Álfarnir á Húsavík fóðraðir með smákökum og bjór Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. ágúst 2020 20:45 Álfahúsið góða. Þeir sem heimsótt hafa Húsavík í sumar vegna Eurovision-myndar Will Ferrel hafa meðal annars tekið upp á því að fóðra „álfana“ sem léku hlutverk í myndinni með smákökum og bjór. Þetta segir Örlygur Hnefill Örlygsson, hóteleigandi á Húsavík, sem ræddi sumarið og þau áhrif sem myndin hefur haft á Húsavík í Reykjavík síðdegis í dag. „Við fórum inn í sumar sem að vissum ekkert hvernig yrði. En við fundum það strax eftir að myndin kom út að fólk fór að gera sér ferð til Húsavíkur sérstaklega út af myndinni,“ sagði Örlygur Hnefill. Líkt og kunnugt er leikur Húsavík stórt hlutverk í myndinni og hafa bæði Íslendingar og þeir erlendir ferðamenn sem komið hafa hingað til lands í sumar streymt í bæinn, fyrst Íslendingarnir, svo erlendu ferðamennirnir. Örlygur Hnefill Örlygsson og Leonardo Piccione, báðir miklir Eurovision aðdáendur og veitingamenn á Jaja Ding Dong HúsavíkAðsend „Svo seinni part sumars þegar var farið af sjást meira af erlendu ferðafólki urðum við svolítið vör við það. Við urðum svolítið vör við það að fólk sem var komið til Íslands, ætlaði kannski ekki á Húsavík en hafði séð myndina og lagði leið sína sérstaklega norður út af henni,“ sagði Örlygur Hnefill. Ferðamennirnir séu mikið í því að mynda þá staði sem sjást í myndinni og þar á meðal álfahús sem Örlygur Hnefill og félagar byggðu eftir fyrirmyndinni sem bregður fyrir í myndinni sjálfri. „Það er búið að vera gríðarlegur straumur að húsinu í sumar. Og fólk er að skilja eftir, leikföng hafa verið skilinn eftir, smákökur líka og í tvo skipti bjór,“ sagði Örlygur Hnefill sem tók eftir bjórnum eitt kvöldið. Hugsaði hann þá með sér að hann myndi sækja bjórinn daginn eftir, en þá var búið að drekka hann. „Hvort það voru álfarnir eða einhver annar það verður að koma í ljós seinna.“ Hlusta má á viðtalið hér fyrir neðan. Ferðamennska á Íslandi Eurovision-mynd Will Ferrell Norðurþing Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Bakvið tjöldin við tökur á Eurovision-myndinni Kvikmyndin Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga kom út í lok júní en í henni fara stórleikarnir Wil Ferrell, Rachel McAdams og Pierce Brosnan með aðalhlutverkin. 10. ágúst 2020 13:30 Segir aðdáendur Eurovision vilja heimsækja Húsavík næstu árin Húsvíkingar nýta sér nú nýorðna frægð bæjarins vegna Eurovision-myndar Wills Ferrell. Búið er að opna Jaja Ding Dong bar, setja upp álfabyggð og Eurovision-safn er í bígerð. 28. júlí 2020 23:23 Gefa út íslenska útgáfu af laginu Húsavík „Signý Gunnarsdóttir samdi íslenskan texta við Husavik - My Hometown og skoraði á okkur Ödda í hljómsveitinni Kókos að taka lagið. Við að sjálfsögðu tókum áskoruninni og smelltum í smá gigg.“ 21. júlí 2020 14:31 Netflix gefur út tíu klukkustunda útgáfu af Jaja Ding Dong Lagið Jaja Ding Dong hefur vakið heimsathygli frá því að það kom fyrst út í kvikmynd Will Ferrells, Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga, var frumsýnd á streymisveitunni Netflix í júní. 17. júlí 2020 15:29 Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Eldur í ökutæki í Bríetartúni Innlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Fleiri fréttir Eldur í ökutæki í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Sjá meira
