Fjörutíu milljóna króna framlag vegna neyðarinnar í Lesbos og Líbanon Heimsljós 15. september 2020 12:51 UNICEF/Haidar Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra hefur ákveðið að íslensk stjórnvöld veiti tuttugu milljónum króna til neyðaraðstoðar vegna eldsvoða í búðum hælisleitenda á grísku eynni Lesbos í nýliðinni viku. Þá verður tuttugu milljónum króna varið til mannúðarstarfs í Líbanon vegna sprenginganna í Beirút í ágústbyrjun og bætist framlagið við það sem greint var frá á sínum tíma. Ófremdarástand ríkir á Lesbos eftir að eldur olli mikilli eyðileggingu á Moria-móttökusvæðinu fyrir skemmstu. Vistarverur hátt í tólf þúsund hælisleitenda, þar af fjögur þúsund barna, brunnu til kaldra kola og margir eiga því ekki í nein hús að venda. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra hefur því ákveðið að tuttugu milljónum króna verði veitt til neyðaraðstoðar til Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNHCR). „Ástandið á Lesbos er grafalvarlegt þar sem þúsundir sem fyrir bjuggu við harðan kost hafa nú misst allt sitt. Það er mat mannúðarstofnana á vettvangi að bregðast verði við þeirri neyð sem þarna ríkir og því höfum við ákveðið að veita þessum fjármunum til að aðstoða bágstadda án tafar,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra. Þá verður tuttugu milljónum króna varið til Lebanon Humanitarian Fund, svæðasjóðs samhæfingarskrifstofu aðgerða Sameinuðu þjóðanna í mannúðarmálum (OCHA) í Líbanon vegna áframhaldandi neyðarástands í Beirút í kjölfar sprenginganna þar 4. ágúst síðastliðnn. Þessir fjármunir koma til viðbótar við tuttugu milljóna króna framlag til matvælaaðstoðar í Líbanon sem íslensk stjórnvöld ákváðu skömmu eftir sprengingarnar. „Ríki heims brugðust hratt við hörmungunum í líbönsku höfuðborginni en betur má ef duga skal. Neyðin er enn mikil og bætist við þann vanda sem þjóðin átti við að etja, þar með talið efnahags- og stjórnarkreppu, auk mikils álags vegna flóttamanna frá grannríkjunum. Bregðast verður við, ekki síst til að sporna við enn meiri óstöðugleika í þessum viðkvæma heimshluta,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Grikkland Líbanon Sprenging í Beirút Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra hefur ákveðið að íslensk stjórnvöld veiti tuttugu milljónum króna til neyðaraðstoðar vegna eldsvoða í búðum hælisleitenda á grísku eynni Lesbos í nýliðinni viku. Þá verður tuttugu milljónum króna varið til mannúðarstarfs í Líbanon vegna sprenginganna í Beirút í ágústbyrjun og bætist framlagið við það sem greint var frá á sínum tíma. Ófremdarástand ríkir á Lesbos eftir að eldur olli mikilli eyðileggingu á Moria-móttökusvæðinu fyrir skemmstu. Vistarverur hátt í tólf þúsund hælisleitenda, þar af fjögur þúsund barna, brunnu til kaldra kola og margir eiga því ekki í nein hús að venda. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra hefur því ákveðið að tuttugu milljónum króna verði veitt til neyðaraðstoðar til Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNHCR). „Ástandið á Lesbos er grafalvarlegt þar sem þúsundir sem fyrir bjuggu við harðan kost hafa nú misst allt sitt. Það er mat mannúðarstofnana á vettvangi að bregðast verði við þeirri neyð sem þarna ríkir og því höfum við ákveðið að veita þessum fjármunum til að aðstoða bágstadda án tafar,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra. Þá verður tuttugu milljónum króna varið til Lebanon Humanitarian Fund, svæðasjóðs samhæfingarskrifstofu aðgerða Sameinuðu þjóðanna í mannúðarmálum (OCHA) í Líbanon vegna áframhaldandi neyðarástands í Beirút í kjölfar sprenginganna þar 4. ágúst síðastliðnn. Þessir fjármunir koma til viðbótar við tuttugu milljóna króna framlag til matvælaaðstoðar í Líbanon sem íslensk stjórnvöld ákváðu skömmu eftir sprengingarnar. „Ríki heims brugðust hratt við hörmungunum í líbönsku höfuðborginni en betur má ef duga skal. Neyðin er enn mikil og bætist við þann vanda sem þjóðin átti við að etja, þar með talið efnahags- og stjórnarkreppu, auk mikils álags vegna flóttamanna frá grannríkjunum. Bregðast verður við, ekki síst til að sporna við enn meiri óstöðugleika í þessum viðkvæma heimshluta,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Grikkland Líbanon Sprenging í Beirút Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent