Gistinætur Íslendinga á Norður- og Austurlandi margfölduðust í júlí Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. september 2020 11:49 Myndin er tekin á Seyðisfirði, vinsælum áfangastað á Austurlandi. Vísir/Vilhelm Gistinætur Íslendinga á Norðurlandi og Austurlandi margfölduðust í júlí samanborið við sama mánuð í fyrra. Fjölgun gistinótta landans í þessum tveimur landshlutum var mun meiri en annars staðar á landinu samkvæmt tölum Hagstofunnar en fjallað er um málið í nýrri Hagsjá Landsbankans. Gistinóttum Íslendinga fjölgaði þannig um 674% á Austurlandi og 552% á Norðurlandi í júlí. Til samanburðar var fjölgunin aðeins 54% á höfuðborgarsvæðinu og þá fækkaði gistinóttum Íslendinga á Suðurnesjum um 49% á milli ára. „Þessa fækkun á Suðurnesjum má líklegast rekja til þess að gistinætur Íslendinga þar á síðustu árum hafa fyrst og fremst verið í tengslum við utanlandsferðir þeirra. Á eftir Austurlandi og Norðurlandi var fjölgunin mest á Suðurlandi, 312% og Vesturlandi og Vestfjörðum 203%,“ segir í Hagsjánni. Almennt fækkaði gistinóttum þó á hótelum í júlí enda hefur ferðamönnum fækkað gríðarlega hér á landi undanfarna mánuði vegna kórónuveirufaraldursins, miðað við árið í fyrra. „Segja má að í upphafi faraldursins hafi fækkun gistinótta verið mjög svipuð eftir svæðum. Þannig lá hún á fremur þröngu bili í mars, apríl og maí. Í júní fór að draga í sundur með svæðum hvað fækkunina varðar og í júlí kom í ljós verulegur munur í fækkun gistinótta. Þannig var fækkun gistinótta mest á Suðurnesjum, 74,4% og 73,9% á höfuðborgarsvæðinu í júlí. Þar á eftir kom Suðurland með rúmlega helmings fækkun. Fækkunin reyndist hins vegar töluvert minni á öðrum svæðum. Á Vesturlandi og Vestfjörðum mældist hún 25,6% en einungis 13,5% á Austurlandi og 8,1% á Norðurlandi,“ segir í Hagsjánni sem lesa má í heild sinni á vef Landsbankans. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Viðskipti innlent Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Sjóvá tapar hálfum milljarði Viðskipti innlent Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Viðskipti innlent Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Viðskipti innlent Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Viðskipti innlent Jón Ólafur nýr formaður SA Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Sjá meira
Gistinætur Íslendinga á Norðurlandi og Austurlandi margfölduðust í júlí samanborið við sama mánuð í fyrra. Fjölgun gistinótta landans í þessum tveimur landshlutum var mun meiri en annars staðar á landinu samkvæmt tölum Hagstofunnar en fjallað er um málið í nýrri Hagsjá Landsbankans. Gistinóttum Íslendinga fjölgaði þannig um 674% á Austurlandi og 552% á Norðurlandi í júlí. Til samanburðar var fjölgunin aðeins 54% á höfuðborgarsvæðinu og þá fækkaði gistinóttum Íslendinga á Suðurnesjum um 49% á milli ára. „Þessa fækkun á Suðurnesjum má líklegast rekja til þess að gistinætur Íslendinga þar á síðustu árum hafa fyrst og fremst verið í tengslum við utanlandsferðir þeirra. Á eftir Austurlandi og Norðurlandi var fjölgunin mest á Suðurlandi, 312% og Vesturlandi og Vestfjörðum 203%,“ segir í Hagsjánni. Almennt fækkaði gistinóttum þó á hótelum í júlí enda hefur ferðamönnum fækkað gríðarlega hér á landi undanfarna mánuði vegna kórónuveirufaraldursins, miðað við árið í fyrra. „Segja má að í upphafi faraldursins hafi fækkun gistinótta verið mjög svipuð eftir svæðum. Þannig lá hún á fremur þröngu bili í mars, apríl og maí. Í júní fór að draga í sundur með svæðum hvað fækkunina varðar og í júlí kom í ljós verulegur munur í fækkun gistinótta. Þannig var fækkun gistinótta mest á Suðurnesjum, 74,4% og 73,9% á höfuðborgarsvæðinu í júlí. Þar á eftir kom Suðurland með rúmlega helmings fækkun. Fækkunin reyndist hins vegar töluvert minni á öðrum svæðum. Á Vesturlandi og Vestfjörðum mældist hún 25,6% en einungis 13,5% á Austurlandi og 8,1% á Norðurlandi,“ segir í Hagsjánni sem lesa má í heild sinni á vef Landsbankans.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Viðskipti innlent Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Sjóvá tapar hálfum milljarði Viðskipti innlent Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Viðskipti innlent Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Viðskipti innlent Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Viðskipti innlent Jón Ólafur nýr formaður SA Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Sjá meira
Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent