Eykt með lægsta tilboð í uppsteypu nýs þjóðarsjúkrahúss Sylvía Hall skrifar 28. ágúst 2020 13:54 Stefnt er að því að uppsteypun hefjist í nóvember. Aðsend Verktakafyrirtækið Eykt átti lægsta tilboðið í uppsteypu á nýju þjóðarsjúkrahúsi við Hringbraut, en verkið var boðið út fyrr á þessu ári. Alls höfðu fimm fyrirtæki verið metin hæf til að bjóða í framkvæmdina en fjögur tilboð bárust. Stefnt er að því að spítalinn verði tekinn í notkun árið 2026. Fyrirtækin sem höfðu verið metin hæf voru Eykt, Íslenskir aðalverktakar, Ístak, Rizzandi De Eccher/Þingvangur og ÞG verktakar. ÞG verktakar skiluðu ekki inn tilboði. Kostnaðaráætlun verksins var metin rúmlega 10,5 milljarðar en lægsta tilboðið hljóðaði upp á 8.687.513.317 krónur, sem nemur um 82,67 prósentum af áætluðum kostnaði. Næst lægsta tilboðið kom frá Rizzani De Eccher/Þingvangi og hljóðaði það upp á 8,7 milljarða. Eitt tilboð var yfir kostnaðaráætlun frá Íslenskum aðalverktökum. Tilboð bárust frá eftirtöldum fyrirtækjum: Eykt 8.687.513.317 kr. (82,67%) Íslenskir aðalverktakar 12.391.331.160 kr. (117,92%) Ístak 10.372.866.483 kr. (98,71%) Rizzani De Eccher S.P.A. og Þingvangur. 8.728.083.840 kr. (83,06%) Áætlað er að húsið verði um 70 þúsund fermetrar. Aðsend 70 þúsund fermetrar Stefnt er að því að uppsteypun hefjist á þessu ári en haft er eftir Gunnari Svavarssyni framkvæmdastjóra NLSH ofh. í tilkynningu að þetta sé stærsti áfangi verkefnisins til þessa. Jarðvegsframkvæmdir hafi gengið vel en nú hefjist nýr kafli. „Áætlanir okkar eru þær að uppsteypan geti hafist þegar í nóvember þegar búið verður að ganga frá samningum um framkvæmdina. Framkvæmdatími verksins er um þrjú ár. Þessu verki hefur fylgt jákvæður hugur og við vonumst eftir þvi að þessi stóra framkvæmd muni ganga vel og stefnt er að að nýr spítali verði tekinn í notkun 2026,“ segir Gunnar, en áætlað er að húsið verði um 70 þúsund fermetrar. Meðferðarkjarninn mun vera stærsta byggingin í Hringbrautarverkefninu, en þar mun þungamiðja starfsemi Landspítalans verða. Kröfurnar sem gerðar hafa verið um aðbúnað í meðferðarkjarnanum séu sambærilegar þeim sem gerðar eru í nýjum háskólasjúkrahúsum í nágrannalöndum okkar. Starfsmenn Landspítalans koma að hönnunarferli hússins en aðalhönnuðir eru Corpus hópurinn. Tvö opin útboð eru nú í auglýsingu hjá Ríkiskaupum og eru bæði vegna vinnubúðasvæðisins. Annað snýst um jarðvinnu og veitnagerð á svæðinu og hitt um vinnubúðirnar sjálfar og kaup á gámum. Tilboðsfrestur er til 3. september næstkomandi. Skipulag Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Eldmóðurinn slokknar ekki þótt kertin séu orðin sjötíu Framúrskarandi fyrirtæki Fleiri fréttir Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sjá meira
Verktakafyrirtækið Eykt átti lægsta tilboðið í uppsteypu á nýju þjóðarsjúkrahúsi við Hringbraut, en verkið var boðið út fyrr á þessu ári. Alls höfðu fimm fyrirtæki verið metin hæf til að bjóða í framkvæmdina en fjögur tilboð bárust. Stefnt er að því að spítalinn verði tekinn í notkun árið 2026. Fyrirtækin sem höfðu verið metin hæf voru Eykt, Íslenskir aðalverktakar, Ístak, Rizzandi De Eccher/Þingvangur og ÞG verktakar. ÞG verktakar skiluðu ekki inn tilboði. Kostnaðaráætlun verksins var metin rúmlega 10,5 milljarðar en lægsta tilboðið hljóðaði upp á 8.687.513.317 krónur, sem nemur um 82,67 prósentum af áætluðum kostnaði. Næst lægsta tilboðið kom frá Rizzani De Eccher/Þingvangi og hljóðaði það upp á 8,7 milljarða. Eitt tilboð var yfir kostnaðaráætlun frá Íslenskum aðalverktökum. Tilboð bárust frá eftirtöldum fyrirtækjum: Eykt 8.687.513.317 kr. (82,67%) Íslenskir aðalverktakar 12.391.331.160 kr. (117,92%) Ístak 10.372.866.483 kr. (98,71%) Rizzani De Eccher S.P.A. og Þingvangur. 8.728.083.840 kr. (83,06%) Áætlað er að húsið verði um 70 þúsund fermetrar. Aðsend 70 þúsund fermetrar Stefnt er að því að uppsteypun hefjist á þessu ári en haft er eftir Gunnari Svavarssyni framkvæmdastjóra NLSH ofh. í tilkynningu að þetta sé stærsti áfangi verkefnisins til þessa. Jarðvegsframkvæmdir hafi gengið vel en nú hefjist nýr kafli. „Áætlanir okkar eru þær að uppsteypan geti hafist þegar í nóvember þegar búið verður að ganga frá samningum um framkvæmdina. Framkvæmdatími verksins er um þrjú ár. Þessu verki hefur fylgt jákvæður hugur og við vonumst eftir þvi að þessi stóra framkvæmd muni ganga vel og stefnt er að að nýr spítali verði tekinn í notkun 2026,“ segir Gunnar, en áætlað er að húsið verði um 70 þúsund fermetrar. Meðferðarkjarninn mun vera stærsta byggingin í Hringbrautarverkefninu, en þar mun þungamiðja starfsemi Landspítalans verða. Kröfurnar sem gerðar hafa verið um aðbúnað í meðferðarkjarnanum séu sambærilegar þeim sem gerðar eru í nýjum háskólasjúkrahúsum í nágrannalöndum okkar. Starfsmenn Landspítalans koma að hönnunarferli hússins en aðalhönnuðir eru Corpus hópurinn. Tvö opin útboð eru nú í auglýsingu hjá Ríkiskaupum og eru bæði vegna vinnubúðasvæðisins. Annað snýst um jarðvinnu og veitnagerð á svæðinu og hitt um vinnubúðirnar sjálfar og kaup á gámum. Tilboðsfrestur er til 3. september næstkomandi.
Skipulag Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Eldmóðurinn slokknar ekki þótt kertin séu orðin sjötíu Framúrskarandi fyrirtæki Fleiri fréttir Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sjá meira