„Við reiknum með að nánast allir verði farnir heim um næstu eða þarnæstu mánaðamót“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 14. september 2020 12:05 Bjarnheiður Hallsdóttir formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Að óbreyttu verða níutíu prósent starfsfólks í ferðaþjónustu búin að glata starfi sínu um næstu eða þarnæstu mánaðamót, segir formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Greinin kallar eftir rekstrarstyrkjum svo unnt verði að viðhalda ráðningarsambandi því lágmarksmönnun verði að vera til staðar þó ekki sé nema bara til að hægt verði að selja ferðir fyrir næsta sumar þegar faraldurinn verður að öllum líkindum á bak og burt. Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, telur ekki óvarlegt að ætla að um 90% starfsfólks í ferðaþjónustunni verði horfið úr greininni á næstu mánuðum. Úrræði stjórnvalda dugi skammt. „Langflest fyrirtækjanna sögðu upp sínum starfsmönnum 1. maí og 1. júní og jafnvel 1. júlí þannig að það er farið að saxast verulega á þann fjölda sem vinnur í atvinnugreininni. Við reiknum með því að nánast allir verði farnir heim um næstu eða þarnæstu mánaðamót.“ Fyrirtækin stefni að óbreyttu unnvörpum í gjaldþrot. Allt lausafé sé nánast uppurið og þau efnahagsúrræði sem stjórnvöld hafa gripið til séu ekki nægilega umfangsmikil. „Því höfum við verið að kalla eftir fleiri aðgerðum frá ríkisstjórninni til þess að það verði nægur hluti fyrirtækja enn á lífi þegar rofa fer til þannig að við getum tryggt að viðspyrnan verði sem hröðust og kröftugust.“ Forsætisráðherra sagði í viðtali á Sprengisandi á Bylgjunni í gær að helsta úrlausnarefnið í dag væru fyrirtæki í ferðaþjónustu. Bjarnheiður gerir sér vonir um að hljóta áheyrn og að stjórnvöld tryggi fyrirtækjum rekstrarstyrki. „Vélarnar þurfa að vera í gangi. Það er ekki hægt að slökkva á öllu eins og stefnir í núna og halda svo að það verði bara hægt að kveikja umsvifalaust á þessu öllu aftur. Við þurfum að hafa einhvern lágmarksfjölda fólks við störf, til dæmis til að selja ferðir fyrir næsta sumar – sem við vonum að verði grundvöllur fyrir – og það er ekkert sem gerist bara einn, tveir og þrír eftir sex eða sjö mánuði.“ Bjarnheiður bendir á að á síðustu árum hafi gríðarlega mikil þekking orðið til í greininni samhliða örum vexti hennar. Starfsfólk hafi byggt um viðskiptasambönd við söluaðila út í heimi sem sárgrætilegt væri ef glötuðust. „Mannauðurinn er gríðarlega mikilvægur. Hér hefur safnast gríðarleg reynsla undanfarin ár og þessi reynsla nær til viðskiptasambanda og persónulegra tengsla fólks við söluaðila erlendis sem væri mjög vont að missa“. Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Bankarnir með líf margra ferðaþjónustufyrirtækja í sínum höndum Níu af hverjum tíu ferðaþjónustufyrirtækjum leggjast í dvala um næstu og þarnæstu mánaðarmót og fjöldi fólks er á leið á atvinnuleysisbætur að sögn framkvæmdastjóra Eldingar. Greinin tali fyrir því að fá rekstrarstyrki frá ríkissjóði svo hægt sé að viðhalda ráðningarsambandi við starfsfólk. 13. september 2020 20:30 Úrlausnarefnið er ferðaþjónustan Formaður Miðflokksins segir óljóst hver markmið aðgerða ríkisstjórnarinnar í annarri bylgju kórónuveirufaraldursins sé. Þá hafi lítið samráð verið haft við ferðaþjónustuna. Forsætisráðherra segir úrlausnarefni nú hvernig hægt sé að styðja við greinina. 13. september 2020 13:35 Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Fleiri fréttir Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Sjá meira
