Feðgar syntu í Brimkatli, annar í jakkafötum og hinn í sundskýlu Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 1. september 2020 13:40 Feðgarnir Guðmundur Gunnarsson og Gunnar Árnason úr Hafnarfirði, sem skelltu sér nýlega til sunds í Brimkatli á Reykjanesi. Guðmundur var í sundskýlunni sinni en Gunnar synti í jakkafötum og skóm. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Brimketill er sérstakt náttúrufyrirbæri á Reykjanesi sem margir hafa skoðað í sumar. Um er að ræða laug í sjávarborðinu sem minnir helst á stóran heitan pott nema að því leyti að vatnið er ísskalt. Feðgar syntu nýlega í pottinum, sonurinn synti í sundskýlu en pabbinn var í jakkafötum með bindi og í skóm. Brimketill er vestast í Staðarbergi. Sjórinn úr Norður Atlantshafinu skellur á briminu. Hraunið umhverfis Brimketil er gróft en talið er að það hafi runnið í Reykjaneseldum á árunum 1210 til 1240. Eitthvað er um að fólk stingi sér til sunds í Brimkatlinum, það gerðu allavega feðgar úr Hafnarfirði nýlega. Pabbinn synti í jakkafötum og sonurinn lét sundbuxur duga. „Pabbi dró mig hingað, við ákváðum að synda hérna og kæla okkur aðeins niður í sólinni. Við erum búnir að vera að skoða Ísland, ferðast um landið, því landið hefur upp á svo ótrúlega mikið að bjóða. Við höfum verið að rýna þetta svolítið nánar í þessu ástandi og þetta er bara ein upplifunin, sem er ekki hægt að láta fram hjá sér fara,“ segir Guðmundur Gunnarsson háskólanemi og sundkappi. Brimketill minnir helst á stóran pott en margir hafa lagt leið sína í sumar að katlinum til að skoða þetta sérstaka náttúrufyrirbæri á Reykjanesi.Magnús Hlynur Hreiðarsson. „Þetta er líka íslenskt sport að kæla sig, baða sig í köldu vatni. Þetta er algjör gimsteinn og ekki eins kalt og maður heldur en vel kalt samt,“ segir Gunnar Árnason, sem starfar við arkitektúr en hann ákvað að synda fullklæddur í jakkafötum með bindi og í skóm í pottinum. „Já, maður ber virðingu fyrir landinu og staðnum og þá mætir maður svona. Maður er af þeirri kynslóð. Þá hefur maður sig til, það er eitthvað annað en unga fólkið,“ segir Gunnar og hlær. En mæla feðgarnir með því að fólk mæti á Reykjanesið til að skoða Brimketil? „Já, ekki spurning. En bara þegar það er fjara, ekki koma hingað þegar það er flóð. Þetta er náttúrulega varasamt þegar sjávarstaðan er hærri og það er mikilvægt að það komi fram. Það þarf að vera lág sjávarstaða,“ segir Guðmundur. Grindavík Ferðamennska á Íslandi Sjósund Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira
Brimketill er sérstakt náttúrufyrirbæri á Reykjanesi sem margir hafa skoðað í sumar. Um er að ræða laug í sjávarborðinu sem minnir helst á stóran heitan pott nema að því leyti að vatnið er ísskalt. Feðgar syntu nýlega í pottinum, sonurinn synti í sundskýlu en pabbinn var í jakkafötum með bindi og í skóm. Brimketill er vestast í Staðarbergi. Sjórinn úr Norður Atlantshafinu skellur á briminu. Hraunið umhverfis Brimketil er gróft en talið er að það hafi runnið í Reykjaneseldum á árunum 1210 til 1240. Eitthvað er um að fólk stingi sér til sunds í Brimkatlinum, það gerðu allavega feðgar úr Hafnarfirði nýlega. Pabbinn synti í jakkafötum og sonurinn lét sundbuxur duga. „Pabbi dró mig hingað, við ákváðum að synda hérna og kæla okkur aðeins niður í sólinni. Við erum búnir að vera að skoða Ísland, ferðast um landið, því landið hefur upp á svo ótrúlega mikið að bjóða. Við höfum verið að rýna þetta svolítið nánar í þessu ástandi og þetta er bara ein upplifunin, sem er ekki hægt að láta fram hjá sér fara,“ segir Guðmundur Gunnarsson háskólanemi og sundkappi. Brimketill minnir helst á stóran pott en margir hafa lagt leið sína í sumar að katlinum til að skoða þetta sérstaka náttúrufyrirbæri á Reykjanesi.Magnús Hlynur Hreiðarsson. „Þetta er líka íslenskt sport að kæla sig, baða sig í köldu vatni. Þetta er algjör gimsteinn og ekki eins kalt og maður heldur en vel kalt samt,“ segir Gunnar Árnason, sem starfar við arkitektúr en hann ákvað að synda fullklæddur í jakkafötum með bindi og í skóm í pottinum. „Já, maður ber virðingu fyrir landinu og staðnum og þá mætir maður svona. Maður er af þeirri kynslóð. Þá hefur maður sig til, það er eitthvað annað en unga fólkið,“ segir Gunnar og hlær. En mæla feðgarnir með því að fólk mæti á Reykjanesið til að skoða Brimketil? „Já, ekki spurning. En bara þegar það er fjara, ekki koma hingað þegar það er flóð. Þetta er náttúrulega varasamt þegar sjávarstaðan er hærri og það er mikilvægt að það komi fram. Það þarf að vera lág sjávarstaða,“ segir Guðmundur.
Grindavík Ferðamennska á Íslandi Sjósund Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira