Margra mánaða bið í Barnahúsi fyrir börn sem brotið er á Nadine Guðrún Yaghi skrifar 13. september 2020 21:19 Ólöf Ásta Farestveit, forstöðumaður Barnahúss. Stöð 2 Börnum sem hefur verið nauðgað eða þau beitt grófu líkamlegu ofbeldi þurfa að bíða í allt að fimm mánuði eftir meðferð í Barnahúsi. Í Barnahúsi eru teknar skýrslur af börnum þegar lögregla er með mál til rannsóknar þar sem grunur leikur á að brotið hafi verið kynferðislega gegn barni eða barn beitt líkamlegu ofbeldi. „Staðan er mjög slæm í Barnahúsi og við finnum verulega fyrir breytingunum vegna Covid, þar sem við tókum 155 skýrslur í fyrra en núna erum við komin upp í rúmlega 130 það sem af eru þessu ári,“ segir Ólöf Ásta Farestveit, forstöðumaður Barnahúss. Það hafi aldrei fleiri komið vegna líkamslegs ofbeldis eða um sjötíu börn og önnur sjötíu börn hafa komið í skýrslu vegna alvarlegs kynferðisofbeldis á árinu. Skýrslutökur séu í algjörum forgangi. Þá fara börnin einnig í meðferð hjá Barnahúsi. Nú eru þrátíu og fimm börn á bið eftir meðferð. „Sem er mjög mikill biðlisti því við erum að tala um fimm mánaða biðlista núna,“ segir Ólöf. Þannig að börn sem verða fyrir nauðgun eða grófu líkamlegu ofbeldi þurfa að bíða í fimm mánuði eftir meðferð? „Já, það er þannig og það er náttúrulega skelfilegt því vandi barnanna eykst,“ segir Ólöf. Eftir að börn opni sig sé gríðarlega mikilvægt að hefja áfallameðferð stax. Með svo langri bið geti börn þróað með sér annars konar vanda, aukna áfallastreitu, þunglyndi eða kvíða. „Okkur vantar starfsfólks og hefur vantað lengi og það vantar aukið fjármagn í þennan málaflokk til að geta brugðist við,“ segir Ólöf. Hún segir fjölmarga foreldra vera í mikilli neyð. „Það er mikil angist hjá foreldrum sem eiga börn sem hafa orðið fyrir alvarlegu ofbeldi sem gerir það að verkum að þeim líður óskaplega illa og það er erfitt að gera ekki veitt þessa aðstoð,“ segir Ólöf og bætir við að þetta sé einnig gríðarlega erfitt fyrir starfsfólk. Börn sem bíða nú eftir meðferð eru allt niður í fjögurra ára, flest eru þó á aldrinum 12 til 17 ára. „Þetta eru lvarlegar nauðganir, unglingar sem verða fyrir kynferðisbroti. Það geta verið yngri börn sem eru kannski 8, 9 eða 10 ára sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi og það getur verið frænka eða frændi eða einhver í nærumhverfi barnsins þannig þetta eru allt alvarleg mál sem eru að bíða hjá okkur,“ segir Ólöf. Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Áttatíu börn farið í skýrslutöku í ár vegna gruns um líkamlegt ofbeldi Um áttatíu börn hafa farið í skýrslutöku hjá Barnahúsi það sem af er ári vegna gruns um að þau hafi verið beitt líkamlegu ofbeldi. Þau hafa aldrei verið fleiri. Þá hefur tilkynningum til barnaverndarnefnda fjölgað um sextán prósent á milli ára. 10. september 2020 20:00 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Sjá meira
Börnum sem hefur verið nauðgað eða þau beitt grófu líkamlegu ofbeldi þurfa að bíða í allt að fimm mánuði eftir meðferð í Barnahúsi. Í Barnahúsi eru teknar skýrslur af börnum þegar lögregla er með mál til rannsóknar þar sem grunur leikur á að brotið hafi verið kynferðislega gegn barni eða barn beitt líkamlegu ofbeldi. „Staðan er mjög slæm í Barnahúsi og við finnum verulega fyrir breytingunum vegna Covid, þar sem við tókum 155 skýrslur í fyrra en núna erum við komin upp í rúmlega 130 það sem af eru þessu ári,“ segir Ólöf Ásta Farestveit, forstöðumaður Barnahúss. Það hafi aldrei fleiri komið vegna líkamslegs ofbeldis eða um sjötíu börn og önnur sjötíu börn hafa komið í skýrslu vegna alvarlegs kynferðisofbeldis á árinu. Skýrslutökur séu í algjörum forgangi. Þá fara börnin einnig í meðferð hjá Barnahúsi. Nú eru þrátíu og fimm börn á bið eftir meðferð. „Sem er mjög mikill biðlisti því við erum að tala um fimm mánaða biðlista núna,“ segir Ólöf. Þannig að börn sem verða fyrir nauðgun eða grófu líkamlegu ofbeldi þurfa að bíða í fimm mánuði eftir meðferð? „Já, það er þannig og það er náttúrulega skelfilegt því vandi barnanna eykst,“ segir Ólöf. Eftir að börn opni sig sé gríðarlega mikilvægt að hefja áfallameðferð stax. Með svo langri bið geti börn þróað með sér annars konar vanda, aukna áfallastreitu, þunglyndi eða kvíða. „Okkur vantar starfsfólks og hefur vantað lengi og það vantar aukið fjármagn í þennan málaflokk til að geta brugðist við,“ segir Ólöf. Hún segir fjölmarga foreldra vera í mikilli neyð. „Það er mikil angist hjá foreldrum sem eiga börn sem hafa orðið fyrir alvarlegu ofbeldi sem gerir það að verkum að þeim líður óskaplega illa og það er erfitt að gera ekki veitt þessa aðstoð,“ segir Ólöf og bætir við að þetta sé einnig gríðarlega erfitt fyrir starfsfólk. Börn sem bíða nú eftir meðferð eru allt niður í fjögurra ára, flest eru þó á aldrinum 12 til 17 ára. „Þetta eru lvarlegar nauðganir, unglingar sem verða fyrir kynferðisbroti. Það geta verið yngri börn sem eru kannski 8, 9 eða 10 ára sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi og það getur verið frænka eða frændi eða einhver í nærumhverfi barnsins þannig þetta eru allt alvarleg mál sem eru að bíða hjá okkur,“ segir Ólöf.
Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Áttatíu börn farið í skýrslutöku í ár vegna gruns um líkamlegt ofbeldi Um áttatíu börn hafa farið í skýrslutöku hjá Barnahúsi það sem af er ári vegna gruns um að þau hafi verið beitt líkamlegu ofbeldi. Þau hafa aldrei verið fleiri. Þá hefur tilkynningum til barnaverndarnefnda fjölgað um sextán prósent á milli ára. 10. september 2020 20:00 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Sjá meira
Áttatíu börn farið í skýrslutöku í ár vegna gruns um líkamlegt ofbeldi Um áttatíu börn hafa farið í skýrslutöku hjá Barnahúsi það sem af er ári vegna gruns um að þau hafi verið beitt líkamlegu ofbeldi. Þau hafa aldrei verið fleiri. Þá hefur tilkynningum til barnaverndarnefnda fjölgað um sextán prósent á milli ára. 10. september 2020 20:00