Núverandi ráðstafanir „vonlausar fyrir ferðaþjónustuna“ Sylvía Hall skrifar 11. september 2020 20:04 Bjarnheiður Hallsdóttir. Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, segir að slökkt hafi verið á alþjóðlegri ferðaþjónustu hér á landi þann 19. ágúst þegar hertar aðgerðir á landamærunum tóku gildi. Frá þeim degi þurftu allir ferðamenn í tvöfalda skimun og sóttkví við komuna til landsins, en gripið var til þeirra ráða eftir að innanlandssmitum fór að fjölga á ný. Hún segir núverandi ráðstafanir „vonlausar fyrir ferðaþjónustuna“ og því nauðsynlegt að leita annarra leiða til þess að samræma bæði sóttvarnaleg og hagræn sjónarmið. Það sé brýnt að gera ferðamönnum kleift að koma hingað til lands með minna íþyngjandi hætti. Til skoðunar er að heimila einfalda ferðamennsku með sóttvarnaráðstöfunum en forsætis- og heilbrigðisráðherra eru sammála um að hófstilltar sóttvarnaaðgerðir á landamærunum hafi borið árangur. Þegar fyrra fyrirkomulag var í gildi þurftu ferðamenn eingöngu að fara í eina skimun á landamærunum og voru þeir sem komu frá „öruggum svæðum“ undanþegnir skimun. Bjarnheiður segir það fyrirkomulag hafa verið minna íþyngjandi en kannski ekki raunhæft eins og staðan er núna. „Sú útfærsla er kannski ekki raunhæf í dag – enda erum við ekkert að biðja um að það verði slegið neitt af sóttvarnaráðstöfunum heldur að þessi tvö sjónarmið verði samþætt svo það verði hægt að keyra ferðaþjónustuna aftur í gang,“ sagði Bjarnheiður í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hún segir ákveðna hópa vera tilbúna til þess að ferðast þrátt fyrir að faraldurinn sé í vexti í mörgum nágrannalöndum. „Það hefur sýnt sig og sýndi sig á síðastliðnum vikum að eftirspurnin jókst stöðugt. Fólk virðist vera tilbúið að ferðast, allavega ákveðnir hópar. Það yrði náttúrulega aldrei eins og það væri í venjulegu ári en myndi vissulega muna um það eins og staðan er núna.“ Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Lagði til óbreytt fyrirkomulag á landamærum til 6. október Svandís Svavarsdóttir kynnti tillögur að breytingum á veiruaðgerðum stjórnvalda á ríkisstjórnarfundi í morgun. 11. september 2020 11:50 Telur ráðstafanir Íslands á landamærunum hófstilltar og ekki ganga lengra en þörf krefur Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir þá ákvörðun yfirvalda að framlengja núverandi aðgerðir á landamærum byggja á fyrirliggjandi gögnum um vöxt faraldursins erlendis og fjölgun smita á landamærunum. 11. september 2020 12:54 Stjórnvöld nýti tímann til að meta ýmsar útfærslur af skimunum á landamærum Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, telur að stjórnvöld eigi að nýta næstu vikur til þess að meta ýmsar útfærslur af skimunum á landamærunum. 11. september 2020 16:54 Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Lágkúra og della að mati ráðherra Innlent Fleiri fréttir Beðið eftir krufningsskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Sjá meira
Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, segir að slökkt hafi verið á alþjóðlegri ferðaþjónustu hér á landi þann 19. ágúst þegar hertar aðgerðir á landamærunum tóku gildi. Frá þeim degi þurftu allir ferðamenn í tvöfalda skimun og sóttkví við komuna til landsins, en gripið var til þeirra ráða eftir að innanlandssmitum fór að fjölga á ný. Hún segir núverandi ráðstafanir „vonlausar fyrir ferðaþjónustuna“ og því nauðsynlegt að leita annarra leiða til þess að samræma bæði sóttvarnaleg og hagræn sjónarmið. Það sé brýnt að gera ferðamönnum kleift að koma hingað til lands með minna íþyngjandi hætti. Til skoðunar er að heimila einfalda ferðamennsku með sóttvarnaráðstöfunum en forsætis- og heilbrigðisráðherra eru sammála um að hófstilltar sóttvarnaaðgerðir á landamærunum hafi borið árangur. Þegar fyrra fyrirkomulag var í gildi þurftu ferðamenn eingöngu að fara í eina skimun á landamærunum og voru þeir sem komu frá „öruggum svæðum“ undanþegnir skimun. Bjarnheiður segir það fyrirkomulag hafa verið minna íþyngjandi en kannski ekki raunhæft eins og staðan er núna. „Sú útfærsla er kannski ekki raunhæf í dag – enda erum við ekkert að biðja um að það verði slegið neitt af sóttvarnaráðstöfunum heldur að þessi tvö sjónarmið verði samþætt svo það verði hægt að keyra ferðaþjónustuna aftur í gang,“ sagði Bjarnheiður í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hún segir ákveðna hópa vera tilbúna til þess að ferðast þrátt fyrir að faraldurinn sé í vexti í mörgum nágrannalöndum. „Það hefur sýnt sig og sýndi sig á síðastliðnum vikum að eftirspurnin jókst stöðugt. Fólk virðist vera tilbúið að ferðast, allavega ákveðnir hópar. Það yrði náttúrulega aldrei eins og það væri í venjulegu ári en myndi vissulega muna um það eins og staðan er núna.“
Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Lagði til óbreytt fyrirkomulag á landamærum til 6. október Svandís Svavarsdóttir kynnti tillögur að breytingum á veiruaðgerðum stjórnvalda á ríkisstjórnarfundi í morgun. 11. september 2020 11:50 Telur ráðstafanir Íslands á landamærunum hófstilltar og ekki ganga lengra en þörf krefur Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir þá ákvörðun yfirvalda að framlengja núverandi aðgerðir á landamærum byggja á fyrirliggjandi gögnum um vöxt faraldursins erlendis og fjölgun smita á landamærunum. 11. september 2020 12:54 Stjórnvöld nýti tímann til að meta ýmsar útfærslur af skimunum á landamærum Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, telur að stjórnvöld eigi að nýta næstu vikur til þess að meta ýmsar útfærslur af skimunum á landamærunum. 11. september 2020 16:54 Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Lágkúra og della að mati ráðherra Innlent Fleiri fréttir Beðið eftir krufningsskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Sjá meira
Lagði til óbreytt fyrirkomulag á landamærum til 6. október Svandís Svavarsdóttir kynnti tillögur að breytingum á veiruaðgerðum stjórnvalda á ríkisstjórnarfundi í morgun. 11. september 2020 11:50
Telur ráðstafanir Íslands á landamærunum hófstilltar og ekki ganga lengra en þörf krefur Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir þá ákvörðun yfirvalda að framlengja núverandi aðgerðir á landamærum byggja á fyrirliggjandi gögnum um vöxt faraldursins erlendis og fjölgun smita á landamærunum. 11. september 2020 12:54
Stjórnvöld nýti tímann til að meta ýmsar útfærslur af skimunum á landamærum Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, telur að stjórnvöld eigi að nýta næstu vikur til þess að meta ýmsar útfærslur af skimunum á landamærunum. 11. september 2020 16:54