Minnast Erick Morillo: „Sorglegt hvernig fór fyrir honum“ Tinni Sveinsson skrifar 11. september 2020 16:15 Tvær goðsagnir í heimi plötusnúða. Erick Morillo og Carl Cox taka sjálfu á kvikmyndahátíð í Los Angeles árið 2017. Getty/Joe Scarnici Danstónlistarþátturinn PartyZone hefur fært sig um set og birtist meðal annars vikulega hér á Vísi. Í þætti vikunnar minnast þáttastjórnendur plötusnúðsins Erick Morillo. Morillo var vel þekktur í heimi danstónlistar þar sem hann vann iðulega verðlaun sem einn besti plötusnúður ársins og gaf út efni undir fjölmörgum nöfnum í gegnum árin. Klippa: Party Zone 11. september Flestir ættu samt að kannast við smellinn I Like To Move It, sem hann samdi undir nafninu Reel 2 Real. Lagið sló í gegn út um allan heim og var gert ódauðlegt í teiknimyndinni Madagascar. PartyZone fékk Morillo til Íslands árið 1997 og kom hann fram á árslistakvöldi í Tunglinu. „Það var alveg troðfullt í Tunglinu. Enda var hann alger spaði og nett stjarna,“ segir Helgi Már Bjarnason, einn umsjónarmanna PartyZone. „Þetta heppnaðist svo vel að hann bauð okkur að halda PartyZone kvöld með Strictly Rhythm á Ibiza í kjölfarið. En það er sorglegt hvernig fór fyrir honum,“ segir Helgi en Morillo fannst látinn á heimili sínu í Flórída í byrjun mánaðar. watch on YouTube Morillo hafði síðustu ár barist við fíknisjúkdóm. Hann var fyrr á árinu handtekinn vegna nauðgunarkæru og átti að koma fyrir dómara seinna í mánuðinum. Hægt er að lesa nánar um lífshlaup hans hér á The Guardian. Í þættinum má heyra nokkur lög Morillo. Einnig vel valin ný lög úr heimi danstónlistarinnar. Þá er nýr dagskrárliður kynntur til leiks í þættinum, 70s lagið, sem mun heyrast endrum og sinnum. Þar er eitt gamalt og gott diskó/soul lag spilað. Fleiri PartyZone þætti má nálgast hér á Vísi og á Mixcloud. Morgunblaðið birti myndir af tónleikum Morillo í Tunglinu í janúar 1997.Tímarit.is PartyZone Mest lesið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Saga sagði já við Sturlu Lífið Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Tónlist Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Heilsa og vellíðan nátengd góðu umhverfi Lífið samstarf Fleiri fréttir Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Danstónlistarþátturinn PartyZone hefur fært sig um set og birtist meðal annars vikulega hér á Vísi. Í þætti vikunnar minnast þáttastjórnendur plötusnúðsins Erick Morillo. Morillo var vel þekktur í heimi danstónlistar þar sem hann vann iðulega verðlaun sem einn besti plötusnúður ársins og gaf út efni undir fjölmörgum nöfnum í gegnum árin. Klippa: Party Zone 11. september Flestir ættu samt að kannast við smellinn I Like To Move It, sem hann samdi undir nafninu Reel 2 Real. Lagið sló í gegn út um allan heim og var gert ódauðlegt í teiknimyndinni Madagascar. PartyZone fékk Morillo til Íslands árið 1997 og kom hann fram á árslistakvöldi í Tunglinu. „Það var alveg troðfullt í Tunglinu. Enda var hann alger spaði og nett stjarna,“ segir Helgi Már Bjarnason, einn umsjónarmanna PartyZone. „Þetta heppnaðist svo vel að hann bauð okkur að halda PartyZone kvöld með Strictly Rhythm á Ibiza í kjölfarið. En það er sorglegt hvernig fór fyrir honum,“ segir Helgi en Morillo fannst látinn á heimili sínu í Flórída í byrjun mánaðar. watch on YouTube Morillo hafði síðustu ár barist við fíknisjúkdóm. Hann var fyrr á árinu handtekinn vegna nauðgunarkæru og átti að koma fyrir dómara seinna í mánuðinum. Hægt er að lesa nánar um lífshlaup hans hér á The Guardian. Í þættinum má heyra nokkur lög Morillo. Einnig vel valin ný lög úr heimi danstónlistarinnar. Þá er nýr dagskrárliður kynntur til leiks í þættinum, 70s lagið, sem mun heyrast endrum og sinnum. Þar er eitt gamalt og gott diskó/soul lag spilað. Fleiri PartyZone þætti má nálgast hér á Vísi og á Mixcloud. Morgunblaðið birti myndir af tónleikum Morillo í Tunglinu í janúar 1997.Tímarit.is
PartyZone Mest lesið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Saga sagði já við Sturlu Lífið Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Tónlist Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Heilsa og vellíðan nátengd góðu umhverfi Lífið samstarf Fleiri fréttir Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira