Stoðsending De Bruyne á móti Íslandi sýndi snilldina hjá þeim besta í enska Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. september 2020 08:30 Kevin De Bruyne á ferðinni í landsleiknum á móti Íslendingum í Brussel í gær. AP/Francisco Seco Kevin De Bruyne lagði upp tvö mörk í sigri Belga á Íslendingum í Brussel í gærkvöldi en það er sú síðari sem fékk mikið lof á bæði samfélagsmiðlum sem og fréttamiðlum. Kevin De Bruyne var kosinn besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar rétt fyrir leikinn á móti íslenska landsliðinu í Brussel og hann hélt upp á það með því að leggja upp mörk fyrir reynsluboltann Dries Mertens og nýliðann Jeremy Doku. Fyrri stoðsendingin kom eftir heimsklassa þríhyringsspil á milli Kevin De Bruyne og Dries Mertens en sú síðari snerist meira um leiklestur og útsjónarsemi Manchester City mannsins. Kevin De Bruyne is the 2019/20 PFA Players' Player of the Year pic.twitter.com/ZGjjIwBevU— B/R Football (@brfootball) September 8, 2020 Kevin De Bruyne nær þar að veiða hægri bakvörðinn Hjört Hermannsson langt upp úr stöðu og sendir boltann síðan í svæðið á milli Birki Bjarnasyni og miðvarðarins Hólmars Eyjólfssonar. Íslensku varnarmennirnir eru komnir eftir á hinum eldsnögga Jeremy Doku og ná aldrei að leysa úr því. De Bruyne nýtir sér tímann sem hann hefur vel en um leið er hann eldsnöggur að spila boltanum þegar tækifærið loks gefst. De Bruyne sýndi þarna næga þolinmæði til að draga íslensku varnarmennina aðeins nær sér og um leið í verri stöðu. Hann sendi síðan boltann á hárréttan stað og þó að Jeremy Doku hafi vissulega átt eftir að gera mikið þá var hann kominn í kjörstöðu til að nýta sína styrkleika. Kevin De Bruyne gaf tuttugu stoðsendingar í 35 leikjum í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð og kom alls að 33 mörkum Manchester City liðsins. Hann hefur nú gefið átta stoðsendingar í síðustu fjórum leikjum sínum með belgíska landsliðinu þar þrjár á móti Skotum, tvær á móti Rússum og loks tvær á móti Íslendingum í gær. Með svona sendingamann innanborðs þá er kannski ekkert skrýtið að Belgar séu búnir að skora 19 mörk í þessum fjórum landsleikjum Kevin De Bruyne sem sjálfur hefur skorað 3 mörk í þeim. Hér fyrir neðan má sjá þessa stoðsendingu Kevin De Bruyne í fimmta marki Belgana í gær. Klippa: Fimmta markið með stoðsendingunni frá Kevin De Bruyne Þjóðadeild UEFA Mest lesið Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Háloftafugl og fjölhæf stór stelpa til Keflavíkur - myndband Körfubolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Sjá meira
Kevin De Bruyne lagði upp tvö mörk í sigri Belga á Íslendingum í Brussel í gærkvöldi en það er sú síðari sem fékk mikið lof á bæði samfélagsmiðlum sem og fréttamiðlum. Kevin De Bruyne var kosinn besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar rétt fyrir leikinn á móti íslenska landsliðinu í Brussel og hann hélt upp á það með því að leggja upp mörk fyrir reynsluboltann Dries Mertens og nýliðann Jeremy Doku. Fyrri stoðsendingin kom eftir heimsklassa þríhyringsspil á milli Kevin De Bruyne og Dries Mertens en sú síðari snerist meira um leiklestur og útsjónarsemi Manchester City mannsins. Kevin De Bruyne is the 2019/20 PFA Players' Player of the Year pic.twitter.com/ZGjjIwBevU— B/R Football (@brfootball) September 8, 2020 Kevin De Bruyne nær þar að veiða hægri bakvörðinn Hjört Hermannsson langt upp úr stöðu og sendir boltann síðan í svæðið á milli Birki Bjarnasyni og miðvarðarins Hólmars Eyjólfssonar. Íslensku varnarmennirnir eru komnir eftir á hinum eldsnögga Jeremy Doku og ná aldrei að leysa úr því. De Bruyne nýtir sér tímann sem hann hefur vel en um leið er hann eldsnöggur að spila boltanum þegar tækifærið loks gefst. De Bruyne sýndi þarna næga þolinmæði til að draga íslensku varnarmennina aðeins nær sér og um leið í verri stöðu. Hann sendi síðan boltann á hárréttan stað og þó að Jeremy Doku hafi vissulega átt eftir að gera mikið þá var hann kominn í kjörstöðu til að nýta sína styrkleika. Kevin De Bruyne gaf tuttugu stoðsendingar í 35 leikjum í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð og kom alls að 33 mörkum Manchester City liðsins. Hann hefur nú gefið átta stoðsendingar í síðustu fjórum leikjum sínum með belgíska landsliðinu þar þrjár á móti Skotum, tvær á móti Rússum og loks tvær á móti Íslendingum í gær. Með svona sendingamann innanborðs þá er kannski ekkert skrýtið að Belgar séu búnir að skora 19 mörk í þessum fjórum landsleikjum Kevin De Bruyne sem sjálfur hefur skorað 3 mörk í þeim. Hér fyrir neðan má sjá þessa stoðsendingu Kevin De Bruyne í fimmta marki Belgana í gær. Klippa: Fimmta markið með stoðsendingunni frá Kevin De Bruyne
Þjóðadeild UEFA Mest lesið Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Háloftafugl og fjölhæf stór stelpa til Keflavíkur - myndband Körfubolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Sjá meira