Fannst allir á auglýsingastofum vera með kassagleraugu í niðurhnepptum skyrtum að selja kókópöffs Stefán Árni Pálsson skrifar 11. september 2020 07:01 Bragi Valdimar er í dag einn af eigendum auglýsingastofunnar Brandenburg. Bragi Valdimar Skúlason er Baggalútur, tónsmiður, textasmiður, auglýsingamógull og allrahandaséní. Hann er einn af eigendum auglýsingastofunnar Brandenburg, gríðarlegur áhugamaður um íslenska tungu, stjórnar sjónvarpsþáttum, gefur út bækur og fyllir Háskólabíó alla daga desembermánaðar. Hann lærði ekki að yrkja fyrr en á unglingsárum en gerir það af alefli í dag. Hann lætur hlutina gerast, beitir sér fyrir réttindamálum tón- og textahöfunda og sameinar bissness og list. Hljóðkirkjan gefur út fimm þætti í viku. Dómsdagur á mánudögum, Kokkaflakk á þriðjudögum, Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum og Besta platan á föstudögum. Eins og áður segir er Bragi einn af eigendum auglýsingastofunnar Brandenburg en hann kunni ekkert sérstaklega vel við fólk í þeim bransa hér áður fyrr. Fannst þetta alveg glatað „Ég var í raun dreginn inn á auglýsingastofu í viðtal sem þessi gaur sem er alltaf að skrifa á netið og fólk flissar. Hvort það væri ekki hægt að nýta hann eitthvað. Mér fannst þetta alveg glatað sko,“ segir Bragi Valdimar og heldur áfram. „Mér fannst allir á auglýsingastofum vera með einhver kassagleraugu í niður hnepptum skyrtum að selja kókó puffs. Svo fattaði ég að þetta er bara stórkostlegur staður fyrir þennan random hæfileika að geta einfaldað hluti og nýtt skrifin í eitthvað og getað borðað um mánaðarmótin.“ Bragi segist strax hafa fundið sig vel á þessum vettvangi. „Þessar stofur eru auðvitað bara skapandi umhverfi og strúktúrinn þarna er æðislegur. Alltaf nýtt á hverjum degi og ef þú gerir eitthvað drasl þá gleymist það á viku og ef þú gerir eitthvað gott þá man kannski einhver eftir því.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið í heild sinni en Bragi ræðir um allt milli himins og jarðar við Snæbjörn. Auglýsinga- og markaðsmál Snæbjörn talar við fólk Mest lesið „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lífið Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Lífið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Unnur Birna og Daði eru nýtt par Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Fleiri fréttir „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Sjá meira
Bragi Valdimar Skúlason er Baggalútur, tónsmiður, textasmiður, auglýsingamógull og allrahandaséní. Hann er einn af eigendum auglýsingastofunnar Brandenburg, gríðarlegur áhugamaður um íslenska tungu, stjórnar sjónvarpsþáttum, gefur út bækur og fyllir Háskólabíó alla daga desembermánaðar. Hann lærði ekki að yrkja fyrr en á unglingsárum en gerir það af alefli í dag. Hann lætur hlutina gerast, beitir sér fyrir réttindamálum tón- og textahöfunda og sameinar bissness og list. Hljóðkirkjan gefur út fimm þætti í viku. Dómsdagur á mánudögum, Kokkaflakk á þriðjudögum, Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum og Besta platan á föstudögum. Eins og áður segir er Bragi einn af eigendum auglýsingastofunnar Brandenburg en hann kunni ekkert sérstaklega vel við fólk í þeim bransa hér áður fyrr. Fannst þetta alveg glatað „Ég var í raun dreginn inn á auglýsingastofu í viðtal sem þessi gaur sem er alltaf að skrifa á netið og fólk flissar. Hvort það væri ekki hægt að nýta hann eitthvað. Mér fannst þetta alveg glatað sko,“ segir Bragi Valdimar og heldur áfram. „Mér fannst allir á auglýsingastofum vera með einhver kassagleraugu í niður hnepptum skyrtum að selja kókó puffs. Svo fattaði ég að þetta er bara stórkostlegur staður fyrir þennan random hæfileika að geta einfaldað hluti og nýtt skrifin í eitthvað og getað borðað um mánaðarmótin.“ Bragi segist strax hafa fundið sig vel á þessum vettvangi. „Þessar stofur eru auðvitað bara skapandi umhverfi og strúktúrinn þarna er æðislegur. Alltaf nýtt á hverjum degi og ef þú gerir eitthvað drasl þá gleymist það á viku og ef þú gerir eitthvað gott þá man kannski einhver eftir því.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið í heild sinni en Bragi ræðir um allt milli himins og jarðar við Snæbjörn.
Auglýsinga- og markaðsmál Snæbjörn talar við fólk Mest lesið „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lífið Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Lífið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Unnur Birna og Daði eru nýtt par Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Fleiri fréttir „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Sjá meira