Telja of mikla bjartsýni ríkja í Svörtuloftum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 27. ágúst 2020 17:53 Samtök atvinnulífsins telja að spá Seðlabankans sé of bjartsýn. Seðlabankinn gerir ráð fyrir sjö prósenta samdrætti í landsframleiðslu í ár og tíu prósenta atvinnuleysi í lok árs. Anna Hrefna Ingimundardóttir, forstöðumaður efnahagssviðs SA, segist velta fyrir sér hvort Seðlabankinn vanmeti mögulega áhrif sóttvarnaraðgerða á stærstu atvinnugrein landsins og bendir á að í könnun Gallup kemur fram að 38% fyrirtækja geri ráð fyrir að fækka starfsfólki á næsta hálfa ári. „Það er talað um skuggaatvinnuleysi í peningamálum sem tekur tillit til þeirra sem mælast utan vinnumarkaðar. Ef við bætum svo við þeim sem eru á hlutabótum þá er atvinnuleysið í raun nær 16 prósentum en því sem opinberar tölur gefa til kynna.“ Í ljósi þessa sé áhugavert að vita hvaða forsendur séu á bakvið spá bankans um atvinnuleysi í lok árs. Á fundi fjármála-og efnahagsnefndar Alþingis í morgun sagði seðlabankastjóri að honum hafi verið legið á hálsi á vormánuðum fyrir of mikla bjartsýni en sagði að gagnrýnendurnir hafi ekki áttað sig á umfangi mótvægisaðgerða hagstjórnaryfirvalda. Anna segir að allt bendi til þess að staðan á vinnumarkaði eigi eftir að versna með haustinu. „Svo veltir maður fyrir sér áhrifum einkaneyslu. Það var vissulega meiri bjartsýni eftir sumarið þegar það kom í ljós að Íslendingar voru að ferðast mun meira innanlands heldur en við áttum von á fyrir fram. Það er ólíklegt að þessi þróun geti haldið áfram í ljósi þess að það er líklegt að atvinnuhorfur geti orðið mun verri í haust. Svo teljum við að spá um fjárfestingu geti verið of bjartsýn.“ Mikil óvissa ríki í rekstrarumhverfi fyrirtækja og áhrifin gætu því verið enn verri en Seðlabankinn geri ráð fyrir. Anna segir að gagnlegt hefði verið að fá gögn um óvissubil og sviðsmyndagreiningu. Óvissa sé aldrei góð í rekstrarumhverfi fyrirtækja. Þeim mun meiri upplýsingar sem hægt sé að veita á hverjum tíma, því betra fyrir allt atvinnulífið, segir Anna. „Það hefði verið mjög gagnlegt að sjá sviðsmyndagreiningu frá Seðlabankanum því punktmat á þessum helstu undirliggjandi þáttum hagvaxtarspár gefa svo takmarkaðar upplýsingar um stöðuna þegar aðstæður eru líkt og nú. Það er í rauninni gríðarleg óvissa um hvern einasta þátt spárinnar.“ Anna kveðst gera sér grein fyrir að spá Seðlabankans byggi á bestu mögulegu upplýsingum á hverjum tíma og að það sé erfitt fyrir hagstjórnaryfirvöld að gefa skýr svör þegar óvissa ríki um framhaldið og margar af þeim breytum sem spárnar byggja á. „Þróunin er svo ör og það verður að bregðast skjótt við aðstæðum hverju sinni. Auðvitað hefur maður fullan skilning á því og það er ekkert hægt að krefjast þess að það ríki fullkominn fyrirsjáanleiki um allt en við þurfum að róa öll í sömu átt og að sama markmiði. Þeim mun meiri upplýsingar sem hægt er að veita á hverjum tíma, því betra fyrir allt atvinnulífið.“ Seðlabankinn Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Stýrivextir haldast óbreyttir Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 1%. 26. ágúst 2020 09:05 Engin lausn að skapa neyð hjá atvinnulausum í kreppu Þingmaður Samfylkingarinnar vill hækka atvinnuleysisbætur á tímum faraldurs og efnahagsþrenginga. Það sé mikill munur á atvinnuleysi í góðæri og atvinnuleysi í kreppu. 