Segir kerfið hafa brugðist börnum með ADHD Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 8. september 2020 20:55 Móðir drengs sem greindur er með ADHD segir kerfið hafa brugðist börnum með greiningar. Hún segir enga hjálp að fá þar sem mikil vöntun sé á læknum sem þjónusta börn með ADHD. Jóhanna Gunnarsdóttir er móðir drengs í fjórða bekk. Þegar hann var að klára annan bekk í grunnskóla vöknuðu grunsemdir hjá foreldrum og kennurum um að eitthvað væri að hrjá hann. Allt skólaár þriðja bekkjar fór í að greina drenginn hjá skólasálfræðingi og var hann að lokum greindur með ADHD í vor. „Mér var rétt greiningin og sagt til hamingju nú er greining komin. Nú ferð þú bara til læknis og færð aðstoðina,“ segir Jóhanna. Hafði hún þá samband við heimilislækni sem tjáði henni að hann vissi ekki um neinn lækni sem tæki við nýjum sjúklingum. „Svo sagði hann ef þú finnur einhverja lækna, hafðu þá samband við mig og ég skal gefa þér beiðni þangað.“ Hún hafði þá sjálf samband við lækna en kom alls staðar að lokuðum dyrum. „Alls staðar sem ég hringdi. Ég hringdi ekki á einn, tvo, þrjá staði. Ég hringdi á marga staði og eina svarið sem ég fékk var því miður við tökum ekki við nýjum krökkum,“ segir Jóhanna. Hún segir alvarlegt að geta ekki treyst á kerfið til að hjálpa börnum í vanda. „Það er enga hjálp að fá. Eina sem okkur var sagt að gera var að hafa samband við einhvern sem þekkir einhvern sem getur pínt einhvern til að taka hann að sér. Og ef þetta er staðan á Íslandi þá erum við í alvarlegum málum.“ Hún segir að þessu fylgir mikil vanlíðan fyrir drenginn. „Vöntunin er að heilsugæslan viti hvert á að leita og hvert á að beina manni. En það er auðvitað ekki hægt að beina manni neitt nema það séu læknar til.“ Börn og uppeldi Heilbrigðismál Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Fleiri fréttir 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Sjá meira
Móðir drengs sem greindur er með ADHD segir kerfið hafa brugðist börnum með greiningar. Hún segir enga hjálp að fá þar sem mikil vöntun sé á læknum sem þjónusta börn með ADHD. Jóhanna Gunnarsdóttir er móðir drengs í fjórða bekk. Þegar hann var að klára annan bekk í grunnskóla vöknuðu grunsemdir hjá foreldrum og kennurum um að eitthvað væri að hrjá hann. Allt skólaár þriðja bekkjar fór í að greina drenginn hjá skólasálfræðingi og var hann að lokum greindur með ADHD í vor. „Mér var rétt greiningin og sagt til hamingju nú er greining komin. Nú ferð þú bara til læknis og færð aðstoðina,“ segir Jóhanna. Hafði hún þá samband við heimilislækni sem tjáði henni að hann vissi ekki um neinn lækni sem tæki við nýjum sjúklingum. „Svo sagði hann ef þú finnur einhverja lækna, hafðu þá samband við mig og ég skal gefa þér beiðni þangað.“ Hún hafði þá sjálf samband við lækna en kom alls staðar að lokuðum dyrum. „Alls staðar sem ég hringdi. Ég hringdi ekki á einn, tvo, þrjá staði. Ég hringdi á marga staði og eina svarið sem ég fékk var því miður við tökum ekki við nýjum krökkum,“ segir Jóhanna. Hún segir alvarlegt að geta ekki treyst á kerfið til að hjálpa börnum í vanda. „Það er enga hjálp að fá. Eina sem okkur var sagt að gera var að hafa samband við einhvern sem þekkir einhvern sem getur pínt einhvern til að taka hann að sér. Og ef þetta er staðan á Íslandi þá erum við í alvarlegum málum.“ Hún segir að þessu fylgir mikil vanlíðan fyrir drenginn. „Vöntunin er að heilsugæslan viti hvert á að leita og hvert á að beina manni. En það er auðvitað ekki hægt að beina manni neitt nema það séu læknar til.“
Börn og uppeldi Heilbrigðismál Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Fleiri fréttir 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Sjá meira