Fótbolti

Sjónin byrjuð að stríða einum vin­sælasta þáttar­stjórnandanum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Gary Lineker er vinsæll sjónvarpsmaður.
Gary Lineker er vinsæll sjónvarpsmaður. vísir/getty

Einn vinsælasti íþróttaþáttarstjórnandi Englands, Gary Lineker, segir að sjónin hans sé orðin svo slæm að hann sjái ekki minnispunktana sína fyrir þættina.

Gary stýrir Match of the Day, einum vinsælasta stjónvarpsþættinum á Englandi, hjá breska ríkissjónvarpinu en einnig hefur hann verið að stýra Meistaradeildarumfjöllun hjá BT Sport.

„Fyrir það fyrsta setti ég gleraugun á mig þegar ég las nýjar fréttir eða eitthvað í þeim dúr,“ sagði Lineker í samtali við hlaðvarpið Hawksbee og Jacobs Daily.

„Svo kom þetta að þeim tímapunkti að sama hversu stórir minnispunktarnir voru þá gat ég ekki séð þá. Þegar ég kíkti niður þá gat ég ekki lesið þá. Ég hugsaði bara: Nú þarf ég að setja gleruaugun upp.“

Lineker hefur verið stjórnandi Match of The day í um tuttugu ár en hann tók við af Des Lynam.

Hann hefur einnig verið stjórnandi hjá BBC Golf á mótum eins og The Masters og Opna breska.

„Ef ég héldi lestrargleraugunum á, þá yrðu hinir spekingarnir óskýrir. Í fyrradag þá var ég að leita að gleraugunum mínum út um allt en svo eftir fimm mínútur þá fattaði ég að ég hafði þau á mér.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×