Kristín Ýr hefði valið Hólmfríði í landsliðið: Svo mikill X-faktor í Fríðu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. september 2020 12:00 Hólmfríður Magnúsdóttir fagnar eftir að Selfoss vann sinn fyrsta bikarmeistaratitil. Hún skoraði þá fyrra mark Selfoss í 2-1 sigri á KR. vísir/daníel Hólmfríður Magnúsdóttir átti stórleik með Selfossliðinu í Pepsi Max deild kvenna um helgina í fyrsta leiknum sínum eftir að kom í ljós að hún væri ekki í íslenska landsliðinu. Hólmfríður skoraði tvö mörk og lagði upp önnur tvö í 5-0 sigri Selfoss á KR og það í Vesturbænum. Helena Ólafsdóttir og sérfræðingar hennar í Pepsi Max mörkum kvenna ræddu frammistöðu Hólmfríðar í leiknum í þætti sínum í gær. Selfossliðið blómstraði án Dagnýjar „Ég verð að segja fyrir mitt leyti sem áhorfandi þarna að mér fannst hún vera á allt öðru ‚leveli' en aðrir leikmenn,“ sagði Helena Ólafsdóttir, umsjónarkona Pepsi Max markanna, í upphafi umræðanna um Selfossliðið. Selfoss lék án Dagnýjar Brynjarsdóttur í þessum leik en saknaði ekki hennar ekki síst vegna frammistöðu Hólmfríðar. „Dagný var ekki að spila og maður átti von á því að það myndi veikja Selfoss. Það virtist ekki gera það,“ sagði Helena Ólafsdóttir. „Ef Selfoss hefði verið að mæta einhverju öðru liði en KR þá hugsa ég að það hefði haft meiri áhrif. KR átti ekki neitt í þær,“ sagði Kristín Ýr Bjarnadóttir, sérfræðingur Pepsi Max markanna. „Ég velti því fyrir mér hvort að það sé að treysta of mikið á Dagnýju til dæmis sóknarlega. Þegar Hólmfríður er búin að vera góð í sumar þá er hún búin að vera besti maður vallarins,“ sagði Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir, sérfræðingur Pepsi Max markanna. Besti maður vallarsin eða nánast ekki með „Þegar hún er ekki besti maður vallarins þá finnst mér hún nánast ekki með. Það er búið að tala svo mikið um að Dagný eigi að bera þetta uppi en svo dettur hún út og þá þurfa hinir leikmennirnir að tengja. Þá fannst mér þetta ganga betur fyrir sig sóknarlega,“ sagði Bára Kristbjörg. Hólmfríður Magnúsdóttir talaði um það á fótbolta.net að hún væri svekkt að vera ekki í landsliðinu. Hún er að verða 36 ára gömul í næstu viku og er annar markahæsta landsliðskonan sögunnar með 37 mörk í 112 landsleikjum. Á hún að vera í landsliðinu? „Við vitum að hún er með mjög mikinn metnað annars væri hún ekki búin að komast þangað sem hún er. Hún er búin að standa sig vel og má vera svekkt en svo er bara spurning um hverjum finnst um að hver eigi að vera hvar,“ sagði Kristín Ýr Bjarnadóttir. Frekar en Rakel Hönnu „Ég hefði persónulega ekki valið hana yfir neina úr þessum sóknarmannahópi. Ekki núna. Þegar hún er búin að vera góð þá er hún búin að vera besti maður vallarins en mér finnst hún búin að eiga of marga ‚off-leiki' til þess að ég myndi taka einhvern annan sóknarmann út fyrir hana,“ sagði Bára Kristbjörg. „Ég hefði valið hana, ekki til að vera í byrjunarliðinu heldur til að hafa hana á bekknum. Hún er góð til að sprengja upp leikinn. Ég hefði tekið hana frekar en Rakel Hönnu til dæmis,“ sagði Kristín Ýr. „Það er svo mikill X-faktor í Fríðu að koma inn á með einhverja sprengju í nokkrar mínútur,“ sagði Kristín Ýr en það má finna umfjöllunina um Hólmfríði hér fyrir neðan. Klippa: Pepsi Max mörk kvenna: Hólmfríður Magnúsdóttir og landsliðið Pepsi Max-deild kvenna Pepsi Max-mörkin EM 2021 í Englandi Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti Í beinni: Frakkland - Þýskaland | Sæti í undanúrslitum í boði Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Íslenski boltinn Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Fótbolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Sjá meira
Hólmfríður Magnúsdóttir átti stórleik með Selfossliðinu í Pepsi Max deild kvenna um helgina í fyrsta leiknum sínum eftir að kom í ljós að hún væri ekki í íslenska landsliðinu. Hólmfríður skoraði tvö mörk og lagði upp önnur tvö í 5-0 sigri Selfoss á KR og það í Vesturbænum. Helena Ólafsdóttir og sérfræðingar hennar í Pepsi Max mörkum kvenna ræddu frammistöðu Hólmfríðar í leiknum í þætti sínum í gær. Selfossliðið blómstraði án Dagnýjar „Ég verð að segja fyrir mitt leyti sem áhorfandi þarna að mér fannst hún vera á allt öðru ‚leveli' en aðrir leikmenn,“ sagði Helena Ólafsdóttir, umsjónarkona Pepsi Max markanna, í upphafi umræðanna um Selfossliðið. Selfoss lék án Dagnýjar Brynjarsdóttur í þessum leik en saknaði ekki hennar ekki síst vegna frammistöðu Hólmfríðar. „Dagný var ekki að spila og maður átti von á því að það myndi veikja Selfoss. Það virtist ekki gera það,“ sagði Helena Ólafsdóttir. „Ef Selfoss hefði verið að mæta einhverju öðru liði en KR þá hugsa ég að það hefði haft meiri áhrif. KR átti ekki neitt í þær,“ sagði Kristín Ýr Bjarnadóttir, sérfræðingur Pepsi Max markanna. „Ég velti því fyrir mér hvort að það sé að treysta of mikið á Dagnýju til dæmis sóknarlega. Þegar Hólmfríður er búin að vera góð í sumar þá er hún búin að vera besti maður vallarins,“ sagði Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir, sérfræðingur Pepsi Max markanna. Besti maður vallarsin eða nánast ekki með „Þegar hún er ekki besti maður vallarins þá finnst mér hún nánast ekki með. Það er búið að tala svo mikið um að Dagný eigi að bera þetta uppi en svo dettur hún út og þá þurfa hinir leikmennirnir að tengja. Þá fannst mér þetta ganga betur fyrir sig sóknarlega,“ sagði Bára Kristbjörg. Hólmfríður Magnúsdóttir talaði um það á fótbolta.net að hún væri svekkt að vera ekki í landsliðinu. Hún er að verða 36 ára gömul í næstu viku og er annar markahæsta landsliðskonan sögunnar með 37 mörk í 112 landsleikjum. Á hún að vera í landsliðinu? „Við vitum að hún er með mjög mikinn metnað annars væri hún ekki búin að komast þangað sem hún er. Hún er búin að standa sig vel og má vera svekkt en svo er bara spurning um hverjum finnst um að hver eigi að vera hvar,“ sagði Kristín Ýr Bjarnadóttir. Frekar en Rakel Hönnu „Ég hefði persónulega ekki valið hana yfir neina úr þessum sóknarmannahópi. Ekki núna. Þegar hún er búin að vera góð þá er hún búin að vera besti maður vallarins en mér finnst hún búin að eiga of marga ‚off-leiki' til þess að ég myndi taka einhvern annan sóknarmann út fyrir hana,“ sagði Bára Kristbjörg. „Ég hefði valið hana, ekki til að vera í byrjunarliðinu heldur til að hafa hana á bekknum. Hún er góð til að sprengja upp leikinn. Ég hefði tekið hana frekar en Rakel Hönnu til dæmis,“ sagði Kristín Ýr. „Það er svo mikill X-faktor í Fríðu að koma inn á með einhverja sprengju í nokkrar mínútur,“ sagði Kristín Ýr en það má finna umfjöllunina um Hólmfríði hér fyrir neðan. Klippa: Pepsi Max mörk kvenna: Hólmfríður Magnúsdóttir og landsliðið
Pepsi Max-deild kvenna Pepsi Max-mörkin EM 2021 í Englandi Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti Í beinni: Frakkland - Þýskaland | Sæti í undanúrslitum í boði Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Íslenski boltinn Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Fótbolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Sjá meira