Möguleikar á milljarðastyrkjum til íslenskra fyrirtækja Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. ágúst 2020 10:57 Evrópusambandið leitar nú sérstaklega eftir grænum lausnum, og býður háa styrki. Getty/Ashley Cooper Anna Margrét Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri Evris, segir að mikilvægt sé að íslensk fyrirtæki og stofnanir sem stundi nýsköpun átti sig á möguleikunum að sækja um styrki úr nýsköpunarsjóðum frá Evrópusambandinu, en einnig frá Bretlandi og Bandaríkjunum. Eftir töluverðu sé að slægjast þar á bæ. Evris sérhæfir sig í að tengja saman íslensk nýsköpunarfyrirtæki og erlend og afla þeim styrkja í Evrópu en líka í Bandaríkjunum og Bretlandi, en Anna Margrét ræddi starfsemi fyrirtækisins og hvernig nýsköpun geti stuðlað að því að efla hagkerfið í þeirri kreppu sem nú stendur yfir, á Sprengisandi á Bylgjunni í dag. „Á þeim þremur árum sem við höfum unnið saman, fjórum tæplega, þá hafa komið um það bil 23 milljónir evra inn í íslenska nýsköpun úr evrópskum styrkjum. Þetta eru um fjórir milljarðar íslenskra króna,“ sagði Anna en fyrirtækið er í samstarfi við erlenda fyrirtækið Inspiralia. Vakti hún til að mynda athygli á sérstakri áherslu Evrópusambandsins á grænum lausnum, en til stendur að kalla eftir umsóknum í gríðarstóran pott til að styrkja fyrirtæki og stofnanir í nýsköpun í grænum lausnum. „Það verður settur einn milljarða evra bara í þennann pott sem verður auglýstur með „deadline“ í janúar. Það eru 160 milljarðar íslenskra króna. Íslensk fyrirtæki með góðar grænar lausnir eiga fullt erindi þangað inn og íslenskar opinberar stofnanir sem eru að þróa grænar lausnir, hugsanlega með íslenskum fyrirtækjum,“ sagði Anna Margrét. „Þetta er eitt dæmi um þá fjármuni sem eru í boði og við höfum aðgang að. Í Bretlandi er það svipuð upphæð. Nú þegar Bretar gengu úr Evrópusambandi ákvaðu þeir að setja aukið fjármagn í sína sjóði, sína nýsköpunarsjóði. Þetta er um 800 milljón sterlingspund sem á að setja í þann sjóð núna. Íslensk fyrirtæki með útibú í Bretlandi geta sótt um,“ sagði Anna Margrét og bætti við að lítið mál væri að opna útibú í Bretlandi til þess að einblína á vöruþróun. Benti hún á að fyrirtæki á borð við Keresis, Orf Líftækni, Saga Natura, Curio og Carbon Recyling hafi á undanförnum árum öll notið góðs af styrkjum á borð við þá sem voru til umræðu í þættinum. Um enga platpeninga væri að ræða og það munaði um minna í núverandi árferði. „Þetta er spurning um hvernig forstjórar eða stjórnendur íslenskra fyrirtækja vilja hugsa sig í gegnum þennan skafl sem við erum að fara í gegnum,“ sagði Anna Margrét ennfremur. „Við segjum hikstalaust, skoðið þið þessar leiðir.“ Nýsköpun Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sprengisandur Mest lesið Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Sjá meira
Anna Margrét Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri Evris, segir að mikilvægt sé að íslensk fyrirtæki og stofnanir sem stundi nýsköpun átti sig á möguleikunum að sækja um styrki úr nýsköpunarsjóðum frá Evrópusambandinu, en einnig frá Bretlandi og Bandaríkjunum. Eftir töluverðu sé að slægjast þar á bæ. Evris sérhæfir sig í að tengja saman íslensk nýsköpunarfyrirtæki og erlend og afla þeim styrkja í Evrópu en líka í Bandaríkjunum og Bretlandi, en Anna Margrét ræddi starfsemi fyrirtækisins og hvernig nýsköpun geti stuðlað að því að efla hagkerfið í þeirri kreppu sem nú stendur yfir, á Sprengisandi á Bylgjunni í dag. „Á þeim þremur árum sem við höfum unnið saman, fjórum tæplega, þá hafa komið um það bil 23 milljónir evra inn í íslenska nýsköpun úr evrópskum styrkjum. Þetta eru um fjórir milljarðar íslenskra króna,“ sagði Anna en fyrirtækið er í samstarfi við erlenda fyrirtækið Inspiralia. Vakti hún til að mynda athygli á sérstakri áherslu Evrópusambandsins á grænum lausnum, en til stendur að kalla eftir umsóknum í gríðarstóran pott til að styrkja fyrirtæki og stofnanir í nýsköpun í grænum lausnum. „Það verður settur einn milljarða evra bara í þennann pott sem verður auglýstur með „deadline“ í janúar. Það eru 160 milljarðar íslenskra króna. Íslensk fyrirtæki með góðar grænar lausnir eiga fullt erindi þangað inn og íslenskar opinberar stofnanir sem eru að þróa grænar lausnir, hugsanlega með íslenskum fyrirtækjum,“ sagði Anna Margrét. „Þetta er eitt dæmi um þá fjármuni sem eru í boði og við höfum aðgang að. Í Bretlandi er það svipuð upphæð. Nú þegar Bretar gengu úr Evrópusambandi ákvaðu þeir að setja aukið fjármagn í sína sjóði, sína nýsköpunarsjóði. Þetta er um 800 milljón sterlingspund sem á að setja í þann sjóð núna. Íslensk fyrirtæki með útibú í Bretlandi geta sótt um,“ sagði Anna Margrét og bætti við að lítið mál væri að opna útibú í Bretlandi til þess að einblína á vöruþróun. Benti hún á að fyrirtæki á borð við Keresis, Orf Líftækni, Saga Natura, Curio og Carbon Recyling hafi á undanförnum árum öll notið góðs af styrkjum á borð við þá sem voru til umræðu í þættinum. Um enga platpeninga væri að ræða og það munaði um minna í núverandi árferði. „Þetta er spurning um hvernig forstjórar eða stjórnendur íslenskra fyrirtækja vilja hugsa sig í gegnum þennan skafl sem við erum að fara í gegnum,“ sagði Anna Margrét ennfremur. „Við segjum hikstalaust, skoðið þið þessar leiðir.“
Nýsköpun Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sprengisandur Mest lesið Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Sjá meira