Hörmulegt dýradráp líklega af gáleysi Jakob Bjarnar skrifar 31. ágúst 2020 13:22 Hinir dauðu hrafnar eru bundnir saman á fótum. Ekki liggur neitt fyrir um það enn hvernig það hefur komið til. Viðmælandi Vísis vill ekki trúa því að það hafi verið gert viljandi, hann telur að þar sé um að kenna yfirgengilegum umhverfissóðaskap. Jón Hafþór Jón Hafþór Marteinsson gekk fram á tvo dauða hrafna á gönguferð með hundi sínum skammt ofan Bolungarvíkur. Þeir voru bundnir saman á fótum með snærisspotta. „Huginn og Muninn Óðins fundust látnir með plastbragði manna fasta um fætur sér. Liklega má telja að þeir hafi verið látnir svelta í hel. Rannsókn þessa glæps stendur yfir,“ skrifar Jón Hafþór á Facebook-síðu sína og birtir mynd af hinum dauðu hröfnum. Vill ekki trúa því að um viljaverk sé að ræða Hann segir reyndar, í samtali við Vísi, að hann geti ekki trúað því að um viljaverk sé að ræða. „Nei, ég verð að segja að það hvarflaði aldrei að mér. Ég get ekki ímyndað mér að nokkur sé svo illgjarn. Að gera svona að yfirlögðu ráði,“ segir Jón Hafþór. Krumminn er Jóni Hafþóri kær og það fékk á hann að ganga fram á hrafnana tvo, bundna saman á fótum sem svo hefur líklega dregið þá til dauða. Hann segir að hér áður fyrr hafi þekkst að börn á sumum bæjum hafi verið að djöflast í mávi og öðru. „En þetta þekkist ekki einu sinni meðal óvita í dag og það er enginn fullorðinn svo illgjarn. Þá þyrfti hann á mikilli hjálp að halda.“ En nú er það svo að hrafninn er illa þokkaður af mörgum? „Það er örugglega frá kirkjunni komið upphaflega. Misskilningur. Þeir gerðu allt til að gera lítið úr fyrri trú Íslendinga. Meðal annars þetta. Kalla krumma boðbera dauðans. Mörg vitni um að hann hefur verið að hjálpa manninum. Við eigum margar fallegar þjóðsö0gur um krumma, en hann er tækifærissinni eins og öll dýr náttúrunnar.“ En þú gefur þeirri túlkun undir fótinn að þetta geti verið af mannavöldum? „Ég var bara reiður. og sár. Krumminn hefur verið mér kær lengi og fyrir mér var þetta hálfgert fjölskylduáfall. Allt í lagi að menn og dýr deyi eðlilegum dauðdaga, en þetta er bara dráp af gáleysi. Óþolandi,“ segir Jón Hafþór. Hann vísar þar til umhverssóðaskapar, að plastúrgangur sé út um allt. Og dýr eigi erfitt með að varast það. Kunni oft ekki að greina á milli náttúrlegra efna og ónáttúrlegra. Fugl sem ekki flýgur sveltur „Þetta er á okkar ábyrgð, þetta er okkar sóðaskapur, þetta er okkar viðbjóður,“ segir Jón Hafþór sem notar tækifærið og fordæmir umhverfissóðaskap; það hvernig við umgöngumst plast, sem sé reyndar gott efni, en við séum að misnota það og ganga skelfilega um. Dæmi um það eru hrafnarnir tveir sem bundir voru saman með spotta og sultu þannig, ef að líkum lætur, til dauða. Jón Hafþór segist ekki hafa þá þekkingu til að bera að geta sagt nákvæmlega til um hvað nákvæmlega var dauðamein hrafnanna. „En þeir geta ekki flogið bundir saman á fótunum. Fugl sem ekki flýgur sveltur.“ Jón Hafþór dregur hvergi úr að þetta hafi hreinlega fengið á sig að hafa gengið fram á hrafnana tvo sem fengu svo hræðilegan dauðdaga. Dýr Bolungarvík Umhverfismál Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Fleiri fréttir Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjá meira
Jón Hafþór Marteinsson gekk fram á tvo dauða hrafna á gönguferð með hundi sínum skammt ofan Bolungarvíkur. Þeir voru bundnir saman á fótum með snærisspotta. „Huginn og Muninn Óðins fundust látnir með plastbragði manna fasta um fætur sér. Liklega má telja að þeir hafi verið látnir svelta í hel. Rannsókn þessa glæps stendur yfir,“ skrifar Jón Hafþór á Facebook-síðu sína og birtir mynd af hinum dauðu hröfnum. Vill ekki trúa því að um viljaverk sé að ræða Hann segir reyndar, í samtali við Vísi, að hann geti ekki trúað því að um viljaverk sé að ræða. „Nei, ég verð að segja að það hvarflaði aldrei að mér. Ég get ekki ímyndað mér að nokkur sé svo illgjarn. Að gera svona að yfirlögðu ráði,“ segir Jón Hafþór. Krumminn er Jóni Hafþóri kær og það fékk á hann að ganga fram á hrafnana tvo, bundna saman á fótum sem svo hefur líklega dregið þá til dauða. Hann segir að hér áður fyrr hafi þekkst að börn á sumum bæjum hafi verið að djöflast í mávi og öðru. „En þetta þekkist ekki einu sinni meðal óvita í dag og það er enginn fullorðinn svo illgjarn. Þá þyrfti hann á mikilli hjálp að halda.“ En nú er það svo að hrafninn er illa þokkaður af mörgum? „Það er örugglega frá kirkjunni komið upphaflega. Misskilningur. Þeir gerðu allt til að gera lítið úr fyrri trú Íslendinga. Meðal annars þetta. Kalla krumma boðbera dauðans. Mörg vitni um að hann hefur verið að hjálpa manninum. Við eigum margar fallegar þjóðsö0gur um krumma, en hann er tækifærissinni eins og öll dýr náttúrunnar.“ En þú gefur þeirri túlkun undir fótinn að þetta geti verið af mannavöldum? „Ég var bara reiður. og sár. Krumminn hefur verið mér kær lengi og fyrir mér var þetta hálfgert fjölskylduáfall. Allt í lagi að menn og dýr deyi eðlilegum dauðdaga, en þetta er bara dráp af gáleysi. Óþolandi,“ segir Jón Hafþór. Hann vísar þar til umhverssóðaskapar, að plastúrgangur sé út um allt. Og dýr eigi erfitt með að varast það. Kunni oft ekki að greina á milli náttúrlegra efna og ónáttúrlegra. Fugl sem ekki flýgur sveltur „Þetta er á okkar ábyrgð, þetta er okkar sóðaskapur, þetta er okkar viðbjóður,“ segir Jón Hafþór sem notar tækifærið og fordæmir umhverfissóðaskap; það hvernig við umgöngumst plast, sem sé reyndar gott efni, en við séum að misnota það og ganga skelfilega um. Dæmi um það eru hrafnarnir tveir sem bundir voru saman með spotta og sultu þannig, ef að líkum lætur, til dauða. Jón Hafþór segist ekki hafa þá þekkingu til að bera að geta sagt nákvæmlega til um hvað nákvæmlega var dauðamein hrafnanna. „En þeir geta ekki flogið bundir saman á fótunum. Fugl sem ekki flýgur sveltur.“ Jón Hafþór dregur hvergi úr að þetta hafi hreinlega fengið á sig að hafa gengið fram á hrafnana tvo sem fengu svo hræðilegan dauðdaga.
Dýr Bolungarvík Umhverfismál Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Fleiri fréttir Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjá meira