Þeir sem heimsótt hafa Húsavík í sumar vegna Eurovision-myndar Will Ferrel hafa meðal annars tekið upp á því að fóðra „álfana“ sem léku hlutverk í myndinni með smákökum og bjór. Þetta segir Örlygur Hnefill Örlygsson, hóteleigandi á Húsavík, sem ræddi sumarið og þau áhrif sem myndin hefur haft á Húsavík í Reykjavík síðdegis í dag. „Við fórum inn í sumar sem að vissum ekkert hvernig yrði. En við fundum það strax eftir að myndin kom út að fólk fór að gera sér ferð til Húsavíkur sérstaklega út af myndinni,“ sagði Örlygur Hnefill. Líkt og kunnugt er leikur Húsavík stórt hlutverk í myndinni og hafa bæði Íslendingar og þeir erlendir ferðamenn sem komið hafa hingað til lands í sumar streymt í bæinn, fyrst Íslendingarnir, svo erlendu ferðamennirnir. Örlygur Hnefill Örlygsson og Leonardo Piccione, báðir miklir Eurovision aðdáendur og veitingamenn á Jaja Ding Dong HúsavíkAðsend „Svo seinni part sumars þegar var farið af sjást meira af erlendu ferðafólki urðum við svolítið vör við það. Við urðum svolítið vör við það að fólk sem var komið til Íslands, ætlaði kannski ekki á Húsavík en hafði séð myndina og lagði leið sína sérstaklega norður út af henni,“ sagði Örlygur Hnefill. Ferðamennirnir séu mikið í því að mynda þá staði sem sjást í myndinni og þar á meðal álfahús sem Örlygur Hnefill og félagar byggðu eftir fyrirmyndinni sem bregður fyrir í myndinni sjálfri. „Það er búið að vera gríðarlegur straumur að húsinu í sumar. Og fólk er að skilja eftir, leikföng hafa verið skilinn eftir, smákökur líka og í tvo skipti bjór,“ sagði Örlygur Hnefill sem tók eftir bjórnum eitt kvöldið. Hugsaði hann þá með sér að hann myndi sækja bjórinn daginn eftir, en þá var búið að drekka hann. „Hvort það voru álfarnir eða einhver annar það verður að koma í ljós seinna.“ Hlusta má á viðtalið hér fyrir neðan.
Ferðamennska á Íslandi Eurovision-mynd Will Ferrell Norðurþing Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Bakvið tjöldin við tökur á Eurovision-myndinni Kvikmyndin Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga kom út í lok júní en í henni fara stórleikarnir Wil Ferrell, Rachel McAdams og Pierce Brosnan með aðalhlutverkin. 10. ágúst 2020 13:30 Segir aðdáendur Eurovision vilja heimsækja Húsavík næstu árin Húsvíkingar nýta sér nú nýorðna frægð bæjarins vegna Eurovision-myndar Wills Ferrell. Búið er að opna Jaja Ding Dong bar, setja upp álfabyggð og Eurovision-safn er í bígerð. 28. júlí 2020 23:23 Gefa út íslenska útgáfu af laginu Húsavík „Signý Gunnarsdóttir samdi íslenskan texta við Husavik - My Hometown og skoraði á okkur Ödda í hljómsveitinni Kókos að taka lagið. Við að sjálfsögðu tókum áskoruninni og smelltum í smá gigg.“ 21. júlí 2020 14:31 Netflix gefur út tíu klukkustunda útgáfu af Jaja Ding Dong Lagið Jaja Ding Dong hefur vakið heimsathygli frá því að það kom fyrst út í kvikmynd Will Ferrells, Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga, var frumsýnd á streymisveitunni Netflix í júní. 17. júlí 2020 15:29 Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Eldur í ökutæki í Bríetartúni Innlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Fleiri fréttir Eldur í ökutæki í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Sjá meira
Bakvið tjöldin við tökur á Eurovision-myndinni Kvikmyndin Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga kom út í lok júní en í henni fara stórleikarnir Wil Ferrell, Rachel McAdams og Pierce Brosnan með aðalhlutverkin. 10. ágúst 2020 13:30
Segir aðdáendur Eurovision vilja heimsækja Húsavík næstu árin Húsvíkingar nýta sér nú nýorðna frægð bæjarins vegna Eurovision-myndar Wills Ferrell. Búið er að opna Jaja Ding Dong bar, setja upp álfabyggð og Eurovision-safn er í bígerð. 28. júlí 2020 23:23
Gefa út íslenska útgáfu af laginu Húsavík „Signý Gunnarsdóttir samdi íslenskan texta við Husavik - My Hometown og skoraði á okkur Ödda í hljómsveitinni Kókos að taka lagið. Við að sjálfsögðu tókum áskoruninni og smelltum í smá gigg.“ 21. júlí 2020 14:31
Netflix gefur út tíu klukkustunda útgáfu af Jaja Ding Dong Lagið Jaja Ding Dong hefur vakið heimsathygli frá því að það kom fyrst út í kvikmynd Will Ferrells, Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga, var frumsýnd á streymisveitunni Netflix í júní. 17. júlí 2020 15:29