Eyjatríóið hittir lettneska hópinn í Reykjavík Sindri Sverrisson skrifar 14. september 2020 14:00 Karlina Miksone skallar boltann í leik gegn Stjörnunni. Hún hefur skorað fjögur mörk í sumar. VÍSIR/HULDA MARGRÉT ÍBV á þrjá fulltrúa í landsliðshópi Lettlands sem mætir Íslandi á Laugardalsvelli á fimmtudaginn í undankeppni EM. Lettneski hópurinn kom saman í Riga í gær, að mestu leyti. Í hópinn vantar þó Eyjakonurnar þrjár, sem heita Eliza Spruntule, Karlina Miksone og Olga Shevcova. Að sögn Andra Ólafssonar, þjálfara ÍBV, hitta þær liðsfélaga sína í landsliðinu einfaldlega í Reykjavík á miðvikudaginn í stað þess að ferðast heim til Lettlands og taka fullan þátt í undirbúningnum. Miksone mætir Íslandi eftir að hafa skorað bæði mörk ÍBV gegn Cecilíu Rán Rúnarsdóttur, einum þriggja markvarða íslenska landsliðsins, í 2-2 jafntefli við Fylki í gær. Miksone hefur skorað fjögur mörk í Pepsi Max-deildinni og Sevcova þrjú. Olga Shevcova í baráttunni um boltann í leik með ÍBV í sumar.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Í átján manna leikmannahópi Didzis Matiss, landsliðsþjálfara Lettlands, eru annars aðallega leikmenn sem spila heima í Lettlandi. Hin 21 árs gamla Sandra Voitane er þó á mála hjá nýliðum SV Meppen í efstu deild Þýskalands, Ligita Tumane spilar í ítölsku C-deildinni og Laura Sondore á Kýpur. Matiss verður á hliðarlínunni á fimmtudag öfugt við kollega sinn hjá Íslandi, Jón Þór Hauksson, sem tekur út leikbann. Hvert mark getur reynst dýrmætt Hvert stig og jafnvel hvert mark getur skipt sköpum fyrir íslenska liðið í baráttunni um að komast á EM. Ísland er í baráttu við Svíþjóð um efsta sæti F-riðils og að komast þar með beint á EM. Liðið sem lendir í 2. sæti gæti komist beint á EM því liðin með bestan árangur í 2. sæti, í þremur riðlum af níu, komast beint á EM. Hin sex fara í umspil. Eins og staðan er núna er Ísland til að mynda þremur mörkum frá því að vera með þriðja besta árangurinn, í stað Danmerkur. Ísland hefur unnið alla þrjá leiki sína til þessa en á eftir tvo leiki við Svíþjóð, leikinn við Lettland og útileiki við Ungverjaland og Slóvakíu áður en undankeppninni lýkur 1. desember. EM 2021 í Englandi Pepsi Max-deild kvenna ÍBV Tengdar fréttir Jón Þór hefur ekki áhyggjur af eigin fjarveru | Hópurinn í mjög góðum málum Jón Þór Hauksson hefur ekki áhyggjur af því að það komi niður á landsliðinu að hann megi ekki stýra því gegn Lettlandi í undankeppni EM. Hann kallaði á efnilega leikmenn í dag fyrir leikina við Lettland og Svíþjóð. 10. september 2020 19:15 Sveindís Jane og Barbára Sól nýliðar í kvennalandsliðinu Sveindís Jane Jónsdóttir og Barbára Sól Gísladóttir er nýliðarnir í landsliðshópnnum hjá Jóni Þór Haukssyni og tvær af sjö í hópnum sem eru fæddar eftir 2000. 10. september 2020 13:17 Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Fleiri fréttir Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Sjá meira
