Jón Þór hefur ekki áhyggjur af eigin fjarveru | Hópurinn í mjög góðum málum Sindri Sverrisson skrifar 10. september 2020 19:15 Elín Metta Jensen og stöllur hennar í íslenska landsliðinu eiga í harðri baráttu um sæti á EM. VÍSIR/GETTY Jón Þór Hauksson hefur ekki áhyggjur af því að það komi niður á landsliðinu að hann megi ekki stýra því gegn Lettlandi í undankeppni EM. Hann kallaði á efnilega leikmenn í dag fyrir leikina við Lettland og Svíþjóð. Landsliðsþjálfarinn tekur út leikbann gegn Lettlandi eftir að hafa fengið rautt spjald í útileiknum gegn Lettum, í október á síðasta ári, fyrir of harkaleg mótmæli við dómara. Hann verður hins vegar á hliðarlínunni í leiknum mikilvæga við Svíþjóð, og fær aðstoð Þórðar Þórðarsonar þjálfara U19-landsliðsins í leikjunum. „Við erum sem betur fer með stórt og öflugt þjálfarateymi svo ég hef engar áhyggjur af því í sjálfu sér. Þórður kemur inn, þjálfari U19-landsliðsins, og við höfum auðvitað unnið náið saman að þessum landsliðum. Því miður eru liðin oft að spila á sama tíma svo að við höfum ekki áður unnið saman í verkefnum, eins og við hefðum viljað. Núna gefst kærkomið tækifæri til þess. Þórður þekkir hópinn og marga leikmenn sem hann hefur unnið með og mun nýtast okkur gríðarlega vel í þessu verkefni,“ segir Jón Þór, en viðtalið við hann má sjá hér að neðan. Vinkonurnar Sveindís Jane Jónsdóttir úr Breiðabliki og Barbára Sól Gísladóttir úr Selfossi, sem leikið hafa saman í U19-landsliðinu, eru nýliðar í landsliðshópnum. Hópur af spennandi og efnilegum leikmönnum „Þetta eru gríðarlega öflugir leikmenn sem hafa verið mjög öflugir í deildinni hér heima. Þær koma með kraft inn í hópinn en eru auðvitað nýliðar, hafa ekki verið með okkur áður. Karólína Lea [Vilhjálmsdóttir] og Cecilía [Rán Rúnarsdóttir] hafa einn leik hvor að baki, svo við erum með hóp af ungum leikmönnum sem eru virkilega spennandi og efnilegar,“ segir Jón Þór sem er ánægður með stöðuna á leikmannahópnum: „Það er lítið sem ekkert um meiðsli og það eru allir leikmenn tilbúnir í þetta verkefni. Þær hafa verið að spila mikið og spila vel, svo ég held að við séum í mjög góðum málum með hópinn á þessum tímapunkti.“ Ekkert nýtt í máli Cloé Cloé Lacasse, fyrrverandi leikmaður ÍBV, varð íslenskur ríkisborgari í júní 2019 en er ekki enn orðin gjaldgeng með íslenska landsliðinu: „Það hefur lítið gerst í hennar málum. Við erum að vinna í því með UEFA og FIFA og það hefur í raun ekkert gerst. Svarið er því það sama og venjulega. Hún er ekki lögleg með íslenska liðinu og þar af leiðandi ekki valin í þennan hóp.“ Klippa: Sportpakkinn - Kvennalandsliðið valið EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Sveindís Jane og Barbára Sól nýliðar í kvennalandsliðinu Sveindís Jane Jónsdóttir og Barbára Sól Gísladóttir er nýliðarnir í landsliðshópnnum hjá Jóni Þór Haukssyni og tvær af sjö í hópnum sem eru fæddar eftir 2000. 10. september 2020 13:17 Svona var blaðamannafundurinn þar sem hópurinn fyrir leikina gegn Lettum og Svíum var kynntur Jón Þór Hauksson tilkynnti í dag landsliðshópinn fyrir leikina mikilvægu gegn Lettlandi og Svíþjóð í undankeppni EM. 10. september 2020 14:00 Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA Fótbolti Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Sjá meira
