Fundu fullkomlega varðveittan ísaldarbjörn í Síberíu Kjartan Kjartansson skrifar 14. september 2020 15:55 Hræið er nær fullkomlega varðveitt, þar á meðal tennur og trýni hellisbjarnarins. NEFU RIAEN Hreindýrahirðar í Síberíu fundu fullkomlega varðveitt hræ hellisbjarnar, útdauðrar bjarnartegundar frá ísöld, í þiðnandi sífrera. Tennur og trýni skepnunnar er enn í heilu lagi. Fundurinn þykir stórmerkilegur enda höfðu menn aðeins fundið bein úr hellisbjörnum fram að þessu. Hræið fannst á Bolshoj Ljakhovkíj-eyju sem er hluti af Nýsíberíska eyjaklasanum á milli Laptev-hafs og Austur-Síberíuhafs norðan við Síberíu. Í tilkynningu frá vísindamönnum við Norðausturalríkisháskólann í Jakútsk segir að uppgötvunin sé sú eina sinnar tegundar. „Hann er algerlega varðveittur með öll innri líffærin á sínum stað, jafnvel nefið á honum. Þessi fundur skiptir allan heiminn miklu máli,“ segir Lena Grigorieva, einn vísindamannanna. Bráðabirgðagreining á hræinu bendir til þess að það sé af fullorðnum hellisbirni sem lifði fyrir 22.000 til 39.500 árum, að sögn AP-fréttastofunnar. Hellisbirnir urðu útdauðir fyrir um 15.000 árum. Vel varðveitt hræ hafa komið undan bráðnandi sífrera í Síberíu vegna hnattrænnar hlýnunar af völdum manna á undanförnum árum, þar á meðal af loðfílum, ísaldarfolaldi, hvolpum og hellisljónaungum. Vísindamenn vonast til þess að ná DNA-sýni úr hræi hellisbjarnarhúns sem fannst á meginlandi Rússlands í Jakútíu nýlega. Hellisbirnir dóu út á síðasta ísaldarskeiði.NEFA/AP First ever preserved grown up cave bear - even its nose is intact - unearthed on the Arctic island. Separately at least one preserved carcass of a cave bear cub found on the mainland of Yakutia, with scientists hopeful of obtaining its DNA https://t.co/GCVpvc0DSy pic.twitter.com/Z65E9ktJZd— The Siberian Times (@siberian_times) September 12, 2020 HUGELY EXCITING! A cave bear carcass has been recovered from the permafrost on an Arctic island - the first and only find of its kind. The preservation is remarkable; all internal organs are present. And that nose! Wonderful NEFU https://t.co/U6nayPIsIp pic.twitter.com/gzggoCyHmA— The Ice Age (@Jamie_Woodward_) September 12, 2020 Vísindi Dýr Rússland Norðurslóðir Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira
Hreindýrahirðar í Síberíu fundu fullkomlega varðveitt hræ hellisbjarnar, útdauðrar bjarnartegundar frá ísöld, í þiðnandi sífrera. Tennur og trýni skepnunnar er enn í heilu lagi. Fundurinn þykir stórmerkilegur enda höfðu menn aðeins fundið bein úr hellisbjörnum fram að þessu. Hræið fannst á Bolshoj Ljakhovkíj-eyju sem er hluti af Nýsíberíska eyjaklasanum á milli Laptev-hafs og Austur-Síberíuhafs norðan við Síberíu. Í tilkynningu frá vísindamönnum við Norðausturalríkisháskólann í Jakútsk segir að uppgötvunin sé sú eina sinnar tegundar. „Hann er algerlega varðveittur með öll innri líffærin á sínum stað, jafnvel nefið á honum. Þessi fundur skiptir allan heiminn miklu máli,“ segir Lena Grigorieva, einn vísindamannanna. Bráðabirgðagreining á hræinu bendir til þess að það sé af fullorðnum hellisbirni sem lifði fyrir 22.000 til 39.500 árum, að sögn AP-fréttastofunnar. Hellisbirnir urðu útdauðir fyrir um 15.000 árum. Vel varðveitt hræ hafa komið undan bráðnandi sífrera í Síberíu vegna hnattrænnar hlýnunar af völdum manna á undanförnum árum, þar á meðal af loðfílum, ísaldarfolaldi, hvolpum og hellisljónaungum. Vísindamenn vonast til þess að ná DNA-sýni úr hræi hellisbjarnarhúns sem fannst á meginlandi Rússlands í Jakútíu nýlega. Hellisbirnir dóu út á síðasta ísaldarskeiði.NEFA/AP First ever preserved grown up cave bear - even its nose is intact - unearthed on the Arctic island. Separately at least one preserved carcass of a cave bear cub found on the mainland of Yakutia, with scientists hopeful of obtaining its DNA https://t.co/GCVpvc0DSy pic.twitter.com/Z65E9ktJZd— The Siberian Times (@siberian_times) September 12, 2020 HUGELY EXCITING! A cave bear carcass has been recovered from the permafrost on an Arctic island - the first and only find of its kind. The preservation is remarkable; all internal organs are present. And that nose! Wonderful NEFU https://t.co/U6nayPIsIp pic.twitter.com/gzggoCyHmA— The Ice Age (@Jamie_Woodward_) September 12, 2020
Vísindi Dýr Rússland Norðurslóðir Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira