Íslenski boltinn

Albert var með eyrnalokkana umdeildu á æfingu landsliðsins

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ronald de Boer gagnrýndi Albert Guðmundsson harðlega fyrir að setja á sig eyrnalokka eftir leik AZ Alkmaar og Viktoria Plzen í Evrópudeildinni í síðustu viku. Albert lét það ekki á sig fá og mætti með eyrnalokka á landsliðsæfingu í morgun.
Ronald de Boer gagnrýndi Albert Guðmundsson harðlega fyrir að setja á sig eyrnalokka eftir leik AZ Alkmaar og Viktoria Plzen í Evrópudeildinni í síðustu viku. Albert lét það ekki á sig fá og mætti með eyrnalokka á landsliðsæfingu í morgun. vísir/vilhelm

Íslenska karlalandsliðið í fótbolta undirbýr sig nú fyrir leikina gegn Englandi og Belgíu í Þjóðadeildinni.

Strákarnir æfðu á Laugardalsvelli í dag. Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, var á æfingunni og tók þessar skemmtilegu myndir sem má sjá hér fyrir neðan.

Á myndinni hér fyrir ofan má sjá Albert Guðmundsson með eyrnalokka, eitthvað sem Ronald de Boer er eflaust ekki sáttur með. Þessi fyrrverandi landsliðsmaður Hollands gagnrýndi Albert harðlega fyrir að setja á sig eyrnalokka áður en hann fór í viðtal eftir leik AZ Alkmaar og Viktoria Plzen í Evrópudeildinni í síðustu viku. AZ vann leikinn 3-1 en Albert skoraði tvö marka liðsins.

„Ég veit ekki hvort þið tókuð eftir þessy en hann var búinn að setja á sig tvo demants eyrnalokka. Hann fór inn í klefa til að setja á sig eyrnalokka án þess að fara í sturtu,“ sagði De Boer og skammaði Albert líka fyrir að tala ensku en ekki hollensku í viðtalinu.

Ísland mætir Englandi á Laugardalsvelli klukkan 16:00 á Laugardalsvelli á laugardaginn. Á þriðjudaginn mæta Íslendingar svo Belgum ytra. Báðir leikirnir verða sýndir í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Landsliðsþjálfarinn Erik Hamrén tjaldar á Laugardalsvelli.vísir/vilhelm
Strákarnir hita upp.vísir/vilhelm
Andri Fannar Baldursson, fremstur á myndinni, er nýliði í landsliðinu.Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson
Birkir Bjarnason er leikjahæstur í íslenska hópnum með 84 landsleiki.vísir/vilhelm
Hinn sænski Lars Eriksson er með markverðina á sinni könnu.vísir/vilhelm
Kára Árnasyni hefur aldrei fundist jafn gaman að taka hliðarskref.vísir/vilhelm
Guðlaugur Victor Pálsson fettir sig og brettir.vísir/vilhelm
Hörður Björgvin Magnússon er kominn frá Rússlandi.vísir/vilhelm
Hólmar Örn Eyjólfsson gæti verið á förum til Danmerkur.vísir/vilhelm
Hjörtur Hermannsson og Emil Hallfreðsson tóku sig vel út í nýja æfingafatnaðinum frá Puma.vísir/vilhelm
Danmerkurmeistarinn Mikael Neville Andersen.vísir/vilhelm
Strákarnir tóku vel á því á æfingunni í dag.vísir/vilhelm

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×