Macron biðlar til Líbanon að mynda ríkisstjórn í flýti Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 31. ágúst 2020 23:00 Emmanuel Macron Frakklandsforseti og Mustapha Adib, sem tilnefndur hefur verið til embættis forsætisráðherra Líbanon. Getty/Pool/LEBANESE PRESIDENCY Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hefur biðlað til nýs forsætisráðherra Líbanon að mynda nýja ríkisstjórn í flýti. Mustapha Adib var í dag tilnefndur til embættis forsætisráðherra en hann hefur verið sendiherra landsins í Þýskalandi undanfarin misseri. Adib hefur hlotið stuðning flestra þingmanna líbanska þingsins auk fjögurra fyrrverandi forsætisráðherra Líbanon. Allir helstu stjórnspekingar Líbanon segja afskipti Macron hafa leikið lykilhlutverk í því að einhugur næðist hvað varðar tilnefningu Adib. Ríkisstjórn landsins sagði af sér í kjölfar mannskæðrar sprengingar sem varð í Beirút, höfuðborg landsins, þann 4. ágúst síðastliðinn. Minnst tvö hundruð létust í sprengingunni og allt að þrjú hundruð þúsund misstu heimili sín. Macron kom til Beirút í dag, mánudag, í annað sinn eftir sprenginguna mannskæðu. Á meðan á heimsókn hans stendur er talið að hann muni þrýsta á líbanska stjórnmálamenn til þess að þeir beiti sér gegn spillingu og sólundun fjármuna. Þá sagði hann í samtali við fréttamenn að nýja ríkisstjórn þyrfti að mynda í snarhasti, sem Adib hefur þegar lofað. Hann hefur þó ekki mætt algerum einhug í ferð sinni en í Beirút mættu honum mótmælendur, sem kyrjuðu „enginn Adib,“ sem margir telja merki þess að almenningur landsins sjái tilnefningu Adib sem tilraun til að halda áfram í rótgrónar stjórnmálahefðir landsins. Frá því í október 2019 hafa mótmæli staðið yfir í landinu og hafa mótmælendur kallað eftir því að stjórnkerfi landsins verði endurskipulagt. Mótmælin hafa aðeins færst í aukana frá því sprengingin varð í ágúst sem er sögð vera til marks um opinbera vanrækslu og sinnuleysi yfirvalda. Hassan Diab, fyrrverandi forsætisráðherra landsins sem sagði af sér í kjölfar sprengingarinnar, tók við embættinu af Saad Hariri í desember á síðasta ári en Hariri sagði af sér vegna fyrrnefndra mótmæla. Ráðandi fylkingar í Líbanon deildu um margra mánaða skeið áður en Diab var skipaður í embætti en ríkisstjórn hans hlaut stuðning Hezbollah samtakanna, sem samanstanda af stjórnmálaflokki og vopnuðum sveitum shía-múslima. Skipting stjórnkerfisins í Líbanon, sem mótmælendur eru svo mótfallnir, gerir ráð fyrir því að forsætisráðherrann sé alltaf súnní-múslimi, forsetinn sé alltaf kristinnar trúar og forseti þingsins shía-múslimi. Þá eru mörg störf í landinu einnig skipuð samkvæmt þessari trúarskiptu hefð. Mótmælendur hafa sakað stjórnmálafólk landsins um frændhygli, pólitískt veitingarvald og landlæga spillingu. Líbanon Frakkland Sprenging í Beirút Tengdar fréttir Líklegt að sendiherra verði næsti forsætisráðherra Líbanon Mustapha Adib, sendiherra Líbanon í Þýskalandi, er reiðbúinn til þess að taka við forsætisráðherrastólnum í Líbanon. 30. ágúst 2020 23:30 Einn fundinn sekur um morðið á Hariri Sérstakur dómstóll, sem nýtur stuðnings Sameinuðu þjóðanna, hefur sakfellt einn af þeim fjórum sem ákærðir voru fyrir aðild að morðinu á Rafik Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra Líbanons, í Beirút árið 2005. 18. ágúst 2020 13:56 Líbanski herinn fær aukin völd Líbanska þingið hefur framlengt neyðarástandið landinu sem felur meðal annars í sér að herinn fær nú aukin völd. 13. ágúst 2020 12:15 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Sjá meira
Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hefur biðlað til nýs forsætisráðherra Líbanon að mynda nýja ríkisstjórn í flýti. Mustapha Adib var í dag tilnefndur til embættis forsætisráðherra en hann hefur verið sendiherra landsins í Þýskalandi undanfarin misseri. Adib hefur hlotið stuðning flestra þingmanna líbanska þingsins auk fjögurra fyrrverandi forsætisráðherra Líbanon. Allir helstu stjórnspekingar Líbanon segja afskipti Macron hafa leikið lykilhlutverk í því að einhugur næðist hvað varðar tilnefningu Adib. Ríkisstjórn landsins sagði af sér í kjölfar mannskæðrar sprengingar sem varð í Beirút, höfuðborg landsins, þann 4. ágúst síðastliðinn. Minnst tvö hundruð létust í sprengingunni og allt að þrjú hundruð þúsund misstu heimili sín. Macron kom til Beirút í dag, mánudag, í annað sinn eftir sprenginguna mannskæðu. Á meðan á heimsókn hans stendur er talið að hann muni þrýsta á líbanska stjórnmálamenn til þess að þeir beiti sér gegn spillingu og sólundun fjármuna. Þá sagði hann í samtali við fréttamenn að nýja ríkisstjórn þyrfti að mynda í snarhasti, sem Adib hefur þegar lofað. Hann hefur þó ekki mætt algerum einhug í ferð sinni en í Beirút mættu honum mótmælendur, sem kyrjuðu „enginn Adib,“ sem margir telja merki þess að almenningur landsins sjái tilnefningu Adib sem tilraun til að halda áfram í rótgrónar stjórnmálahefðir landsins. Frá því í október 2019 hafa mótmæli staðið yfir í landinu og hafa mótmælendur kallað eftir því að stjórnkerfi landsins verði endurskipulagt. Mótmælin hafa aðeins færst í aukana frá því sprengingin varð í ágúst sem er sögð vera til marks um opinbera vanrækslu og sinnuleysi yfirvalda. Hassan Diab, fyrrverandi forsætisráðherra landsins sem sagði af sér í kjölfar sprengingarinnar, tók við embættinu af Saad Hariri í desember á síðasta ári en Hariri sagði af sér vegna fyrrnefndra mótmæla. Ráðandi fylkingar í Líbanon deildu um margra mánaða skeið áður en Diab var skipaður í embætti en ríkisstjórn hans hlaut stuðning Hezbollah samtakanna, sem samanstanda af stjórnmálaflokki og vopnuðum sveitum shía-múslima. Skipting stjórnkerfisins í Líbanon, sem mótmælendur eru svo mótfallnir, gerir ráð fyrir því að forsætisráðherrann sé alltaf súnní-múslimi, forsetinn sé alltaf kristinnar trúar og forseti þingsins shía-múslimi. Þá eru mörg störf í landinu einnig skipuð samkvæmt þessari trúarskiptu hefð. Mótmælendur hafa sakað stjórnmálafólk landsins um frændhygli, pólitískt veitingarvald og landlæga spillingu.
Líbanon Frakkland Sprenging í Beirút Tengdar fréttir Líklegt að sendiherra verði næsti forsætisráðherra Líbanon Mustapha Adib, sendiherra Líbanon í Þýskalandi, er reiðbúinn til þess að taka við forsætisráðherrastólnum í Líbanon. 30. ágúst 2020 23:30 Einn fundinn sekur um morðið á Hariri Sérstakur dómstóll, sem nýtur stuðnings Sameinuðu þjóðanna, hefur sakfellt einn af þeim fjórum sem ákærðir voru fyrir aðild að morðinu á Rafik Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra Líbanons, í Beirút árið 2005. 18. ágúst 2020 13:56 Líbanski herinn fær aukin völd Líbanska þingið hefur framlengt neyðarástandið landinu sem felur meðal annars í sér að herinn fær nú aukin völd. 13. ágúst 2020 12:15 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Sjá meira
Líklegt að sendiherra verði næsti forsætisráðherra Líbanon Mustapha Adib, sendiherra Líbanon í Þýskalandi, er reiðbúinn til þess að taka við forsætisráðherrastólnum í Líbanon. 30. ágúst 2020 23:30
Einn fundinn sekur um morðið á Hariri Sérstakur dómstóll, sem nýtur stuðnings Sameinuðu þjóðanna, hefur sakfellt einn af þeim fjórum sem ákærðir voru fyrir aðild að morðinu á Rafik Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra Líbanons, í Beirút árið 2005. 18. ágúst 2020 13:56
Líbanski herinn fær aukin völd Líbanska þingið hefur framlengt neyðarástandið landinu sem felur meðal annars í sér að herinn fær nú aukin völd. 13. ágúst 2020 12:15