Segir yfirvöld vera að ná taki á faraldrinum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. september 2020 14:16 Þórólfur Guðnason þakkar aðgerðum innanlands og á landamærum að tekist hafi að sveigja hina víðfrægu kúrvu niður. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að yfirvöld hér séu að ná tökum á seinni bylgju kórónuveirufaraldursins. Tekist hafi að sveigja kúrvuna niður og því megi þakka þeim aðgerðum sem gripið hefur verið til hér innanlands og á landamærum. Þórólfur sagði á upplýsingafundi almannavarna í dag hollt að muna að sú staða sem við erum í núna sé fyrst og fremst vegna þessara aðgerða. Því megi ekki gleyma. Auk þess megi skoða stöðuna í því ljósi að víða erlendis er verið að grípa til harðari aðgerða vegna þess að faraldurinn sé í aukningu. Innanlandssmitum hefur fækkað nokkuð að undanförnu. Ekkert smit mældist síðastliðinn sólarhring hér á landi en hefur verið á bilinu ekkert til sex smit undanfarnar vikur. Virk smit eru alls 76. Flestir sem eru að greinast eru í sóttkví, um 60 prósent í sóttkví í greiningu. Einn liggur inni á sjúkrahúsi vegna faraldursins. Þórólfur ítrekaði að ekkert benti til þess að veikindin sem fylgi veirunni nú séu eitthvað vægari en í fyrri bylgju. Það sé að koma í ljós að langtímaáhrif veirunnar séu mikil. Alvarleiki sé því ekki einungis mældur í fjölda þeirra sem hafa látist. Þórólfur telur líka að skilgreina þurfi hver sé ásættanlegur fjöldi sýkinga hér á landi, hvað sé ásættanlegt að margir leggist inn á sjúkrahús og hvað sé ásættanlegt að margir deyi ef ræða á um hvort hleypa eigi veirunni af stað í samfélaginu. Þetta séu erfiðar spurningar sem flestir treysti sér ef til vill ekki að svara. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Sjá meira
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að yfirvöld hér séu að ná tökum á seinni bylgju kórónuveirufaraldursins. Tekist hafi að sveigja kúrvuna niður og því megi þakka þeim aðgerðum sem gripið hefur verið til hér innanlands og á landamærum. Þórólfur sagði á upplýsingafundi almannavarna í dag hollt að muna að sú staða sem við erum í núna sé fyrst og fremst vegna þessara aðgerða. Því megi ekki gleyma. Auk þess megi skoða stöðuna í því ljósi að víða erlendis er verið að grípa til harðari aðgerða vegna þess að faraldurinn sé í aukningu. Innanlandssmitum hefur fækkað nokkuð að undanförnu. Ekkert smit mældist síðastliðinn sólarhring hér á landi en hefur verið á bilinu ekkert til sex smit undanfarnar vikur. Virk smit eru alls 76. Flestir sem eru að greinast eru í sóttkví, um 60 prósent í sóttkví í greiningu. Einn liggur inni á sjúkrahúsi vegna faraldursins. Þórólfur ítrekaði að ekkert benti til þess að veikindin sem fylgi veirunni nú séu eitthvað vægari en í fyrri bylgju. Það sé að koma í ljós að langtímaáhrif veirunnar séu mikil. Alvarleiki sé því ekki einungis mældur í fjölda þeirra sem hafa látist. Þórólfur telur líka að skilgreina þurfi hver sé ásættanlegur fjöldi sýkinga hér á landi, hvað sé ásættanlegt að margir leggist inn á sjúkrahús og hvað sé ásættanlegt að margir deyi ef ræða á um hvort hleypa eigi veirunni af stað í samfélaginu. Þetta séu erfiðar spurningar sem flestir treysti sér ef til vill ekki að svara.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Sjá meira