Að óbreyttu verða níutíu prósent starfsfólks í ferðaþjónustu búin að glata starfi sínu um næstu eða þarnæstu mánaðamót, segir formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Greinin kallar eftir rekstrarstyrkjum svo unnt verði að viðhalda ráðningarsambandi því lágmarksmönnun verði að vera til staðar þó ekki sé nema bara til að hægt verði að selja ferðir fyrir næsta sumar þegar faraldurinn verður að öllum líkindum á bak og burt. Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, telur ekki óvarlegt að ætla að um 90% starfsfólks í ferðaþjónustunni verði horfið úr greininni á næstu mánuðum. Úrræði stjórnvalda dugi skammt. „Langflest fyrirtækjanna sögðu upp sínum starfsmönnum 1. maí og 1. júní og jafnvel 1. júlí þannig að það er farið að saxast verulega á þann fjölda sem vinnur í atvinnugreininni. Við reiknum með því að nánast allir verði farnir heim um næstu eða þarnæstu mánaðamót.“ Fyrirtækin stefni að óbreyttu unnvörpum í gjaldþrot. Allt lausafé sé nánast uppurið og þau efnahagsúrræði sem stjórnvöld hafa gripið til séu ekki nægilega umfangsmikil. „Því höfum við verið að kalla eftir fleiri aðgerðum frá ríkisstjórninni til þess að það verði nægur hluti fyrirtækja enn á lífi þegar rofa fer til þannig að við getum tryggt að viðspyrnan verði sem hröðust og kröftugust.“ Forsætisráðherra sagði í viðtali á Sprengisandi á Bylgjunni í gær að helsta úrlausnarefnið í dag væru fyrirtæki í ferðaþjónustu. Bjarnheiður gerir sér vonir um að hljóta áheyrn og að stjórnvöld tryggi fyrirtækjum rekstrarstyrki. „Vélarnar þurfa að vera í gangi. Það er ekki hægt að slökkva á öllu eins og stefnir í núna og halda svo að það verði bara hægt að kveikja umsvifalaust á þessu öllu aftur. Við þurfum að hafa einhvern lágmarksfjölda fólks við störf, til dæmis til að selja ferðir fyrir næsta sumar – sem við vonum að verði grundvöllur fyrir – og það er ekkert sem gerist bara einn, tveir og þrír eftir sex eða sjö mánuði.“ Bjarnheiður bendir á að á síðustu árum hafi gríðarlega mikil þekking orðið til í greininni samhliða örum vexti hennar. Starfsfólk hafi byggt um viðskiptasambönd við söluaðila út í heimi sem sárgrætilegt væri ef glötuðust. „Mannauðurinn er gríðarlega mikilvægur. Hér hefur safnast gríðarleg reynsla undanfarin ár og þessi reynsla nær til viðskiptasambanda og persónulegra tengsla fólks við söluaðila erlendis sem væri mjög vont að missa“.
Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Bankarnir með líf margra ferðaþjónustufyrirtækja í sínum höndum Níu af hverjum tíu ferðaþjónustufyrirtækjum leggjast í dvala um næstu og þarnæstu mánaðarmót og fjöldi fólks er á leið á atvinnuleysisbætur að sögn framkvæmdastjóra Eldingar. Greinin tali fyrir því að fá rekstrarstyrki frá ríkissjóði svo hægt sé að viðhalda ráðningarsambandi við starfsfólk. 13. september 2020 20:30 Úrlausnarefnið er ferðaþjónustan Formaður Miðflokksins segir óljóst hver markmið aðgerða ríkisstjórnarinnar í annarri bylgju kórónuveirufaraldursins sé. Þá hafi lítið samráð verið haft við ferðaþjónustuna. Forsætisráðherra segir úrlausnarefni nú hvernig hægt sé að styðja við greinina. 13. september 2020 13:35 Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Fleiri fréttir Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Sjá meira
Bankarnir með líf margra ferðaþjónustufyrirtækja í sínum höndum Níu af hverjum tíu ferðaþjónustufyrirtækjum leggjast í dvala um næstu og þarnæstu mánaðarmót og fjöldi fólks er á leið á atvinnuleysisbætur að sögn framkvæmdastjóra Eldingar. Greinin tali fyrir því að fá rekstrarstyrki frá ríkissjóði svo hægt sé að viðhalda ráðningarsambandi við starfsfólk. 13. september 2020 20:30
Úrlausnarefnið er ferðaþjónustan Formaður Miðflokksins segir óljóst hver markmið aðgerða ríkisstjórnarinnar í annarri bylgju kórónuveirufaraldursins sé. Þá hafi lítið samráð verið haft við ferðaþjónustuna. Forsætisráðherra segir úrlausnarefni nú hvernig hægt sé að styðja við greinina. 13. september 2020 13:35