Forsetinn hvetur ríkisstjórnina til að fara frá Atli Ísleifsson skrifar 3. september 2020 14:35 Frá vettvangi mótmæla fyrir framan þinghúsið í Sófíu í gærkvöldi. Getty Forseti Búlgaríu, Rumen Radev, hefur biðlað til ríkisstjórnar landsins að segja af sér eftir mótmælaöldu síðustu daga. Alls þurftu 45 manns að leita aðhlynningar á sjúkrahúsi eftir að til átaka kom milli mótmælenda og lögreglu. Mótmælin hafa beinst gegn ríkisstjórninni og ríkissaksóknara landsins sem sökuð er um að líta framhjá spillingu og hafa leyft ólígörkum að ná tökum á stjórn landsins. Bojko Borisov forsætisráðherra og Ivan Geshev ríkissaksóknari hafa hafnað ásökununum. Þúsundir söfnuðust saman fyrir utan þinghúsið í höfuðborginni Sofíu í gær og er talið að um fjölmennustu mótmælin hafi verið að ræða frá því að þau hófust fyrir um tveimur mánuðum. Steinum, flugeldum, eggjum og öðru lauslegu var kastað að þinghúsinu, en lögregla beitti meðal annars piparúða á móti. Er áætlað að um sextíu manns hafi verið handteknir. Rumen Radev Búlgaríuforseti.Getty Radev forseti er pólitískur andstæðingur forsætisráðherrans Borisov, en forsætisráðherrann hefur sjálfur sagst munu fara frá, samþykki þingið kröfur hans um nýja stjórnarskrá. Radev gefur lítið fyrir málflutning Borisovs og segir að það sé ekki vöntun á nýrri stjórnarskrá sem hafi leitt til þess að þúsundir fari nú út á götur til að mótmæla. Þess í stað sé það spillingin, siðferðisbrestur stjórnarinnar og veiking ríkisvalds. Í drögum um nýja stjórnarskrá Búlgaríu er meðal annars kveðið á um að þingmönnum verði fækkað um helming og sjálfstæði dómstóla aukið. Andstæðingar Borisovs segja hugmyndir um nýja stjórnarskrá vera tilraun forsætisráðherrans til að lengja valdatíð sína. Búlgaría Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Sjá meira
Forseti Búlgaríu, Rumen Radev, hefur biðlað til ríkisstjórnar landsins að segja af sér eftir mótmælaöldu síðustu daga. Alls þurftu 45 manns að leita aðhlynningar á sjúkrahúsi eftir að til átaka kom milli mótmælenda og lögreglu. Mótmælin hafa beinst gegn ríkisstjórninni og ríkissaksóknara landsins sem sökuð er um að líta framhjá spillingu og hafa leyft ólígörkum að ná tökum á stjórn landsins. Bojko Borisov forsætisráðherra og Ivan Geshev ríkissaksóknari hafa hafnað ásökununum. Þúsundir söfnuðust saman fyrir utan þinghúsið í höfuðborginni Sofíu í gær og er talið að um fjölmennustu mótmælin hafi verið að ræða frá því að þau hófust fyrir um tveimur mánuðum. Steinum, flugeldum, eggjum og öðru lauslegu var kastað að þinghúsinu, en lögregla beitti meðal annars piparúða á móti. Er áætlað að um sextíu manns hafi verið handteknir. Rumen Radev Búlgaríuforseti.Getty Radev forseti er pólitískur andstæðingur forsætisráðherrans Borisov, en forsætisráðherrann hefur sjálfur sagst munu fara frá, samþykki þingið kröfur hans um nýja stjórnarskrá. Radev gefur lítið fyrir málflutning Borisovs og segir að það sé ekki vöntun á nýrri stjórnarskrá sem hafi leitt til þess að þúsundir fari nú út á götur til að mótmæla. Þess í stað sé það spillingin, siðferðisbrestur stjórnarinnar og veiking ríkisvalds. Í drögum um nýja stjórnarskrá Búlgaríu er meðal annars kveðið á um að þingmönnum verði fækkað um helming og sjálfstæði dómstóla aukið. Andstæðingar Borisovs segja hugmyndir um nýja stjórnarskrá vera tilraun forsætisráðherrans til að lengja valdatíð sína.
Búlgaría Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Sjá meira