Gefa út aðra stiklu úr nýjustu James Bond myndinni vegna seinkunar á frumsýningu Stefán Árni Pálsson skrifar 3. september 2020 12:26 Daniela Craig sem Bond í síðasta sinn. Næsta Bond-mynd, sem verður sú 25. í röðinni, mun bera titilinn No Time to Die. Daniel Craig mun í sjötta sinn fara með hlutverk James Bond en í myndinni verður hann þó sestur í helgan stein. Þetta er í síðasta sinn sem Daniel Craig fer með hlutverk James Bond. Kvikmyndin átti að vera frumsýnd í apríl á þessu ári en vegna útbreiðslu kórónuveirunnar var frumsýningunni frestað fram í nóvember og verður hún heimsfrumsýnd þann 12. nóvember. Í myndinni verður Bond skyndilega kallaður í verkefni eftir að vinur hans hjá CIA, Felix Leiter, biður hann um aðstoð. Snýr verkefnið að því að bjarga vísindamanni sem var rænt og verður verkefnið mun hættulegra en þótti í fyrstu. Í kjölfarið kemst Bond á snoðir um glæpamenn sem vopnaðir eru hátæknibúnaði. Leikkonan Lashana Lynch fer með hlutverk útsendara bresku krúnunnar, 007, þar sem Bond sjálfur er ekki starfandi útsendari og hefur fram að verkefninu notið lífsins á Jamaíka. Fleiri leikarar sem koma fram í kvikmyndinni eru: Rami Malek, Ralph Fiennes, Christoph Waltz, Ana de Armas og Naomie Harris. Bandaríski leikstjórinn Cary Joji Fukunaga leikstýrir kvikmyndinni en hann er þekktastur fyrir að hafa leikstýrt True Detective þáttum og myndinni Beasts of No Nation. Nú er búið að frumsýna aðra stiklu úr nýjustu Bond-myndinni sem sjá má hér að neðan. James Bond Menning Mest lesið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Lífið Fleiri fréttir Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Næsta Bond-mynd, sem verður sú 25. í röðinni, mun bera titilinn No Time to Die. Daniel Craig mun í sjötta sinn fara með hlutverk James Bond en í myndinni verður hann þó sestur í helgan stein. Þetta er í síðasta sinn sem Daniel Craig fer með hlutverk James Bond. Kvikmyndin átti að vera frumsýnd í apríl á þessu ári en vegna útbreiðslu kórónuveirunnar var frumsýningunni frestað fram í nóvember og verður hún heimsfrumsýnd þann 12. nóvember. Í myndinni verður Bond skyndilega kallaður í verkefni eftir að vinur hans hjá CIA, Felix Leiter, biður hann um aðstoð. Snýr verkefnið að því að bjarga vísindamanni sem var rænt og verður verkefnið mun hættulegra en þótti í fyrstu. Í kjölfarið kemst Bond á snoðir um glæpamenn sem vopnaðir eru hátæknibúnaði. Leikkonan Lashana Lynch fer með hlutverk útsendara bresku krúnunnar, 007, þar sem Bond sjálfur er ekki starfandi útsendari og hefur fram að verkefninu notið lífsins á Jamaíka. Fleiri leikarar sem koma fram í kvikmyndinni eru: Rami Malek, Ralph Fiennes, Christoph Waltz, Ana de Armas og Naomie Harris. Bandaríski leikstjórinn Cary Joji Fukunaga leikstýrir kvikmyndinni en hann er þekktastur fyrir að hafa leikstýrt True Detective þáttum og myndinni Beasts of No Nation. Nú er búið að frumsýna aðra stiklu úr nýjustu Bond-myndinni sem sjá má hér að neðan.
James Bond Menning Mest lesið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Lífið Fleiri fréttir Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira