Selfossstelpurnar hafa ekki tapað bikarleik í 26 mánuði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. september 2020 14:00 Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir og Elín Metta Jensen í baráttu um boltann í leik liðanna í Meistaradeildinni í byrjun sumars. Vísir/HAG 29. júní 2018 var svekkjandi föstudagskvöld fyrir kvennalið Selfoss þegar þær féllu út bikarnum. Þær hafa hins vegar ekki tapað bikarleik síðan og titilvörn bikarmeistaranna heldur áfram í dag. Bikarmeistarar Selfoss tekur á móti Íslandsmeisturum Vals í dag í stórleik átta liða úrslit Mjólkurbikars kvenna. Selfoss hjálpaði Valsliðinu á dögunum með því að vera fyrsta liðið til bæði að skora hjá og að vinna Breiðablik. Valsliðið komst fyrir vikið upp í toppsætið en Blikarnir eiga samt enn leiki inni. Selfossliðið ætlar sér mikið í sumar eftir sigurinn í bikarinn í fyrra en hefur ekki alveg staðið undir því. Liðið sýndi þó styrk sinn með sigrinum á Blikum á dögunum. Selfossliðið hefur ekki tapað bikarleik í meira en 26 mánuði eða síðan að Stjarnan sló liðið út í dramatískum leik í júnílok 2018. Selfoss var 2-1 yfir í leiknum þegar aðeins tvær mínútur voru eftir af framlengingunni en Harpa Þorsteinsdóttir tryggði Stjörnunni vítakeppni með því að jafna metin á 118. mínútu. Selfossliðið var búið að vera manni færra frá 62. mínútu leiksins og var svo nálægt því að landa sigri. Harpa skoraði tvívegis í leiknum sjálfur og skoraði síðan úr úrslitaspyrnunni í vítakeppninni sem Starman vann 5-4. Við hlökkum til að hefja þetta fótboltasumar! #mjólkurbikarinn pic.twitter.com/ieAlrOay1l— Mjólkurbikarinn (@mjolkurbikarinn) May 21, 2020 Selfoss hefur síðan spilað fimm bikarleiki og unnið þá alla þar af 3-0 sigur á Stjörnunni í sextán liða úrslitum. Selfoss hefur hefnt fyrir bikartapið 2018 með því að slá Garðbæinga út úr bikarnum tvö ár í röð. Valsliðið hefur ekki komist í bikarúrslitaleikinn í átta ár og datt út í átta liða úrslitunum í fyrra. Það er ljóst að Íslandsmeistararnir ætla sér að komast lengra í ár. Valur og Selfoss áttu að vera búin að mætast í Pepsi Max deildinni í sumar en leik liðsins var frestað til 9. september. Það þýðir að liðin mætast nú tvisvar á tæpri viku og fara báðir leikirnir fram á Selfossi. Liðin mættust aftur á móti í Meistarakeppni KSÍ rétt fyrir mót og þar vann Selfossliðið 2-1 endurkomusigur. Elín Metta Jensen kom Val í 1-0 í fyrri hálfleik en mörk frá Tiffany MCCarty og Önnu Maríu Friðgeirsdóttur í seinni hálfleik tryggðu Selfossliðinu sigurinn. Síðustu tveir bikarleikir Selfoss og Vals hafa verið með fjörugir en þeir enduðu báðir með 3-2 sigri heimastúlkna í Selfossliðinu. Selfoss vann 3-2 í sextán liða úrslitum 2016 og 3-2 í undanúrslitunum 2015. Valur komst í 2-0 í leiknum 2016 (Elín Metta Jensen og Margrét Lára Viðarsdóttir) en tvö mörk frá Lauren Elizabeth Hughes og sigurmark Heiðdísar Lillýardóttur komu Selfossliðinu áfram. Valur líka 2-0 yfir í leiknum 2015 (Elín Metta Jensen og Lilja Dögg Valþórsdóttir) en þá voru það mörk frá Thelmu Björk Einarsdóttur, Dagnýju Brynjarsdóttur og Guðmundu Brynju Óladóttur sem tryggðu Selfossi sæti í bikarúrslitaleiknum. Leikur Selfoss og Vals hefst klukkan 17.00 og verður sýndir beint á Stöð 2 Sport. Á sama tíma verður leikur FH og KR aýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Hinir tveir leikirnir í átta liða úrslitunum eru síðan leikur Þór/KA og Lengjudeildarliðs Hauka á Þórsvelli sem hefst klukkan 17.00 og svo leikur Lengjudeildarliðs ÍA og Breiðabliks sem fer fram í Akraneshöllinni og hefst klukkan 19.00. Mjólkurbikarinn Pepsi Max-deild kvenna UMF Selfoss Mest lesið Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Fótbolti „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Handbolti Jón Þór: Höldum áfram að fá á okkur ódýr mörk Fótbolti Frábær byrjun dugði ekki til og Gunnlaugur Árni úr leik Golf Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Körfubolti „Það er bara áfram gakk og vinna næsta“ Sport Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Handbolti „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Handbolti Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Sjá meira