Jón Þór Hauksson hefur ekki áhyggjur af því að það komi niður á landsliðinu að hann megi ekki stýra því gegn Lettlandi í undankeppni EM. Hann kallaði á efnilega leikmenn í dag fyrir leikina við Lettland og Svíþjóð. Landsliðsþjálfarinn tekur út leikbann gegn Lettlandi eftir að hafa fengið rautt spjald í útileiknum gegn Lettum, í október á síðasta ári, fyrir of harkaleg mótmæli við dómara. Hann verður hins vegar á hliðarlínunni í leiknum mikilvæga við Svíþjóð, og fær aðstoð Þórðar Þórðarsonar þjálfara U19-landsliðsins í leikjunum. „Við erum sem betur fer með stórt og öflugt þjálfarateymi svo ég hef engar áhyggjur af því í sjálfu sér. Þórður kemur inn, þjálfari U19-landsliðsins, og við höfum auðvitað unnið náið saman að þessum landsliðum. Því miður eru liðin oft að spila á sama tíma svo að við höfum ekki áður unnið saman í verkefnum, eins og við hefðum viljað. Núna gefst kærkomið tækifæri til þess. Þórður þekkir hópinn og marga leikmenn sem hann hefur unnið með og mun nýtast okkur gríðarlega vel í þessu verkefni,“ segir Jón Þór, en viðtalið við hann má sjá hér að neðan. Vinkonurnar Sveindís Jane Jónsdóttir úr Breiðabliki og Barbára Sól Gísladóttir úr Selfossi, sem leikið hafa saman í U19-landsliðinu, eru nýliðar í landsliðshópnum. Hópur af spennandi og efnilegum leikmönnum „Þetta eru gríðarlega öflugir leikmenn sem hafa verið mjög öflugir í deildinni hér heima. Þær koma með kraft inn í hópinn en eru auðvitað nýliðar, hafa ekki verið með okkur áður. Karólína Lea [Vilhjálmsdóttir] og Cecilía [Rán Rúnarsdóttir] hafa einn leik hvor að baki, svo við erum með hóp af ungum leikmönnum sem eru virkilega spennandi og efnilegar,“ segir Jón Þór sem er ánægður með stöðuna á leikmannahópnum: „Það er lítið sem ekkert um meiðsli og það eru allir leikmenn tilbúnir í þetta verkefni. Þær hafa verið að spila mikið og spila vel, svo ég held að við séum í mjög góðum málum með hópinn á þessum tímapunkti.“ Ekkert nýtt í máli Cloé Cloé Lacasse, fyrrverandi leikmaður ÍBV, varð íslenskur ríkisborgari í júní 2019 en er ekki enn orðin gjaldgeng með íslenska landsliðinu: „Það hefur lítið gerst í hennar málum. Við erum að vinna í því með UEFA og FIFA og það hefur í raun ekkert gerst. Svarið er því það sama og venjulega. Hún er ekki lögleg með íslenska liðinu og þar af leiðandi ekki valin í þennan hóp.“ Klippa: Sportpakkinn - Kvennalandsliðið valið
EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Sveindís Jane og Barbára Sól nýliðar í kvennalandsliðinu Sveindís Jane Jónsdóttir og Barbára Sól Gísladóttir er nýliðarnir í landsliðshópnnum hjá Jóni Þór Haukssyni og tvær af sjö í hópnum sem eru fæddar eftir 2000. 10. september 2020 13:17 Svona var blaðamannafundurinn þar sem hópurinn fyrir leikina gegn Lettum og Svíum var kynntur Jón Þór Hauksson tilkynnti í dag landsliðshópinn fyrir leikina mikilvægu gegn Lettlandi og Svíþjóð í undankeppni EM. 10. september 2020 14:00 Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA Fótbolti Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Sjá meira
Sveindís Jane og Barbára Sól nýliðar í kvennalandsliðinu Sveindís Jane Jónsdóttir og Barbára Sól Gísladóttir er nýliðarnir í landsliðshópnnum hjá Jóni Þór Haukssyni og tvær af sjö í hópnum sem eru fæddar eftir 2000. 10. september 2020 13:17
Svona var blaðamannafundurinn þar sem hópurinn fyrir leikina gegn Lettum og Svíum var kynntur Jón Þór Hauksson tilkynnti í dag landsliðshópinn fyrir leikina mikilvægu gegn Lettlandi og Svíþjóð í undankeppni EM. 10. september 2020 14:00