Ísraelskur ráðherra segir af sér vegna útgöngubanns Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 13. september 2020 18:40 Yaakov Litzman, heilbrigðisráðherra Ísrael. EPA-EFE/JACK GUEZ Ráðherra í ríkisstjórn Ísrael hefur sagt af sér vegna annars útgöngubanns. Hann segir útgöngubann koma í veg fyrir að gyðingar geti haldið upp á trúarhátíðir síðar í mánuðinum. Ríkistjórn Ísrael tilkynnti í kvöld að útgöngubann yrði sett á að nýju og tekur það gildi á föstudag og mun vara í þrjár vikur. Í því felst að fólk má ekki fara lengra en 500 metra frá heimilum sínum en mega þó ferðast til vinnu. Flestir vinnustaðir verða með lámarksafköst en skólar og verslunarmiðstöðvar verða lokaðar. Matvöruverslanir og apótek verða þó opin. Opinberar stofnanir verða með lámarksþjónustu en einkafyrirtæki mega halda áfram störfum, svo lengi sem þau taka ekki við viðskiptavinum. Yaakov Litzman, heilbrigðisráðherra Ísrael, sagði af sér eftir að til tals kom að setja á annað útgöngubann vegna kórónuveirufaraldursins í landinu. Þá hefur hann einnig hótað því að draga flokk sinn úr ríkisstjórnarsamstarfinu, sem yrði henni að falli. Útgöngubannið mun taka gildi á föstudag, þegar nýtt ár gengur í garð hjá gyðingum, og mun vera í gildi yfir Yom Kippur hátíðina, sem er heilagasta hátíð gyðinga, þann 27. september. Fyrra útgöngubann var í gildi frá lokum mars þar til snemma í maí. Litzman er formaður Agudat Yisrael, flokks strangtrúaðra gyðinga. Hann sagði í uppsagnarbréfi sínu að útgöngubannið myndi hafa mikil og slæm áhrif á trúaða gyðinga. Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael.EPA-EFE/Alex Kolomoisky Aryeh Deri, innanríkisráðherra Ísrael og formaður annars flokks strangtrúaðra gyðinga, sagði í myndbandi sem hann birti á Twitter að hann styddi aðgerðirnar. Þá sagði hann að fylgdi fólk ekki takmörkunum væri það jafngildi morðs. Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir það hvernig yfirvöld hafa tekist á við faraldurinn. Margir gagnrýnendur hafa kennt honum um að setja þurfi á annað útgöngubann, og sé það vegna þess hve illa var staðið að málum þegar faraldurinn braust út. Undanfarnar vikur hafa um þrjú þúsund ný smit komið upp daglega í Ísrael, en íbúar þar í landi eru um níu milljónir talsins. Fréttin hefur verið uppfærð. Ísrael Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Barein fjórða arabaríkið sem nær friðarsamkomulagi við Ísrael Barein varð í dag fjórða arbaríkið til þess að viðurkenna Ísraelsríki. 11. september 2020 22:28 Hamas og Ísraelar ná samkomulagi um vopnahlé 1. september 2020 07:23 Fyrsta farþegaflugvélin frá Ísrael lent í Abu Dhabi Fyrsta farþegaflugið á milli Ísrael og Sameinuðu arabísku furstadæmanna hefur átt sér stað. Flugvél sem flogið var frá Ísrael í morgun, og leyft var að fljúga í gegnum lofthelgi Sádi-Arabíu, var lent í furstadæmunum í dag. 31. ágúst 2020 12:32 Mest lesið Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Fleiri fréttir Norðmaður fékk næstum flutningaskip inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Sjá meira
Ráðherra í ríkisstjórn Ísrael hefur sagt af sér vegna annars útgöngubanns. Hann segir útgöngubann koma í veg fyrir að gyðingar geti haldið upp á trúarhátíðir síðar í mánuðinum. Ríkistjórn Ísrael tilkynnti í kvöld að útgöngubann yrði sett á að nýju og tekur það gildi á föstudag og mun vara í þrjár vikur. Í því felst að fólk má ekki fara lengra en 500 metra frá heimilum sínum en mega þó ferðast til vinnu. Flestir vinnustaðir verða með lámarksafköst en skólar og verslunarmiðstöðvar verða lokaðar. Matvöruverslanir og apótek verða þó opin. Opinberar stofnanir verða með lámarksþjónustu en einkafyrirtæki mega halda áfram störfum, svo lengi sem þau taka ekki við viðskiptavinum. Yaakov Litzman, heilbrigðisráðherra Ísrael, sagði af sér eftir að til tals kom að setja á annað útgöngubann vegna kórónuveirufaraldursins í landinu. Þá hefur hann einnig hótað því að draga flokk sinn úr ríkisstjórnarsamstarfinu, sem yrði henni að falli. Útgöngubannið mun taka gildi á föstudag, þegar nýtt ár gengur í garð hjá gyðingum, og mun vera í gildi yfir Yom Kippur hátíðina, sem er heilagasta hátíð gyðinga, þann 27. september. Fyrra útgöngubann var í gildi frá lokum mars þar til snemma í maí. Litzman er formaður Agudat Yisrael, flokks strangtrúaðra gyðinga. Hann sagði í uppsagnarbréfi sínu að útgöngubannið myndi hafa mikil og slæm áhrif á trúaða gyðinga. Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael.EPA-EFE/Alex Kolomoisky Aryeh Deri, innanríkisráðherra Ísrael og formaður annars flokks strangtrúaðra gyðinga, sagði í myndbandi sem hann birti á Twitter að hann styddi aðgerðirnar. Þá sagði hann að fylgdi fólk ekki takmörkunum væri það jafngildi morðs. Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir það hvernig yfirvöld hafa tekist á við faraldurinn. Margir gagnrýnendur hafa kennt honum um að setja þurfi á annað útgöngubann, og sé það vegna þess hve illa var staðið að málum þegar faraldurinn braust út. Undanfarnar vikur hafa um þrjú þúsund ný smit komið upp daglega í Ísrael, en íbúar þar í landi eru um níu milljónir talsins. Fréttin hefur verið uppfærð.
Ísrael Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Barein fjórða arabaríkið sem nær friðarsamkomulagi við Ísrael Barein varð í dag fjórða arbaríkið til þess að viðurkenna Ísraelsríki. 11. september 2020 22:28 Hamas og Ísraelar ná samkomulagi um vopnahlé 1. september 2020 07:23 Fyrsta farþegaflugvélin frá Ísrael lent í Abu Dhabi Fyrsta farþegaflugið á milli Ísrael og Sameinuðu arabísku furstadæmanna hefur átt sér stað. Flugvél sem flogið var frá Ísrael í morgun, og leyft var að fljúga í gegnum lofthelgi Sádi-Arabíu, var lent í furstadæmunum í dag. 31. ágúst 2020 12:32 Mest lesið Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Fleiri fréttir Norðmaður fékk næstum flutningaskip inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Sjá meira
Barein fjórða arabaríkið sem nær friðarsamkomulagi við Ísrael Barein varð í dag fjórða arbaríkið til þess að viðurkenna Ísraelsríki. 11. september 2020 22:28
Fyrsta farþegaflugvélin frá Ísrael lent í Abu Dhabi Fyrsta farþegaflugið á milli Ísrael og Sameinuðu arabísku furstadæmanna hefur átt sér stað. Flugvél sem flogið var frá Ísrael í morgun, og leyft var að fljúga í gegnum lofthelgi Sádi-Arabíu, var lent í furstadæmunum í dag. 31. ágúst 2020 12:32