29. júní 2018 var svekkjandi föstudagskvöld fyrir kvennalið Selfoss þegar þær féllu út bikarnum. Þær hafa hins vegar ekki tapað bikarleik síðan og titilvörn bikarmeistaranna heldur áfram í dag. Bikarmeistarar Selfoss tekur á móti Íslandsmeisturum Vals í dag í stórleik átta liða úrslit Mjólkurbikars kvenna. Selfoss hjálpaði Valsliðinu á dögunum með því að vera fyrsta liðið til bæði að skora hjá og að vinna Breiðablik. Valsliðið komst fyrir vikið upp í toppsætið en Blikarnir eiga samt enn leiki inni. Selfossliðið ætlar sér mikið í sumar eftir sigurinn í bikarinn í fyrra en hefur ekki alveg staðið undir því. Liðið sýndi þó styrk sinn með sigrinum á Blikum á dögunum. Selfossliðið hefur ekki tapað bikarleik í meira en 26 mánuði eða síðan að Stjarnan sló liðið út í dramatískum leik í júnílok 2018. Selfoss var 2-1 yfir í leiknum þegar aðeins tvær mínútur voru eftir af framlengingunni en Harpa Þorsteinsdóttir tryggði Stjörnunni vítakeppni með því að jafna metin á 118. mínútu. Selfossliðið var búið að vera manni færra frá 62. mínútu leiksins og var svo nálægt því að landa sigri. Harpa skoraði tvívegis í leiknum sjálfur og skoraði síðan úr úrslitaspyrnunni í vítakeppninni sem Starman vann 5-4. Við hlökkum til að hefja þetta fótboltasumar! #mjólkurbikarinn pic.twitter.com/ieAlrOay1l— Mjólkurbikarinn (@mjolkurbikarinn) May 21, 2020 Selfoss hefur síðan spilað fimm bikarleiki og unnið þá alla þar af 3-0 sigur á Stjörnunni í sextán liða úrslitum. Selfoss hefur hefnt fyrir bikartapið 2018 með því að slá Garðbæinga út úr bikarnum tvö ár í röð. Valsliðið hefur ekki komist í bikarúrslitaleikinn í átta ár og datt út í átta liða úrslitunum í fyrra. Það er ljóst að Íslandsmeistararnir ætla sér að komast lengra í ár. Valur og Selfoss áttu að vera búin að mætast í Pepsi Max deildinni í sumar en leik liðsins var frestað til 9. september. Það þýðir að liðin mætast nú tvisvar á tæpri viku og fara báðir leikirnir fram á Selfossi. Liðin mættust aftur á móti í Meistarakeppni KSÍ rétt fyrir mót og þar vann Selfossliðið 2-1 endurkomusigur. Elín Metta Jensen kom Val í 1-0 í fyrri hálfleik en mörk frá Tiffany MCCarty og Önnu Maríu Friðgeirsdóttur í seinni hálfleik tryggðu Selfossliðinu sigurinn. Síðustu tveir bikarleikir Selfoss og Vals hafa verið með fjörugir en þeir enduðu báðir með 3-2 sigri heimastúlkna í Selfossliðinu. Selfoss vann 3-2 í sextán liða úrslitum 2016 og 3-2 í undanúrslitunum 2015. Valur komst í 2-0 í leiknum 2016 (Elín Metta Jensen og Margrét Lára Viðarsdóttir) en tvö mörk frá Lauren Elizabeth Hughes og sigurmark Heiðdísar Lillýardóttur komu Selfossliðinu áfram. Valur líka 2-0 yfir í leiknum 2015 (Elín Metta Jensen og Lilja Dögg Valþórsdóttir) en þá voru það mörk frá Thelmu Björk Einarsdóttur, Dagnýju Brynjarsdóttur og Guðmundu Brynju Óladóttur sem tryggðu Selfossi sæti í bikarúrslitaleiknum. Leikur Selfoss og Vals hefst klukkan 17.00 og verður sýndir beint á Stöð 2 Sport. Á sama tíma verður leikur FH og KR aýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Hinir tveir leikirnir í átta liða úrslitunum eru síðan leikur Þór/KA og Lengjudeildarliðs Hauka á Þórsvelli sem hefst klukkan 17.00 og svo leikur Lengjudeildarliðs ÍA og Breiðabliks sem fer fram í Akraneshöllinni og hefst klukkan 19.00.
Mjólkurbikarinn Pepsi Max-deild kvenna UMF Selfoss Mest lesið Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Fótbolti „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Handbolti Jón Þór: Höldum áfram að fá á okkur ódýr mörk Fótbolti Frábær byrjun dugði ekki til og Gunnlaugur Árni úr leik Golf Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Körfubolti „Það er bara áfram gakk og vinna næsta“ Sport Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Handbolti „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Handbolti Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Sjá meira
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn