Ólafur E. Friðriksson látinn Kristján Már Unnarsson skrifar 8. september 2020 20:23 Ólafur E. Friðriksson varð þjóðkunnur á upphafsárum Stöðvar 2 og þótti einn öflugasti fréttamaður landsins. Stöð 2/Skjáskot. Einn af brautryðjendum fréttastofu Stöðvar 2, Ólafur E. Friðriksson, er látinn eftir langvinn veikindi, 66 ára að aldri. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Ólafur var í hópi fyrstu fréttamanna Stöðvar 2 haustið 1986 en áður hafði hann starfað sem blaðamaður á DV og fréttamaður á Ríkisútvarpinu. Hann gat sér fljótt orð sem einn öflugasti stjórnmálafréttamaður landsins og var einna kunnastur fyrir þátt sinn í að ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar féll í beinni útsendingu í myndveri Stöðvar 2 í september 1988. Ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar féll í þessari frægu útsendingu. Ólafur E. Friðriksson og Helgi Pétursson voru með þá Steingrím Hermannsson utanríkisráðherra og Jón Baldvin Hannibalsson fjármálaráðherra í þættinum 1919 í myndveri Stöðvar 2.Stöð 2/Skjáskot. Ólafur gat sér einnig gott orð fyrir ritstörf. Fyrir bók sína „Skotveiðar í íslenskri náttúru“ var hann tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og bók hans „Læknir á vígvelli“, um störf Gísla H. Sigurðssonar í hernumdu Kúveit, vakti mikla athygli. Þá vann hann að gerð heimildarmynda, meðal annars um haförninn, „Hinn helgi örn“, og um verkalýðshreyfinguna og Guðmund J. Guðmundsson, „Tvennir tímar“. Ólafur í klippiherbergi að vinna að sjónvarpsfrétt á upphafsárum Stöðvar 2.Mynd/Úr einkasafni. Ólafur lærði stjórnmálafræði og síðar lögfræði og ritaði fjölda greina um lögfræðileg málefni. Eftir að hann hætti fréttamennsku starfaði hann um tíma hjá Íslenskri erfðagreiningu og síðast hjá Fjármálaeftirlitinu til ársins 2012, þegar hann lét af störfum vegna veikinda. Ólafur glímdi við blóðsjúkdóm á seinni árum og lést af völdum afleiðinga hans á Landspítalanum þann 1. september síðastliðinn. Hann var fæddur 6. apríl 1954. Ólafur Einar Friðriksson lætur eftir sig eiginkonu, Þórdísi Zoëga, og son, Kristján Geir Ólafsson. Myndbrot frá ferli Ólafs má sjá hér í frétt Stöðvar 2: Bíó og sjónvarp Skotveiði Bókmenntir Íslensk erfðagreining Andlát Fjölmiðlar Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Fleiri fréttir Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Sjá meira
Einn af brautryðjendum fréttastofu Stöðvar 2, Ólafur E. Friðriksson, er látinn eftir langvinn veikindi, 66 ára að aldri. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Ólafur var í hópi fyrstu fréttamanna Stöðvar 2 haustið 1986 en áður hafði hann starfað sem blaðamaður á DV og fréttamaður á Ríkisútvarpinu. Hann gat sér fljótt orð sem einn öflugasti stjórnmálafréttamaður landsins og var einna kunnastur fyrir þátt sinn í að ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar féll í beinni útsendingu í myndveri Stöðvar 2 í september 1988. Ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar féll í þessari frægu útsendingu. Ólafur E. Friðriksson og Helgi Pétursson voru með þá Steingrím Hermannsson utanríkisráðherra og Jón Baldvin Hannibalsson fjármálaráðherra í þættinum 1919 í myndveri Stöðvar 2.Stöð 2/Skjáskot. Ólafur gat sér einnig gott orð fyrir ritstörf. Fyrir bók sína „Skotveiðar í íslenskri náttúru“ var hann tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og bók hans „Læknir á vígvelli“, um störf Gísla H. Sigurðssonar í hernumdu Kúveit, vakti mikla athygli. Þá vann hann að gerð heimildarmynda, meðal annars um haförninn, „Hinn helgi örn“, og um verkalýðshreyfinguna og Guðmund J. Guðmundsson, „Tvennir tímar“. Ólafur í klippiherbergi að vinna að sjónvarpsfrétt á upphafsárum Stöðvar 2.Mynd/Úr einkasafni. Ólafur lærði stjórnmálafræði og síðar lögfræði og ritaði fjölda greina um lögfræðileg málefni. Eftir að hann hætti fréttamennsku starfaði hann um tíma hjá Íslenskri erfðagreiningu og síðast hjá Fjármálaeftirlitinu til ársins 2012, þegar hann lét af störfum vegna veikinda. Ólafur glímdi við blóðsjúkdóm á seinni árum og lést af völdum afleiðinga hans á Landspítalanum þann 1. september síðastliðinn. Hann var fæddur 6. apríl 1954. Ólafur Einar Friðriksson lætur eftir sig eiginkonu, Þórdísi Zoëga, og son, Kristján Geir Ólafsson. Myndbrot frá ferli Ólafs má sjá hér í frétt Stöðvar 2:
Bíó og sjónvarp Skotveiði Bókmenntir Íslensk erfðagreining Andlát Fjölmiðlar Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Fleiri fréttir Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Sjá meira