Hörmulegt dýradráp líklega af gáleysi Jakob Bjarnar skrifar 31. ágúst 2020 13:22 Hinir dauðu hrafnar eru bundnir saman á fótum. Ekki liggur neitt fyrir um það enn hvernig það hefur komið til. Viðmælandi Vísis vill ekki trúa því að það hafi verið gert viljandi, hann telur að þar sé um að kenna yfirgengilegum umhverfissóðaskap. Jón Hafþór Jón Hafþór Marteinsson gekk fram á tvo dauða hrafna á gönguferð með hundi sínum skammt ofan Bolungarvíkur. Þeir voru bundnir saman á fótum með snærisspotta. „Huginn og Muninn Óðins fundust látnir með plastbragði manna fasta um fætur sér. Liklega má telja að þeir hafi verið látnir svelta í hel. Rannsókn þessa glæps stendur yfir,“ skrifar Jón Hafþór á Facebook-síðu sína og birtir mynd af hinum dauðu hröfnum. Vill ekki trúa því að um viljaverk sé að ræða Hann segir reyndar, í samtali við Vísi, að hann geti ekki trúað því að um viljaverk sé að ræða. „Nei, ég verð að segja að það hvarflaði aldrei að mér. Ég get ekki ímyndað mér að nokkur sé svo illgjarn. Að gera svona að yfirlögðu ráði,“ segir Jón Hafþór. Krumminn er Jóni Hafþóri kær og það fékk á hann að ganga fram á hrafnana tvo, bundna saman á fótum sem svo hefur líklega dregið þá til dauða. Hann segir að hér áður fyrr hafi þekkst að börn á sumum bæjum hafi verið að djöflast í mávi og öðru. „En þetta þekkist ekki einu sinni meðal óvita í dag og það er enginn fullorðinn svo illgjarn. Þá þyrfti hann á mikilli hjálp að halda.“ En nú er það svo að hrafninn er illa þokkaður af mörgum? „Það er örugglega frá kirkjunni komið upphaflega. Misskilningur. Þeir gerðu allt til að gera lítið úr fyrri trú Íslendinga. Meðal annars þetta. Kalla krumma boðbera dauðans. Mörg vitni um að hann hefur verið að hjálpa manninum. Við eigum margar fallegar þjóðsö0gur um krumma, en hann er tækifærissinni eins og öll dýr náttúrunnar.“ En þú gefur þeirri túlkun undir fótinn að þetta geti verið af mannavöldum? „Ég var bara reiður. og sár. Krumminn hefur verið mér kær lengi og fyrir mér var þetta hálfgert fjölskylduáfall. Allt í lagi að menn og dýr deyi eðlilegum dauðdaga, en þetta er bara dráp af gáleysi. Óþolandi,“ segir Jón Hafþór. Hann vísar þar til umhverssóðaskapar, að plastúrgangur sé út um allt. Og dýr eigi erfitt með að varast það. Kunni oft ekki að greina á milli náttúrlegra efna og ónáttúrlegra. Fugl sem ekki flýgur sveltur „Þetta er á okkar ábyrgð, þetta er okkar sóðaskapur, þetta er okkar viðbjóður,“ segir Jón Hafþór sem notar tækifærið og fordæmir umhverfissóðaskap; það hvernig við umgöngumst plast, sem sé reyndar gott efni, en við séum að misnota það og ganga skelfilega um. Dæmi um það eru hrafnarnir tveir sem bundir voru saman með spotta og sultu þannig, ef að líkum lætur, til dauða. Jón Hafþór segist ekki hafa þá þekkingu til að bera að geta sagt nákvæmlega til um hvað nákvæmlega var dauðamein hrafnanna. „En þeir geta ekki flogið bundir saman á fótunum. Fugl sem ekki flýgur sveltur.“ Jón Hafþór dregur hvergi úr að þetta hafi hreinlega fengið á sig að hafa gengið fram á hrafnana tvo sem fengu svo hræðilegan dauðdaga. Dýr Bolungarvík Umhverfismál Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Slökkviliðsmenn felldu samninginn Innlent „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira
Jón Hafþór Marteinsson gekk fram á tvo dauða hrafna á gönguferð með hundi sínum skammt ofan Bolungarvíkur. Þeir voru bundnir saman á fótum með snærisspotta. „Huginn og Muninn Óðins fundust látnir með plastbragði manna fasta um fætur sér. Liklega má telja að þeir hafi verið látnir svelta í hel. Rannsókn þessa glæps stendur yfir,“ skrifar Jón Hafþór á Facebook-síðu sína og birtir mynd af hinum dauðu hröfnum. Vill ekki trúa því að um viljaverk sé að ræða Hann segir reyndar, í samtali við Vísi, að hann geti ekki trúað því að um viljaverk sé að ræða. „Nei, ég verð að segja að það hvarflaði aldrei að mér. Ég get ekki ímyndað mér að nokkur sé svo illgjarn. Að gera svona að yfirlögðu ráði,“ segir Jón Hafþór. Krumminn er Jóni Hafþóri kær og það fékk á hann að ganga fram á hrafnana tvo, bundna saman á fótum sem svo hefur líklega dregið þá til dauða. Hann segir að hér áður fyrr hafi þekkst að börn á sumum bæjum hafi verið að djöflast í mávi og öðru. „En þetta þekkist ekki einu sinni meðal óvita í dag og það er enginn fullorðinn svo illgjarn. Þá þyrfti hann á mikilli hjálp að halda.“ En nú er það svo að hrafninn er illa þokkaður af mörgum? „Það er örugglega frá kirkjunni komið upphaflega. Misskilningur. Þeir gerðu allt til að gera lítið úr fyrri trú Íslendinga. Meðal annars þetta. Kalla krumma boðbera dauðans. Mörg vitni um að hann hefur verið að hjálpa manninum. Við eigum margar fallegar þjóðsö0gur um krumma, en hann er tækifærissinni eins og öll dýr náttúrunnar.“ En þú gefur þeirri túlkun undir fótinn að þetta geti verið af mannavöldum? „Ég var bara reiður. og sár. Krumminn hefur verið mér kær lengi og fyrir mér var þetta hálfgert fjölskylduáfall. Allt í lagi að menn og dýr deyi eðlilegum dauðdaga, en þetta er bara dráp af gáleysi. Óþolandi,“ segir Jón Hafþór. Hann vísar þar til umhverssóðaskapar, að plastúrgangur sé út um allt. Og dýr eigi erfitt með að varast það. Kunni oft ekki að greina á milli náttúrlegra efna og ónáttúrlegra. Fugl sem ekki flýgur sveltur „Þetta er á okkar ábyrgð, þetta er okkar sóðaskapur, þetta er okkar viðbjóður,“ segir Jón Hafþór sem notar tækifærið og fordæmir umhverfissóðaskap; það hvernig við umgöngumst plast, sem sé reyndar gott efni, en við séum að misnota það og ganga skelfilega um. Dæmi um það eru hrafnarnir tveir sem bundir voru saman með spotta og sultu þannig, ef að líkum lætur, til dauða. Jón Hafþór segist ekki hafa þá þekkingu til að bera að geta sagt nákvæmlega til um hvað nákvæmlega var dauðamein hrafnanna. „En þeir geta ekki flogið bundir saman á fótunum. Fugl sem ekki flýgur sveltur.“ Jón Hafþór dregur hvergi úr að þetta hafi hreinlega fengið á sig að hafa gengið fram á hrafnana tvo sem fengu svo hræðilegan dauðdaga.
Dýr Bolungarvík Umhverfismál Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Slökkviliðsmenn felldu samninginn Innlent „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira