Svo gott sem hættir að verja Amasonfrumskóginn Samúel Karl Ólason skrifar 28. ágúst 2020 11:37 Hér má sjá svæði þar sem bændur brenndu frumskóginn til að nota landið undir ræktun nautgripa. AP/Andre Penner Yfirvöld Í Brasilíu virðast alfarið hætt að gera tilraunir til að vernda Amasonfrumskógarins gagnvart eldum, ólöglegu skógarhöggi, landbúnaði og annarri starfsemi. Þess í stað hefur Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, gert her landsins að byggja vegi og brýr með því markmiði að hægt verði að nýta frumskóginn enn frekar. Frá því í maí, þegar alþjóðasamfélagið kallaði eftir aðgerðum í kjölfar gríðarstórra skógarelda, sendi Bolsonaro herinn á vettvang. Herinn hefur hins vegar ekki gert eina tilraun til að koma í veg fyrir ólöglegar brennur eða skógarhögg, samkvæmt rannsókn AP fréttaveitunnar. Blaðamenn AP komust einnig að því að sektum fyrir brot á umhverfisverndarlögum hefur fækkað um næstum því helming á fjórum árum og að Geimvísindastofnun Brasilíu sé hætt að notast við gervihnetti til að finna ólöglega starfsemi en þeirri aðferð var ítrekað beitt áður fyrr. Sjá einnig: Segir tölur eigin ríkisstjórnar um skógarelda vera lygar Eyðing Amasonfrumskógarins err nú áætluð um 17 prósent af hámarki hans og hefur hún aukist ár frá ári. Um tíu þúsund ferkílómetrar voru ruddir í fyrra, sem var þriðjungi meira en árið áður. Bolsonaro hefur verið kennt um það og er hann sagður hafa gefið ólöglegu skógarhöggi, búgarðseigendum og bröskurum lausan tauminn. Vísindamenn óttast að frumskógurinn sé nálægt því að tapa svo mörgum trjám að hann geti ekki skapað nægilega rigningu til að viðhalda sjálfum sér. Amasonfrumskógurinn er miklvægur til þess að draga úr áhrifum loftlagsbreytinga af mannavöldum sökum þess hve miklu magni af kolefni skógurinn gleypir í sig. Hætti frumskógurinn að geta viðhaldið sjálfum sér mun mikill meirihluti hans að endingu breytast í hitabeltisgresju. Áætlað er að ef núverandi þróun haldi áfram, verði ekki aftur snúið eftir fimmtán til 30 ár. Jair Bolsonaro hefur auki eyðingu Amasonfrumskógarins verulega.AP/Eraldo Peres Á árunum 2003 til 2011 þróaði ríkisstjórn Luiz Inácio Lula da Silva, þáverandi forseta, sérstaka stofnun, IBAMA, til að hægja á eyðingu Amasonfrumskógarins. Nánast allir eftirlitsaðilar sögðu það virka vel. Aðrar ríkisstjórnir, eins og ríkisstjórn Dilma Rousseff, sem tók við völdum 2012, hafa svo grafið undan IBAMA og gert eyðingu skógarins auðveldari. Michel Temer, næsti forseti, og Bolsonaro eru svo sagðir hafa haldið þeirri þróun áfram. Einu sinni störfuðu 1.300 menn hjá IBAMA. Þeir fóru um Amasonfrumskóginn og stöðvuðu ólöglega eyðingu hans. Síðasta áhlaup stofnunarinnar átti sér stað í apríl. Þá var ólögleg námustarfsemi stöðvuð. Í kjölfar þess voru tveir yfirmenn aðgerðarinnar þó reknir af umhverfisráðuneyti Brasilíu. Ástæðan sem gefin var upp var „pólitísk hlutdrægni“ þeirra. Bolsonaro hefur nú sett alla starfsmenn IBAMA undir stjórn hersins. Brasilía Umhverfismál Loftslagsmál Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Fleiri fréttir Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Sjá meira
Yfirvöld Í Brasilíu virðast alfarið hætt að gera tilraunir til að vernda Amasonfrumskógarins gagnvart eldum, ólöglegu skógarhöggi, landbúnaði og annarri starfsemi. Þess í stað hefur Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, gert her landsins að byggja vegi og brýr með því markmiði að hægt verði að nýta frumskóginn enn frekar. Frá því í maí, þegar alþjóðasamfélagið kallaði eftir aðgerðum í kjölfar gríðarstórra skógarelda, sendi Bolsonaro herinn á vettvang. Herinn hefur hins vegar ekki gert eina tilraun til að koma í veg fyrir ólöglegar brennur eða skógarhögg, samkvæmt rannsókn AP fréttaveitunnar. Blaðamenn AP komust einnig að því að sektum fyrir brot á umhverfisverndarlögum hefur fækkað um næstum því helming á fjórum árum og að Geimvísindastofnun Brasilíu sé hætt að notast við gervihnetti til að finna ólöglega starfsemi en þeirri aðferð var ítrekað beitt áður fyrr. Sjá einnig: Segir tölur eigin ríkisstjórnar um skógarelda vera lygar Eyðing Amasonfrumskógarins err nú áætluð um 17 prósent af hámarki hans og hefur hún aukist ár frá ári. Um tíu þúsund ferkílómetrar voru ruddir í fyrra, sem var þriðjungi meira en árið áður. Bolsonaro hefur verið kennt um það og er hann sagður hafa gefið ólöglegu skógarhöggi, búgarðseigendum og bröskurum lausan tauminn. Vísindamenn óttast að frumskógurinn sé nálægt því að tapa svo mörgum trjám að hann geti ekki skapað nægilega rigningu til að viðhalda sjálfum sér. Amasonfrumskógurinn er miklvægur til þess að draga úr áhrifum loftlagsbreytinga af mannavöldum sökum þess hve miklu magni af kolefni skógurinn gleypir í sig. Hætti frumskógurinn að geta viðhaldið sjálfum sér mun mikill meirihluti hans að endingu breytast í hitabeltisgresju. Áætlað er að ef núverandi þróun haldi áfram, verði ekki aftur snúið eftir fimmtán til 30 ár. Jair Bolsonaro hefur auki eyðingu Amasonfrumskógarins verulega.AP/Eraldo Peres Á árunum 2003 til 2011 þróaði ríkisstjórn Luiz Inácio Lula da Silva, þáverandi forseta, sérstaka stofnun, IBAMA, til að hægja á eyðingu Amasonfrumskógarins. Nánast allir eftirlitsaðilar sögðu það virka vel. Aðrar ríkisstjórnir, eins og ríkisstjórn Dilma Rousseff, sem tók við völdum 2012, hafa svo grafið undan IBAMA og gert eyðingu skógarins auðveldari. Michel Temer, næsti forseti, og Bolsonaro eru svo sagðir hafa haldið þeirri þróun áfram. Einu sinni störfuðu 1.300 menn hjá IBAMA. Þeir fóru um Amasonfrumskóginn og stöðvuðu ólöglega eyðingu hans. Síðasta áhlaup stofnunarinnar átti sér stað í apríl. Þá var ólögleg námustarfsemi stöðvuð. Í kjölfar þess voru tveir yfirmenn aðgerðarinnar þó reknir af umhverfisráðuneyti Brasilíu. Ástæðan sem gefin var upp var „pólitísk hlutdrægni“ þeirra. Bolsonaro hefur nú sett alla starfsmenn IBAMA undir stjórn hersins.
Brasilía Umhverfismál Loftslagsmál Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Fleiri fréttir Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Sjá meira