„Vinnuveitandinn var byrjaður að fylgjast með í síðustu keppni“ Anton Ingi Leifsson skrifar 9. september 2020 15:30 Aron Þormar spilar í fyrstu sjónvarpsútsendingunni í kvöld. KEYNATURA Fyrsta umferðin í úrvalsdeildinni í eFótbolta fer fram í kvöld en Knattspyrnusamband Ísland hefur stofnað úrvalsdeildina í efótbolta í samstarfi við Rafíþróttasamtök Íslands. Íslandsmeistarinn Róbert Daði Sigurþórsson, úr Fylki, mætir Eyjamanninum Guðmundi Tómasi Sigfússyni en silfurverðlaunahafinn Aron Þormar Lárusson spilar við Alexander Aron Hannesson. Aron Þormar spilar fyrir hönd Fylkis en Alexander Aron spilar fyrir Keflavík. Leikurinn hefst í kvöld klukan 20.00 en öll fyrsta umferðin er spiluð klukkan átta í kvöld. Spilað verður FIFA Ultimate Team, sem er ríkjandi keppnisfyrirkomulag í heiminum en deildina skipa átta bestu lið landsins og var byggt á árangri leikmanna á Íslandsmótinu í vor, þar sem fimmtíu lið skráðu sig til leiks. Af því tilefni ákvað Vísir að taka púlsinn á Aroni sem er með miklar væntingar fyrir komandi tímabil en hann verður einmitt í fyrstu beinu sjónvarpsútsendingunni á Stöð 2 eSport í kvöld frá klukkan 20.00 til 21.30. „Það er mikil spenna í mér fyrir kvöldinu,“ sagði Aron Þormar er Vísir sló á þráðinn í dag en það er ekki bara á Íslandsmótinu sem Aron Þormar nældi í silfur því hann lenti einnig í öðru sæti á Reykjarvíkurleikunum. Það væntanlega gerir hann enn meira tilbúinn í verkefnið að reyna að sækja gull í fyrstu úrvalsdeildinni en hver viðureign er spiluð á heima- og útivelli og samanstendur af tveimur leikjum með samanlagðri markatölu. Leikmenn skiptast á að hýsa leikinn. „Það er markmiðið að vinna mótið. Mér finnst geggjað að það sé komið deild. Það var það sem vantaði og þetta mun vonandi hjálpa að lyfta þessu á enn hærra stig.“ EFótboltinn rúllar af stað í kvöld.vísir Aron Þormar og Róbert Daði munu svo spila saman í tvíliðaleik þegar hægt verður að spila tveir og tveir saman. „Við höfum ekki náð að spila neitt saman, tveir og tveir. Hann er minn helsti andstæðingur í einliðaleik en við höfum enn ekki náð að spila saman tveir og tveir. Covid frestaði því.“ Hann fann fyrir áhuganum í síðustu keppni, þar á meðal frá vinnuveitanda sínum. „Það var mikill áhugi í síðustu keppni. Fjölskylda og vinir fylgdust vel með og meira að segja vinnuveitandinn var byrjaður að horfa,“ sagði Aron Þormar sem vinnur í Klettaskóla sem var ekki lengi að velja sér sinn uppáhalds leikmann. „Það er Neymar eða Ronaldo Nazario,“ sagði kappinn. Einungis má nota þrjá svokallað „icon“ leikmenn og Aron Þormar er ekki búinn að gera upp við sig hvaða leikmenn hann ætlar að byrja með í kvöld. „Ég er ekki búinn að gera upp á milli Ronaldo og Neymar en það er enginn veikur hlekkur í liðinu mínu.“ Úrvalsdeildin í eFótbolta er á dagskrá Stöð 2 eSport alla miðvikudaga frá 20.00 til 21.30. Rafíþróttir Mest lesið Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Fótbolti Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Körfubolti Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Fótbolti Dagskráin í dag: Grindavík hefur göngu sína Sport Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Fótbolti Cecilía í liði ársins Fótbolti Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Fótbolti Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Dagskráin í dag: Grindavík hefur göngu sína Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Gamli maðurinn lét Littler svitna Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Cecilía í liði ársins Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Inter á toppinn eftir sigur á Sardiníu Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Searle úr leik en Aspinall kláraði sitt „Vonandi færir nýja árið okkur titla“ Ráku annan þjálfarann á tímabilinu „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Salah, Son og De Bruyne gætu farið frítt næsta sumar Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar, HM í pílu og amerískar íþróttir Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sjá meira