ÍBV á þrjá fulltrúa í landsliðshópi Lettlands sem mætir Íslandi á Laugardalsvelli á fimmtudaginn í undankeppni EM. Lettneski hópurinn kom saman í Riga í gær, að mestu leyti. Í hópinn vantar þó Eyjakonurnar þrjár, sem heita Eliza Spruntule, Karlina Miksone og Olga Shevcova. Að sögn Andra Ólafssonar, þjálfara ÍBV, hitta þær liðsfélaga sína í landsliðinu einfaldlega í Reykjavík á miðvikudaginn í stað þess að ferðast heim til Lettlands og taka fullan þátt í undirbúningnum. Miksone mætir Íslandi eftir að hafa skorað bæði mörk ÍBV gegn Cecilíu Rán Rúnarsdóttur, einum þriggja markvarða íslenska landsliðsins, í 2-2 jafntefli við Fylki í gær. Miksone hefur skorað fjögur mörk í Pepsi Max-deildinni og Sevcova þrjú. Olga Shevcova í baráttunni um boltann í leik með ÍBV í sumar.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Í átján manna leikmannahópi Didzis Matiss, landsliðsþjálfara Lettlands, eru annars aðallega leikmenn sem spila heima í Lettlandi. Hin 21 árs gamla Sandra Voitane er þó á mála hjá nýliðum SV Meppen í efstu deild Þýskalands, Ligita Tumane spilar í ítölsku C-deildinni og Laura Sondore á Kýpur. Matiss verður á hliðarlínunni á fimmtudag öfugt við kollega sinn hjá Íslandi, Jón Þór Hauksson, sem tekur út leikbann. Hvert mark getur reynst dýrmætt Hvert stig og jafnvel hvert mark getur skipt sköpum fyrir íslenska liðið í baráttunni um að komast á EM. Ísland er í baráttu við Svíþjóð um efsta sæti F-riðils og að komast þar með beint á EM. Liðið sem lendir í 2. sæti gæti komist beint á EM því liðin með bestan árangur í 2. sæti, í þremur riðlum af níu, komast beint á EM. Hin sex fara í umspil. Eins og staðan er núna er Ísland til að mynda þremur mörkum frá því að vera með þriðja besta árangurinn, í stað Danmerkur. Ísland hefur unnið alla þrjá leiki sína til þessa en á eftir tvo leiki við Svíþjóð, leikinn við Lettland og útileiki við Ungverjaland og Slóvakíu áður en undankeppninni lýkur 1. desember.
EM 2021 í Englandi Pepsi Max-deild kvenna ÍBV Tengdar fréttir Jón Þór hefur ekki áhyggjur af eigin fjarveru | Hópurinn í mjög góðum málum Jón Þór Hauksson hefur ekki áhyggjur af því að það komi niður á landsliðinu að hann megi ekki stýra því gegn Lettlandi í undankeppni EM. Hann kallaði á efnilega leikmenn í dag fyrir leikina við Lettland og Svíþjóð. 10. september 2020 19:15 Sveindís Jane og Barbára Sól nýliðar í kvennalandsliðinu Sveindís Jane Jónsdóttir og Barbára Sól Gísladóttir er nýliðarnir í landsliðshópnnum hjá Jóni Þór Haukssyni og tvær af sjö í hópnum sem eru fæddar eftir 2000. 10. september 2020 13:17 Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Fleiri fréttir Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Sjá meira
Jón Þór hefur ekki áhyggjur af eigin fjarveru | Hópurinn í mjög góðum málum Jón Þór Hauksson hefur ekki áhyggjur af því að það komi niður á landsliðinu að hann megi ekki stýra því gegn Lettlandi í undankeppni EM. Hann kallaði á efnilega leikmenn í dag fyrir leikina við Lettland og Svíþjóð. 10. september 2020 19:15
Sveindís Jane og Barbára Sól nýliðar í kvennalandsliðinu Sveindís Jane Jónsdóttir og Barbára Sól Gísladóttir er nýliðarnir í landsliðshópnnum hjá Jóni Þór Haukssyni og tvær af sjö í hópnum sem eru fæddar eftir 2000. 10. september 2020 13:17