjöld borgarinnar halda áfram að vaxa og skuldasöfnun hafi aukist um 33 milljarða á aðeins sex mánuðum. Launakostnaður hækki um 9 prósent á milli ára og heildarskuldir borgarinnar auk skuldbindinga samstæðu borgarinnar nemi nú 378 milljarða króna. Þá segir Eyþór að það veki athygli hvernig staða dótturfyrirtækjanna hefur versnað. „Afkoma OR versnar um -127% milli ára og fer úr hagnaði í tap. Afkoma SORPU versnar um -90% frá áætlun og rekstrarniðurstaða Félagsbústaða hf. versnar um -98% frá áætlun. Endurmat fasteigna Félagsbústaða hf. mun duga skammt til að bæta stöðuna,“ segir Eyþór. Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Fleiri fréttir „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið Sjá meira
Sex mánaða árshlutauppgjör Reykjavíkurborgar var afgreitt í borgarráði í dag. Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðisflokks í borgarstjórn Reykjavíkur er afar gagnrýninn á rekstur borgarinnar. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sagði í tilkynningu á vef borgarinnar í dag að Reykjavíkurborg sæi nú skýr merki um heimsfaraldurinn í fjárhagsuppgjöri fyrstu sex mánaða. Rekstur borgarinnar var neikvæður um sem nemur 4,5 milljörðum á fyrri hluta ársins. „Reykjavíkurborg sér nú skýr merki um heimsfaraldurinn í fjárhagsuppgjöri fyrstu sex mánaða. Þyngst vegur tekjusamdráttur vegna atvinnuleysis og minni umsvifa í efnahagslífinu. Áberandi tekjufall er einnig hjá Strætó og Faxaflóahöfnum. Hins vegar hafa aukin útgjöld fylgt viðbrögðum við Covid-19. Rekstur málaflokka hefur að öðru leyti gengið vel. Niðurstöðurnar eru í ágætu samræmi við sviðsmyndir og spár fjármálasviðs borgarinnar frá því í vor og undirstrika að standa þarf með sveitarfélögum við núverandi aðstæður enda bera þau uppi lykil grunnþjónustu í samfélaginu,“ segir Dagur. Eyþór er gagnrýninn á útskýringar borgarstjóra. Segir enga viðleitni til hagræðingar „Ekki er hægt skrifa öll fjárhagsvandræði borgarinnar á heimsfaraldurinn eins og borgarstjóri gerir. Ríkið nýtti uppsveiflu síðustu ára til að greiða skuldir verulega niður, en á sama tíma hefur borgin aukið skuldir sínar um meira en milljarð á mánuði öll síðustu ár þrátt fyrir einstakt góðæri,“ segir Eyþór. Engin viðleitni hafi verið til að hagræða. „Kostnaður vex þrátt fyrir að við blasi mikill samdrátt ur í tekjum borgarinnar. Nauðsynlegt er að endurskoða fjárhagsáætlun borgarinnar miðað við þessa stöðu,“ segir Eyþór. Eyþór bendir á að útgjöld borgarinnar halda áfram að vaxa og skuldasöfnun hafi aukist um 33 milljarða á aðeins sex mánuðum. Launakostnaður hækki um 9 prósent á milli ára og heildarskuldir borgarinnar auk skuldbindinga samstæðu borgarinnar nemi nú 378 milljarða króna. Þá segir Eyþór að það veki athygli hvernig staða dótturfyrirtækjanna hefur versnað. „Afkoma OR versnar um -127% milli ára og fer úr hagnaði í tap. Afkoma SORPU versnar um -90% frá áætlun og rekstrarniðurstaða Félagsbústaða hf. versnar um -98% frá áætlun. Endurmat fasteigna Félagsbústaða hf. mun duga skammt til að bæta stöðuna,“ segir Eyþór.
Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Fleiri fréttir „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið Sjá meira