Staða barna af erlendum uppruna í Kvennaathvarfinu slæm Nadine Guðrún Yaghi skrifar 11. september 2020 21:31 Drífa Jónasdóttir, verkefnastýra hjá Kvennaathvarfinu, segir að félagsleg staða barna af erlendum uppruna sem dvelja í athvarfinu slæma. vísir/Sigurjón Stór hluti barna af erlendum uppruna sem dvalið hefur í Kvennaathvarfinu undanfarin tæp tvö ár hefur orðið fyrir líkamlegu ofbeldi á heimili sínu, flest alla sína ævi. Þá er félagsleg staða þeirra slæm samkvæmt rannsókn athvarfsins. Í fyrra komu alls 35 erlendar konur, sem einnig voru mæður, í dvöl í Kvenntaathvarfið með samtals 53 börn á aldrinum núll til sautján ára. Það sem af er ári hafa aðrar 35 erlendar konur, sem einnig voru mæður, dvalið í Kvennaathvarfinu, með 52 börn. Þessum mæðrum og börnum var ekki stætt að búa á heimili sínu vegna ofbeldis. Í nýrri rannsókn athvarfsins var staða þessara barna skoðuð. Tekin voru viðtöl við mæður 15 barna sem dvöldu í athvarfinu á tímabilinu 1.júní 2019 til 1. júní 2020. Í ljós kom að 47 prósent barnanna höfðu verið beitt líkamlegu ofbeldi og 80 prósent barnanna hefði búið við andlegt ofbeldi af hálfu föður. „Þetta er alltaf faðrinn. Lang flest hafa verið beitt líkamlegu ofbeldi alla ævi,“ segir Drífa Jónasdóttir, verkefnastýra hjá Kvennaathvarfinu. Þá var félagsleg staða barnanna slæm. „Almennt séð er félagsleg staða þessara barna ekkert sérstaklega góð. Þau eru ekki að fá vini heim með sér eftir skóla og þau eru ekki í skipulögðum tómstundum eða íþróttum,“ segir Drífa. Þrjátíu prósent barnanna höfði aldrei fengið vin heim eftir skóla. Helmingur hafði ekki verið í skipulögðum íþrótum. Ekkert erlendu barnanna var í tónlistarnámi og helmingur var ekki með neitt áhugamál. „Það svona skýrir hvernig lífið þeirra er hvort sem það eru læti heima eða ég vil ekki fá neinn heim eða hvort sem það er búið að banna þeim að fá einhverjum heim, ég veit það ekki en það þarf að skoða það nánar," segir Drífa sem bendir á að finna þurfi leiðir til að bæða lífsgæði barnanna. Þar þurfi skólar, lögregla og barnavernd að standa saman. „Börn af erlendum uppruna sem koma í Kvennaathvarfið eru að flýja ofbeldi á heimili sínu og það þarf að taka þétt utan um þau til að rjúfa þennan ofbeldishring og koma þeim út úr þessum aðstæðum og bæta þeirra lífsgæði,“ segir Drífa. Ofbeldi gegn börnum Innflytjendamál Börn og uppeldi Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
Stór hluti barna af erlendum uppruna sem dvalið hefur í Kvennaathvarfinu undanfarin tæp tvö ár hefur orðið fyrir líkamlegu ofbeldi á heimili sínu, flest alla sína ævi. Þá er félagsleg staða þeirra slæm samkvæmt rannsókn athvarfsins. Í fyrra komu alls 35 erlendar konur, sem einnig voru mæður, í dvöl í Kvenntaathvarfið með samtals 53 börn á aldrinum núll til sautján ára. Það sem af er ári hafa aðrar 35 erlendar konur, sem einnig voru mæður, dvalið í Kvennaathvarfinu, með 52 börn. Þessum mæðrum og börnum var ekki stætt að búa á heimili sínu vegna ofbeldis. Í nýrri rannsókn athvarfsins var staða þessara barna skoðuð. Tekin voru viðtöl við mæður 15 barna sem dvöldu í athvarfinu á tímabilinu 1.júní 2019 til 1. júní 2020. Í ljós kom að 47 prósent barnanna höfðu verið beitt líkamlegu ofbeldi og 80 prósent barnanna hefði búið við andlegt ofbeldi af hálfu föður. „Þetta er alltaf faðrinn. Lang flest hafa verið beitt líkamlegu ofbeldi alla ævi,“ segir Drífa Jónasdóttir, verkefnastýra hjá Kvennaathvarfinu. Þá var félagsleg staða barnanna slæm. „Almennt séð er félagsleg staða þessara barna ekkert sérstaklega góð. Þau eru ekki að fá vini heim með sér eftir skóla og þau eru ekki í skipulögðum tómstundum eða íþróttum,“ segir Drífa. Þrjátíu prósent barnanna höfði aldrei fengið vin heim eftir skóla. Helmingur hafði ekki verið í skipulögðum íþrótum. Ekkert erlendu barnanna var í tónlistarnámi og helmingur var ekki með neitt áhugamál. „Það svona skýrir hvernig lífið þeirra er hvort sem það eru læti heima eða ég vil ekki fá neinn heim eða hvort sem það er búið að banna þeim að fá einhverjum heim, ég veit það ekki en það þarf að skoða það nánar," segir Drífa sem bendir á að finna þurfi leiðir til að bæða lífsgæði barnanna. Þar þurfi skólar, lögregla og barnavernd að standa saman. „Börn af erlendum uppruna sem koma í Kvennaathvarfið eru að flýja ofbeldi á heimili sínu og það þarf að taka þétt utan um þau til að rjúfa þennan ofbeldishring og koma þeim út úr þessum aðstæðum og bæta þeirra lífsgæði,“ segir Drífa.
Ofbeldi gegn börnum Innflytjendamál Börn og uppeldi Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira