Svarið við vandræðastöðunni er frá Selfossi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. september 2020 10:00 Barbára Sól Gísladóttir á fyrstu æfingu sinni með A-landsliðinu. vísir/vilhelm Undanfarin áratug eða svo hefur Hallbera Gísladóttir átt stöðu vinstri bakvarðar í íslenska kvennalandsliðinu. Engin hefur hins vegar náð að eigna sér stöðu hægri bakvarðar. Fjölmargir leikmenn hafa verið prófaðir í þessa stöðu; Rakel Hönnudóttir, Ásta Eir Árnadóttir, Elísa Viðarsdóttir, Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, Ingibjörg Sigurðardóttir, Anna María Baldursdóttir og Dóra María Lárusdóttir svo nokkrar séu nefndar en engin hefur slegið eign sinni á stöðuna. Annar af tveimur nýliðum í íslenska landsliðshópnum sem mætir Lettlandi og Svíþjóð í undankeppni EM er hins vegar leikmaður gæti leyst þessa vandræðastöðu landsliðsins í framtíðinni. Þetta er Barbára Sól Gísladóttir, nítján ára leikmaður bikarmeistara Selfoss. Barbára er í mjög sterkum árgangi leikmanna sem eru fæddir 2001. Meðal annarra í þeim árgangi má nefna Áslaugu Mundu Gunnlaugsdóttur, Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur og Sveindísi Jane Jónsdóttur. Þær spiluðu allar í 2-0 sigri íslenska U-19 ára landsliðsins á Þýskalandi í mars á þessu ári. KR - Selfoss Pepsí max deild ksí íslandsmót kvenna, sumar 2020. Ljósmynd/ Hulda MargrétFoto: Hulda Margrét Óladóttir Þrátt fyrir að vera aðeins nítján ára er Barbára á sínu fjórða tímabili sem fastamaður í liði Selfoss. Þrjú þeirra hafa verið í Pepsi Max-deildinni. Og í fyrra varð hún bikarmeistari með Selfossi. Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir, sérfræðingur Pepsi Max marka kvenna, hefur mikið álit á Barbáru. „Ég er gríðarlega mikill aðdáandi. Ég sá hana fyrst spila á Norðurlandamóti með U-17 ára landsliðinu fyrir þremur árum og hún heillaði mig upp úr skónum. Síðan hef ég verið mjög hrifin af henni,“ sagði Bára í samtali við Vísi. „Hún er ekki fullkomin, gerir mistök og tekur stundum galnar ákvarðanir en heilt yfir finnst mér hún einn efnilegasti leikmaður landsins.“ Barbára er fjölhæf og getur spilað sem bakvörður og kantmaður, bæði hægra og vinstra megin. Í sumar hefur hún oftast spilað sem vinstri bakvörður, þrátt fyrir að vrea réttfætt. Barbára fagnar sigurmarki sínu gegn Breiðabliki.vísir/vilhelm „Hún spilaði mikið á kantinum í fyrra og í yngri landsliðunum hefur hún spilað bæði sem kantmaður og bakvörður. En ég held að bakvörðurinn verði hennar framtíðarstaða,“ sagði Bára. „Mér finnst hún hreinn og klár möguleiki í þessa hægri bakvarðarstöðu. Hún verður að standa sig þegar hún fær tækifærið en hún hefur alla burði til að eigna sér þessa stöðu. Síðan er spurning hversu langt hún er tilbúin að fara og gera til að ná því.“ En hvað hefur Barbára fram að færa inni á vellinum? „Hún er líkamlega sterk, góð maður gegn manni, sterk í návígum og í loftinu. Hún er ekki með neina brjálaða sprengju en hún er lúmskt hröð þegar hún kemst á ferðina. Hún er með þessa eiginleika sem góður varnarmaður þarf að hafa,“ svaraði Bára. „Hún er líka áræðin, sterk í föstum leikatriðum og skoraði sigurmark gegn Breiðablik úr þannig stöðu. Hún stöðug, örugg og ég treysti henni.“ Báru finnst afar ólíklegt að Barbára verði í byrjunarliði Íslands gegn Lettlandi á morgun en segir að þess verði ekki langt að bíða að hún fái tækifæri með landsliðinu. „Þetta er fyrsta skrefið og ég var gríðarlega ánægð þegar hún var valin. En svo á hún eftir sanna eða afsanna það sem ég er að segja,“ sagði Bára að lokum. Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna EM 2021 í Englandi UMF Selfoss Mest lesið Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Elísabet byrjar á tveimur töpum Fótbolti Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Handbolti „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Fleiri fréttir Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Sjá meira
Undanfarin áratug eða svo hefur Hallbera Gísladóttir átt stöðu vinstri bakvarðar í íslenska kvennalandsliðinu. Engin hefur hins vegar náð að eigna sér stöðu hægri bakvarðar. Fjölmargir leikmenn hafa verið prófaðir í þessa stöðu; Rakel Hönnudóttir, Ásta Eir Árnadóttir, Elísa Viðarsdóttir, Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, Ingibjörg Sigurðardóttir, Anna María Baldursdóttir og Dóra María Lárusdóttir svo nokkrar séu nefndar en engin hefur slegið eign sinni á stöðuna. Annar af tveimur nýliðum í íslenska landsliðshópnum sem mætir Lettlandi og Svíþjóð í undankeppni EM er hins vegar leikmaður gæti leyst þessa vandræðastöðu landsliðsins í framtíðinni. Þetta er Barbára Sól Gísladóttir, nítján ára leikmaður bikarmeistara Selfoss. Barbára er í mjög sterkum árgangi leikmanna sem eru fæddir 2001. Meðal annarra í þeim árgangi má nefna Áslaugu Mundu Gunnlaugsdóttur, Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur og Sveindísi Jane Jónsdóttur. Þær spiluðu allar í 2-0 sigri íslenska U-19 ára landsliðsins á Þýskalandi í mars á þessu ári. KR - Selfoss Pepsí max deild ksí íslandsmót kvenna, sumar 2020. Ljósmynd/ Hulda MargrétFoto: Hulda Margrét Óladóttir Þrátt fyrir að vera aðeins nítján ára er Barbára á sínu fjórða tímabili sem fastamaður í liði Selfoss. Þrjú þeirra hafa verið í Pepsi Max-deildinni. Og í fyrra varð hún bikarmeistari með Selfossi. Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir, sérfræðingur Pepsi Max marka kvenna, hefur mikið álit á Barbáru. „Ég er gríðarlega mikill aðdáandi. Ég sá hana fyrst spila á Norðurlandamóti með U-17 ára landsliðinu fyrir þremur árum og hún heillaði mig upp úr skónum. Síðan hef ég verið mjög hrifin af henni,“ sagði Bára í samtali við Vísi. „Hún er ekki fullkomin, gerir mistök og tekur stundum galnar ákvarðanir en heilt yfir finnst mér hún einn efnilegasti leikmaður landsins.“ Barbára er fjölhæf og getur spilað sem bakvörður og kantmaður, bæði hægra og vinstra megin. Í sumar hefur hún oftast spilað sem vinstri bakvörður, þrátt fyrir að vrea réttfætt. Barbára fagnar sigurmarki sínu gegn Breiðabliki.vísir/vilhelm „Hún spilaði mikið á kantinum í fyrra og í yngri landsliðunum hefur hún spilað bæði sem kantmaður og bakvörður. En ég held að bakvörðurinn verði hennar framtíðarstaða,“ sagði Bára. „Mér finnst hún hreinn og klár möguleiki í þessa hægri bakvarðarstöðu. Hún verður að standa sig þegar hún fær tækifærið en hún hefur alla burði til að eigna sér þessa stöðu. Síðan er spurning hversu langt hún er tilbúin að fara og gera til að ná því.“ En hvað hefur Barbára fram að færa inni á vellinum? „Hún er líkamlega sterk, góð maður gegn manni, sterk í návígum og í loftinu. Hún er ekki með neina brjálaða sprengju en hún er lúmskt hröð þegar hún kemst á ferðina. Hún er með þessa eiginleika sem góður varnarmaður þarf að hafa,“ svaraði Bára. „Hún er líka áræðin, sterk í föstum leikatriðum og skoraði sigurmark gegn Breiðablik úr þannig stöðu. Hún stöðug, örugg og ég treysti henni.“ Báru finnst afar ólíklegt að Barbára verði í byrjunarliði Íslands gegn Lettlandi á morgun en segir að þess verði ekki langt að bíða að hún fái tækifæri með landsliðinu. „Þetta er fyrsta skrefið og ég var gríðarlega ánægð þegar hún var valin. En svo á hún eftir sanna eða afsanna það sem ég er að segja,“ sagði Bára að lokum.
Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna EM 2021 í Englandi UMF Selfoss Mest lesið Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Elísabet byrjar á tveimur töpum Fótbolti Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Handbolti „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Fleiri fréttir Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Sjá meira