27. ágúst 2020 13:40 Mest lesið Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Samtök atvinnulífsins telja að spá Seðlabankans sé of bjartsýn. Seðlabankinn gerir ráð fyrir sjö prósenta samdrætti í landsframleiðslu í ár og tíu prósenta atvinnuleysi í lok árs. Anna Hrefna Ingimundardóttir, forstöðumaður efnahagssviðs SA, segist velta fyrir sér hvort Seðlabankinn vanmeti mögulega áhrif sóttvarnaraðgerða á stærstu atvinnugrein landsins og bendir á að í könnun Gallup kemur fram að 38% fyrirtækja geri ráð fyrir að fækka starfsfólki á næsta hálfa ári. „Það er talað um skuggaatvinnuleysi í peningamálum sem tekur tillit til þeirra sem mælast utan vinnumarkaðar. Ef við bætum svo við þeim sem eru á hlutabótum þá er atvinnuleysið í raun nær 16 prósentum en því sem opinberar tölur gefa til kynna.“ Í ljósi þessa sé áhugavert að vita hvaða forsendur séu á bakvið spá bankans um atvinnuleysi í lok árs. Á fundi fjármála-og efnahagsnefndar Alþingis í morgun sagði seðlabankastjóri að honum hafi verið legið á hálsi á vormánuðum fyrir of mikla bjartsýni en sagði að gagnrýnendurnir hafi ekki áttað sig á umfangi mótvægisaðgerða hagstjórnaryfirvalda. Anna segir að allt bendi til þess að staðan á vinnumarkaði eigi eftir að versna með haustinu. „Svo veltir maður fyrir sér áhrifum einkaneyslu. Það var vissulega meiri bjartsýni eftir sumarið þegar það kom í ljós að Íslendingar voru að ferðast mun meira innanlands heldur en við áttum von á fyrir fram. Það er ólíklegt að þessi þróun geti haldið áfram í ljósi þess að það er líklegt að atvinnuhorfur geti orðið mun verri í haust. Svo teljum við að spá um fjárfestingu geti verið of bjartsýn.“ Mikil óvissa ríki í rekstrarumhverfi fyrirtækja og áhrifin gætu því verið enn verri en Seðlabankinn geri ráð fyrir. Anna segir að gagnlegt hefði verið að fá gögn um óvissubil og sviðsmyndagreiningu. Óvissa sé aldrei góð í rekstrarumhverfi fyrirtækja. Þeim mun meiri upplýsingar sem hægt sé að veita á hverjum tíma, því betra fyrir allt atvinnulífið, segir Anna. „Það hefði verið mjög gagnlegt að sjá sviðsmyndagreiningu frá Seðlabankanum því punktmat á þessum helstu undirliggjandi þáttum hagvaxtarspár gefa svo takmarkaðar upplýsingar um stöðuna þegar aðstæður eru líkt og nú. Það er í rauninni gríðarleg óvissa um hvern einasta þátt spárinnar.“ Anna kveðst gera sér grein fyrir að spá Seðlabankans byggi á bestu mögulegu upplýsingum á hverjum tíma og að það sé erfitt fyrir hagstjórnaryfirvöld að gefa skýr svör þegar óvissa ríki um framhaldið og margar af þeim breytum sem spárnar byggja á. „Þróunin er svo ör og það verður að bregðast skjótt við aðstæðum hverju sinni. Auðvitað hefur maður fullan skilning á því og það er ekkert hægt að krefjast þess að það ríki fullkominn fyrirsjáanleiki um allt en við þurfum að róa öll í sömu átt og að sama markmiði. Þeim mun meiri upplýsingar sem hægt er að veita á hverjum tíma, því betra fyrir allt atvinnulífið.“
Seðlabankinn Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Stýrivextir haldast óbreyttir Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 1%. 26. ágúst 2020 09:05 Engin lausn að skapa neyð hjá atvinnulausum í kreppu Þingmaður Samfylkingarinnar vill hækka atvinnuleysisbætur á tímum faraldurs og efnahagsþrenginga. Það sé mikill munur á atvinnuleysi í góðæri og atvinnuleysi í kreppu. 27. ágúst 2020 13:40 Mest lesið Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Stýrivextir haldast óbreyttir Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 1%. 26. ágúst 2020 09:05
Engin lausn að skapa neyð hjá atvinnulausum í kreppu Þingmaður Samfylkingarinnar vill hækka atvinnuleysisbætur á tímum faraldurs og efnahagsþrenginga. Það sé mikill munur á atvinnuleysi í góðæri og atvinnuleysi í kreppu. 27. ágúst 2020 13:40