Garðaklaufhalinn orðinn landlægur: „Búið ykkur undir haustið!“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. september 2020 07:52 Garðahlaufhalinn gerir mönnum ekki mein en hann er auðþekktur frá öðrum skordýrum hér á landi að því er segir í umfjöllun Náttúrufræðistofnunar. Getty/Andrea Innocenti Erling Ólafsson, skordýrafræðingur, fjallar um garðaklaufhalann í nýrri færslu á Facebook-síðu sinni, Heimur smádýranna. Birtir Erling mynd af einum slíkum og segir frá því að sá hafi borist Náttúrufræðistofnun um miðjan júlí. „Hann hafði grafið um sig í nektarínu sem keypt var í matvöruverslun í Mosfellsbæ. Klaufhalinn berst stundum til landsins með ávöxtum og grænmeti. Auk þess er hann orðinn landlægur hjá okkur. Klaufhalar finnast einna helst í Árbæjarhverfi, en þegar haustar leita þeir stundum inn í hús. Sem sagt, búið ykkur undir haustið!“ segir Erling í færslunni en bætir því við að landsmenn þurfi ekki að hafa neinar áhyggjur, klaufhalinn geri engan miska. GARÐAKLAUFHALI Þessi flotti garðaklaufhali barst Náttúrufræðistofnun um miðjan júlí. Hann hafði grafið um sig inni í...Posted by Heimur smádýranna on Wednesday, September 2, 2020 RÚV greindi fyrst frá færslu Erlings. Á vef Náttúrufræðistofnunar segir að garðaklauhalar hafi fundist víða um land. Flestir hafi fundist á höfuðborgarsvæðinu en einnig hafi þeirra orðið vart í Grindavík, Búðardal, Ólafsvík, á Grundarfirði, Hvammstanga, Blönduósi, Sauðárkróki og Akureyri, sem og undir Eyjafjöllum. Garðaklaufahalinn nærist einkum á rotnandi plöntu- og dýraleifum og er einkar sólginn í skemmda ávexti að því er kemur fram í umfjöllun Náttúrufræðistofnunar. Hann fannst fyrst í Reykjavík árið 1902 en „haustið 2011 urðu þáttaskil hjá klaufhalanum“ þegar töluverður fjöldi fannst tveimur aðskildum hverfum í Hafnarfirði. „Garðaklaufhalar eru auðþekktir frá öðrum skordýrum hér á landi. Þeir eru langir og grannir, misstórir. Höfuð og afturbolur rauðbrún, hálsskjöldur, stuttir yfirvængir og fætur gulir, hálsskjöldur dökkur um miðbikið, þunnir samanbrotnir flugvængir undir yfirvængjum, en fullorðin dýr eru fleyg. Fálmarar eru langir og grannir. Klaufhalar þekkjast auðveldlega á tveim hörðum, sterklegum stöfum (halaskottum) aftur úr bolnum sem eru kræktir á karldýrum en nær beinir á kvendýrum. Ungviði svipuð að sköpulagi en aðeins með litla vængvísa,“ segir í umfjöllun Náttúrufræðistofnunar. Dýr Skordýr Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Fleiri fréttir Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Sjá meira
Erling Ólafsson, skordýrafræðingur, fjallar um garðaklaufhalann í nýrri færslu á Facebook-síðu sinni, Heimur smádýranna. Birtir Erling mynd af einum slíkum og segir frá því að sá hafi borist Náttúrufræðistofnun um miðjan júlí. „Hann hafði grafið um sig í nektarínu sem keypt var í matvöruverslun í Mosfellsbæ. Klaufhalinn berst stundum til landsins með ávöxtum og grænmeti. Auk þess er hann orðinn landlægur hjá okkur. Klaufhalar finnast einna helst í Árbæjarhverfi, en þegar haustar leita þeir stundum inn í hús. Sem sagt, búið ykkur undir haustið!“ segir Erling í færslunni en bætir því við að landsmenn þurfi ekki að hafa neinar áhyggjur, klaufhalinn geri engan miska. GARÐAKLAUFHALI Þessi flotti garðaklaufhali barst Náttúrufræðistofnun um miðjan júlí. Hann hafði grafið um sig inni í...Posted by Heimur smádýranna on Wednesday, September 2, 2020 RÚV greindi fyrst frá færslu Erlings. Á vef Náttúrufræðistofnunar segir að garðaklauhalar hafi fundist víða um land. Flestir hafi fundist á höfuðborgarsvæðinu en einnig hafi þeirra orðið vart í Grindavík, Búðardal, Ólafsvík, á Grundarfirði, Hvammstanga, Blönduósi, Sauðárkróki og Akureyri, sem og undir Eyjafjöllum. Garðaklaufahalinn nærist einkum á rotnandi plöntu- og dýraleifum og er einkar sólginn í skemmda ávexti að því er kemur fram í umfjöllun Náttúrufræðistofnunar. Hann fannst fyrst í Reykjavík árið 1902 en „haustið 2011 urðu þáttaskil hjá klaufhalanum“ þegar töluverður fjöldi fannst tveimur aðskildum hverfum í Hafnarfirði. „Garðaklaufhalar eru auðþekktir frá öðrum skordýrum hér á landi. Þeir eru langir og grannir, misstórir. Höfuð og afturbolur rauðbrún, hálsskjöldur, stuttir yfirvængir og fætur gulir, hálsskjöldur dökkur um miðbikið, þunnir samanbrotnir flugvængir undir yfirvængjum, en fullorðin dýr eru fleyg. Fálmarar eru langir og grannir. Klaufhalar þekkjast auðveldlega á tveim hörðum, sterklegum stöfum (halaskottum) aftur úr bolnum sem eru kræktir á karldýrum en nær beinir á kvendýrum. Ungviði svipuð að sköpulagi en aðeins með litla vængvísa,“ segir í umfjöllun Náttúrufræðistofnunar.
Dýr Skordýr Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Fleiri fréttir Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Sjá meira