Fyrsta umferðin í úrvalsdeildinni í eFótbolta fer fram í kvöld en Knattspyrnusamband Ísland hefur stofnað úrvalsdeildina í efótbolta í samstarfi við Rafíþróttasamtök Íslands. Íslandsmeistarinn Róbert Daði Sigurþórsson, úr Fylki, mætir Eyjamanninum Guðmundi Tómasi Sigfússyni en silfurverðlaunahafinn Aron Þormar Lárusson spilar við Alexander Aron Hannesson. Aron Þormar spilar fyrir hönd Fylkis en Alexander Aron spilar fyrir Keflavík. Leikurinn hefst í kvöld klukan 20.00 en öll fyrsta umferðin er spiluð klukkan átta í kvöld. Spilað verður FIFA Ultimate Team, sem er ríkjandi keppnisfyrirkomulag í heiminum en deildina skipa átta bestu lið landsins og var byggt á árangri leikmanna á Íslandsmótinu í vor, þar sem fimmtíu lið skráðu sig til leiks. Af því tilefni ákvað Vísir að taka púlsinn á Aroni sem er með miklar væntingar fyrir komandi tímabil en hann verður einmitt í fyrstu beinu sjónvarpsútsendingunni á Stöð 2 eSport í kvöld frá klukkan 20.00 til 21.30. „Það er mikil spenna í mér fyrir kvöldinu,“ sagði Aron Þormar er Vísir sló á þráðinn í dag en það er ekki bara á Íslandsmótinu sem Aron Þormar nældi í silfur því hann lenti einnig í öðru sæti á Reykjarvíkurleikunum. Það væntanlega gerir hann enn meira tilbúinn í verkefnið að reyna að sækja gull í fyrstu úrvalsdeildinni en hver viðureign er spiluð á heima- og útivelli og samanstendur af tveimur leikjum með samanlagðri markatölu. Leikmenn skiptast á að hýsa leikinn. „Það er markmiðið að vinna mótið. Mér finnst geggjað að það sé komið deild. Það var það sem vantaði og þetta mun vonandi hjálpa að lyfta þessu á enn hærra stig.“ EFótboltinn rúllar af stað í kvöld.vísir Aron Þormar og Róbert Daði munu svo spila saman í tvíliðaleik þegar hægt verður að spila tveir og tveir saman. „Við höfum ekki náð að spila neitt saman, tveir og tveir. Hann er minn helsti andstæðingur í einliðaleik en við höfum enn ekki náð að spila saman tveir og tveir. Covid frestaði því.“ Hann fann fyrir áhuganum í síðustu keppni, þar á meðal frá vinnuveitanda sínum. „Það var mikill áhugi í síðustu keppni. Fjölskylda og vinir fylgdust vel með og meira að segja vinnuveitandinn var byrjaður að horfa,“ sagði Aron Þormar sem vinnur í Klettaskóla sem var ekki lengi að velja sér sinn uppáhalds leikmann. „Það er Neymar eða Ronaldo Nazario,“ sagði kappinn. Einungis má nota þrjá svokallað „icon“ leikmenn og Aron Þormar er ekki búinn að gera upp við sig hvaða leikmenn hann ætlar að byrja með í kvöld. „Ég er ekki búinn að gera upp á milli Ronaldo og Neymar en það er enginn veikur hlekkur í liðinu mínu.“ Úrvalsdeildin í eFótbolta er á dagskrá Stöð 2 eSport alla miðvikudaga frá 20.00 til 21.30.
Rafíþróttir Mest lesið Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Fótbolti Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Körfubolti Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Fótbolti Dagskráin í dag: Grindavík hefur göngu sína Sport Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Fótbolti Cecilía í liði ársins Fótbolti Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Fótbolti Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Dagskráin í dag: Grindavík hefur göngu sína Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Gamli maðurinn lét Littler svitna Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Cecilía í liði ársins Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Inter á toppinn eftir sigur á Sardiníu Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Searle úr leik en Aspinall kláraði sitt „Vonandi færir nýja árið okkur titla“ Ráku annan þjálfarann á tímabilinu „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Salah, Son og De Bruyne gætu farið frítt næsta sumar Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar, HM í pílu og amerískar íþróttir Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sjá meira