Meistararnir keppa um Ofurbikarinn við risana frá Barcelona og Real Madrid Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. september 2020 15:30 Leikmenn Baskonia fagna spænska meistaratitlinum sem þeir unnu óvænt í lok júlí. Mynd/Baskonia Spænski körfuboltinn er kominn í íslenskt sjónvarp í fyrsta sinn og fyrstu beinu útsendingarnar verða um helgina þegar fer fram Ofurbikarinn á Spáni. Baskonia vann óvænt spænska meistaratitilinn í körfubolta í sumar en nú er komið að liðinu að standast ásókn stórliða Barca og Real í Ofurbikarnum. Spænski Ofurbikarinn í körfubolta er tveggja daga keppni þar sem taka þátt fjögur lið. Undanúrslitin eru á laugardegi og úrslitaleikurinn er síðan á sunnudeginum. Liðin sem fá þátttökurétt eru spænsku meistararnir, spænsku bikarmeistararnir, silfurlið síðasta tímabils og svo gestgjafarnir sem eru að þessu sinni frá Iberostar Tenerife frá Kanaríeyjum. ¡La #SupercopaEndesa Tenerife 2020 ya tiene horarios! Sábado 12 de septiembre 18:30 (17:30 hora insular) TD Systems @Baskonia - @FCBbasket 21:30 (20:30 h.i.) Iberostar Tenerife @CB1939Canarias - @RMBaloncesto Domingo 13 sept. 18:30 (17:30 h.i) Final pic.twitter.com/MxfqUWid7t— Liga Endesa (@ACBCOM) August 14, 2020 Risarnir í Barcelona og Real Madrid tókst ekki að landa spænska meistaratitlinum á síðasta tímabili þrátt fyrir að vera í efstu tveimur sætum deildarinnar þegar keppni var hætt. Baskonia liðið var aftur á móti aðeins í áttunda sætinu þegar þurft að gera hlé vegna kórónuveirunnar en átti frábæra úrslitakeppni um mitt sumar. Baskonia tapaði reyndar fyrir Barcelona með sex stigum í riðlakeppni úrslitanna en nýtti sér annað tækifæri í úrslitaleiknum sem Baskonia vann 69-67. Baskonia naut góðs af því að það þurfti aðeins leik til að komast bæði í gegnum undanúrslitin og tryggja sér spænska titilinn. ¡¡ si ha sido el mejor momento del año!! @ilpupazzo33 @LucaVildoza = CAMPEONES #BaskoniaTxapeldun pic.twitter.com/lv2P5S7XgI— Saski Baskonia (@Baskonia) July 30, 2020 Nú er komið að Baskonia liðinu að standa undir nafni sem spænsku meistararnir í Ofurbikarnum. Barcelona og Real Madrid eru nefnilega bæði með í Ofurbikarnum í ár, Real sem bikarmeistari og sigurvegari Ofurbikarsins í fyrra og Barcelona sem silfurliðið á síðasta tímabili. Baskonia mætir einmitt liði Barcelona, sem Baskonia vann naumlega í úrslitaleiknum. Real Madrid spilar við heimamenn. Stöð 2 Sport 2 sýnir undanúrslitaleik Baskonia og Barcelona klukkan 16.30 á morgun og undanúrslitaleik Tenerife og Real Madrid klukkan 19.30. Úrslitaleikurinn er síðan á milli sigurvegara liðanna klukkan 16.30 á Stöð 2 Sport 2 á sunnudaginn. Spænski körfuboltinn Mest lesið „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Sjá meira
Spænski körfuboltinn er kominn í íslenskt sjónvarp í fyrsta sinn og fyrstu beinu útsendingarnar verða um helgina þegar fer fram Ofurbikarinn á Spáni. Baskonia vann óvænt spænska meistaratitilinn í körfubolta í sumar en nú er komið að liðinu að standast ásókn stórliða Barca og Real í Ofurbikarnum. Spænski Ofurbikarinn í körfubolta er tveggja daga keppni þar sem taka þátt fjögur lið. Undanúrslitin eru á laugardegi og úrslitaleikurinn er síðan á sunnudeginum. Liðin sem fá þátttökurétt eru spænsku meistararnir, spænsku bikarmeistararnir, silfurlið síðasta tímabils og svo gestgjafarnir sem eru að þessu sinni frá Iberostar Tenerife frá Kanaríeyjum. ¡La #SupercopaEndesa Tenerife 2020 ya tiene horarios! Sábado 12 de septiembre 18:30 (17:30 hora insular) TD Systems @Baskonia - @FCBbasket 21:30 (20:30 h.i.) Iberostar Tenerife @CB1939Canarias - @RMBaloncesto Domingo 13 sept. 18:30 (17:30 h.i) Final pic.twitter.com/MxfqUWid7t— Liga Endesa (@ACBCOM) August 14, 2020 Risarnir í Barcelona og Real Madrid tókst ekki að landa spænska meistaratitlinum á síðasta tímabili þrátt fyrir að vera í efstu tveimur sætum deildarinnar þegar keppni var hætt. Baskonia liðið var aftur á móti aðeins í áttunda sætinu þegar þurft að gera hlé vegna kórónuveirunnar en átti frábæra úrslitakeppni um mitt sumar. Baskonia tapaði reyndar fyrir Barcelona með sex stigum í riðlakeppni úrslitanna en nýtti sér annað tækifæri í úrslitaleiknum sem Baskonia vann 69-67. Baskonia naut góðs af því að það þurfti aðeins leik til að komast bæði í gegnum undanúrslitin og tryggja sér spænska titilinn. ¡¡ si ha sido el mejor momento del año!! @ilpupazzo33 @LucaVildoza = CAMPEONES #BaskoniaTxapeldun pic.twitter.com/lv2P5S7XgI— Saski Baskonia (@Baskonia) July 30, 2020 Nú er komið að Baskonia liðinu að standa undir nafni sem spænsku meistararnir í Ofurbikarnum. Barcelona og Real Madrid eru nefnilega bæði með í Ofurbikarnum í ár, Real sem bikarmeistari og sigurvegari Ofurbikarsins í fyrra og Barcelona sem silfurliðið á síðasta tímabili. Baskonia mætir einmitt liði Barcelona, sem Baskonia vann naumlega í úrslitaleiknum. Real Madrid spilar við heimamenn. Stöð 2 Sport 2 sýnir undanúrslitaleik Baskonia og Barcelona klukkan 16.30 á morgun og undanúrslitaleik Tenerife og Real Madrid klukkan 19.30. Úrslitaleikurinn er síðan á milli sigurvegara liðanna klukkan 16.30 á Stöð 2 Sport 2 á sunnudaginn.
Spænski körfuboltinn Mest lesið „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Sjá meira